Útimarkaðir í Álafosskvos í sumar

Útimarkaður Álafosskvos 300Varmársamtökin hafa áhuga á að Álafosskvos verði gerð að miðstöð útimarkaða á höfuðborgarsvæðinu. Kvosin er einstaklega vel til þess fallin frá náttúrunnar hendi, og staðhættir kjörnir til að skapa skemmtilega markaðsstemningu. Þetta sannaðist  svo um munaði sl. sumar þegar samtökin stóðu að útimarkaði í tilefni að bæjarhátíðinni Í túninu heima en þá streymdu þúsundir manna víðsvegar að í Kvosina.

Gefur auga leið að mengun og umferðarhávaði eiga ekki samleið með slíkri starfsemi. Til þess að hægt sé að gera drauminn að veruleika telja Varmársamtökin því nauðsynlegt að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ finni Helgafellsbraut aðra leið út úr fyrirhuguðu hverfi.

Innan Varmársamtakanna er starfandi útimarkaðshópur og undirbúningur að hefjast fyrir markaði sumarsins.  Mörg spennandi verkefni bíða úrlausnar og því þörf á stórum hópi fólks til að taka þátt í starfinu. Ýmislegt er í bígerð og þarf að skipuleggja. Við vitum að mikið er af skemmtilegu og hugmyndaríku fólki í samtökunum og ljóst að starfið innan markaðshópsins gæti orðið mjög skemmtilegt.

Þau verkefni sem helst eru framundan eru að:

  •  finna handverksfólk til að selja framleiðslu sína
  •  finna einstaklinga til að rækta grænmeti til sölu á markaðnum 
  •  leita samráðs við blóma- og grænmetisræktendur 
  •  hanna og smíða sölubása og skipuleggja aðstöðuna að öðru leyti
  •  hvetja fólk til að taka til hendinni í bílskúrnum með vorinu og bjóða dótið til sölu
  •  framleiða í bunum hugmyndir um starfsemina
  •  leita eftir stuðningi við verkefnið
  •  o.s.frv.

Sigríður Þóra Árdal ætlar að ýta undirbúningi úr vör og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við hana í síma 660-7667 eða senda tölvupóst á: varmarsamtokin@gmail.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband