Röng staðsetning tengibrauta skaddar bæjarmynd

Varmársamtökin eru ekki ein um þá skoðun að sýna þarf aðgát  þegar teknar eru ákvarðanir um legu tengibrauta í bæjarfélaginu. Um möguleg áhrif þeirra á umhverfið má lesa í greinargerð með aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024:

Tengibrautanet Mosfellsbæjar er mjög umfangsmikið. Tengibrautir hafa mikil áhrif á umhverfi sitt, m.a. vegna hraða og eðlis umferðarinnar (gegnumakstur) ... . Óviðeigandi hár útfærslustaðall tengibrauta (miðað við umhverfi eða stærð hverfis) hefur víða ýtt undir gisnun byggðar og skaddað bæjarmynd og yfirbragð þéttbýlis. Tillagan felur í sér möguleika á útfærslu sem er sveigjanleg eftir því umhverfi sem göturnar fara um og stuðlar þannig að bættu umferðaröryggi og fallegra bæjarumhverfi.

Stefna Mosfellsbæjar viðvíkjandi náttúruvernd tekur ennfremur af öll tvímæli um hvað hafa skal að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana en í kaflanum um náttúruvernd segir:

Mosfellsbær leggur áherslu á umhverfisgæði og vernd náttúru og verðmætra útivistarsvæða. Þess er gætt að íbúðarbyggð gangi ekki á slík svæði og sé í góðum tengslum við þau. Umfangsmikil hverfisvernd er lögð á árnar í sveitarfélaginu og umhverfi þeirra svo og fossa, gil og önnur kennileiti í umhverfinu.

Liggur ekki ljóst fyrir hvernig standa skuli að skipulagsmálum í Mosfellsbæ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðaleg vitleysa er þetta alltaf hérna - það hefur alltaf legið fyrir að ljóst er hvernig standa skuli að skipulagsmálum í Mosfellsbæ, það segja þessar tilvitnanir. Það er ágætt að samtökin gerir sér grein fyrir að þau séu ekki ein í baráttunni, það eru margir aðrir á þeirra máli hugsjónalega séð - bara ekki Varmársamtakalega séð.

Það er rétt að röng staðsetning tengibrautar skaðar bæjarmyndina - en er það komið á hreint að staðsetningarnar séu rangar? Hafa samtökin sjálf látið gera úttekt á því eða byggja þau sem fyrri daginn allt sitt mat á því sem bærinn hefur gert og úthrópa svo niðurstöður hans. Hvar er sjálfstæði samtakanna í þessum málum?´

Vinsamlegast eyðið ekki út þessari færslu - þið græðið ekkert á því - en með því undirstrkið þið enn frekar aumingjaskapinn sem loðir við samtökin!

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:40

2 identicon

Úps úps úps.

Nú detta allar dauðar.

Það er sóst eftir umræðu en henni gefið langt nef þegar hún kemur.

Mér var bent á að kíkja á þetta sem hér er  að gerast í gærkvöldi og nú hef ég orðið vitni af því.

Þið hendið öllu út sem heitir málefnanleg umræða nema að það sé halelúja fyrir Varmársamtökin.

Ég ætla því að enda þetta á því að segja Varmársamtökin eru frábær þá fær þetta kanski að vera í friði.

Einar Óli

 

Einar Óli (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:56

3 identicon

Voðaleg vitleysa er þetta alltaf hérna - það hefur alltaf legið fyrir að ljóst er hvernig standa skuli að skipulagsmálum í Mosfellsbæ, það segja þessar tilvitnanir. Það er ágætt að samtökin gerir sér grein fyrir að þau séu ekki ein í baráttunni, það eru margir aðrir á þeirra máli hugsjónalega séð - bara ekki Varmársamtakalega séð.

Það er rétt að röng staðsetning tengibrautar skaðar bæjarmyndina - en er það komið á hreint að staðsetningarnar séu rangar? Hafa samtökin sjálf látið gera úttekt á því eða byggja þau sem fyrri daginn allt sitt mat á því sem bærinn hefur gert og úthrópa svo niðurstöður hans. Hvar er sjálfstæði samtakanna í þessum málum?´

Vinsamlegast eyðið ekki út þessari færslu - þið græðið ekkert á því - en með því undirstrkið þið enn frekar aumingjaskapinn sem loðir við samtökin!

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:17

4 identicon

Varmársamtökin sækjast vissulega eftir uppbyggilegri og málefnalegri umræðu en þeir sem hafa áhuga á skoðunum Hjördísar á málinu verða bara að fara á hennar síðu. Hennar framlag var um það bil það að reyna að koma því á framfæri að samtökin væru eitt stórt pólitískt samsæri Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks (held að hún hafi aldrei minnst á Frjálslynda).  Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér samsæriskenningar hennar verða hér eftir að gera það annarsstaðar. Þessi síða er rekin af áhugafólki sem ekki hefur lengur áhuga né tíma í svona vitleysu. Við erum hins vegar opin fyrir raunverulegri málefnalegri umræðu um umhverfis- og skipulagsmál en ekki um vangaveltur annarlegan tilgagn félagsmanna með veru í samtökunum.

Góðar stundir

Kristín I. Pálsdóttir félagi í Varmársamtökunum

Kristín (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:21

5 identicon

Á nú að reyna að draga Sjálfstæðismenn og VG, erki óvini samtakanna, inn í umræðuna? Ég hef aldrei blandað Sjálfstæðisflokknum inn í ykkar pólitíska plott og aðeins flóttamönnunum úr VG. Samtökin hafa sjálf fagnað tilveru Samfylkingarinnar og Framsóknar í samtökunum. Ópólitískt? Það er hálf asnalegt að ætla allt í einu að nánast kalla stjórnarflokkana vini sína eftir allt sem á undan er gengið. Kristín ástæðan fyrir því að ég hef ekki talað um Frjálslynda er að þeir eru ekki flokkur í bænum, það segir sig sjálft - en ég er heldur ekki viss um að þeir hefðu látið hanka sig á pólitíska samkurlinu sem samtökin standa fyrir!

Þið getið eytt mér endalasut héðan út en þið þaggið ekki svo auðveldlega niður í mér - það er alls ekki gott til afsournar fyrir samtökin hvernig þið komið fram við þá sem vilja tjá sig hér (þá fáu).

Ég hef líka spurt ykkur spurninga varðandi stefnu samtakanna í heild og vinnubreögð þeirra óháð pólitík en þá voru viðbrögð samtakanna þau að henda mér út! Var of erfitt að svara? Voru kannski engin svör til?

Hjördís (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband