Hugleiðingar um Varmá

Hvers virði eru ár eiginlega?  Flestum finnst aldeilis fínt að beisla fallorku þeirra og margir eru hrifnir af því að geta veitt í þeim fisk og borga fyrir það háar upphæðir.   Þetta eru að sjálfsögðu mikil verðmæti en árnar eru einnig auðlindir af öðrum toga sem ekki er eins auðvelt að meta í krónum. Meira að segja litlar og ómerkilegar lækjarsprænur geta reynst uppspretta ófárra ánægjustunda.
 Flestir “fíla” ár- og lækjarnið og náttúrulegt umhverfi en pæla kannski ekki í því hversu dýrmæt þessi fyrirbæri eru – sér í lagi svona rétt við húsgaflinn ... 

Síðasta sumar sá ég urriða svamla í Varmánni. Hann var fyrir ofan Álafoss svo hugsanlega hefur hann ekki komist þangað af sjálfsdáðum - og mér skilst reyndar að einhver gutti hafi sett seyði í ána einhverntímann. Sumum finnst þessi eldisfiskur óttalega ómerkilegur (þar sem hann er ekki náttúrulegur stofn) en mér finnst bara svakalega gaman að sjá syndandi fiska í ánni, hvaðan sem þeir eru ættaðir. Ekki af því að þá sé soðningu að fá, svo að segja  úr “bæjarlæknum” - nei - það er bara einhvern veginn bráðskemmtilegt OG það gefur til kynna að áin sé ekki mjög menguð þrátt fyrir allt.

Sigrún Guðmundsdóttir
stjórnarmaður í Varmársamtökunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband