Krossgötur í dag kl. 15 á Rás 1 - Tengibraut í Mosó

Hjálmar SveinssonHvað gengur á upp í Mosó? Hér fjallað um umdeilda tengibraut og Álafosskvosina. En kannski er málið stærra en bæði brautin og kvosin. Það snýst, þegar öllu er á botninn hvolft, um spurninguna hvers konar bær á Mosfellsbær að vera og hver á að ráða því og hvað með samráð bæjaryfirvalda og íbúa. Í þættinum er rætt við talsmann Varmársamtakanna, íbúa í kvosinni, arkitekt og formann byggingar og skipulagsnefndar.

Hægt er að hlusta á þátt Hjálmars Sveinssonar í vefupptökum Rásar 1. Þátturinn var fyrst fluttur sl. laugardag og verður endurtekinn á Rás 1 kl. 15.00 í dag, mánudag.

Texti tekinn af vef RÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þættinum Krossgötur er tekið viðtal við Gylfa Guðjónsson, arkitekt Helgafellshverfis. Segir hann í viðtalinu að verndarstefna Mosfellsbæjar sé til fyrirmyndar þar sem gert sé ráð fyrir 50 m verndarsvæði beggja vegna Varmár við gerð skipulags. Hann segir ennfremur að byggingarframkvæmdir undir Úlfarsfelli fari mun nær Úlfarsá og Korpu en framkvæmdirnar við Varmá.
Við í Varmársamtökunum erum orðin vön því að heyra Gylfa og ráðamenn í Mosfellsbæ fara með rangt mál á opinberum vettvangi í tengslum við framkvæmdir í Helgafellslandi og á bökkum Varmár en mér brá í brún að heyra þetta með Úlfarsána því skv. aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir a.m.k. 100-200 m verndarbelti meðfram ám og vötnum. Til að komast til botns í málinu hafði ég samband við tvo fulltrúa í skipulagsráði Reykjavíkurborgar sem tjáðu mér að fullyrðingar Gylfa væru alrangar. Reykjavíkurborg legði allan sinn metnað í að fara ekki inn á verndarsvæðið meðfram bökkum Úlfarsár og þar sem því væri við komið væri ekki byggt nær en 150 m. Áin rennur að hluta til um Mosfellsbæ og skv. aðalskipulagi Mosfellsbæjar má ekki reisa mannvirki nær Úlfarsá en í 100 m fjarlægð. Um Varmá gilda hins vegar aðeins 50 m sem er það lágmark sem gert er ráð fyrir í lögum. Mosfellsbær er því allt annað en til fyrirmyndar í þessum málum. Það versta við þetta allt saman er hins vegar að reist eru mannvirki mun nær Varmá en 50 m og hafa samtökin margítrekað sent inn athugasemdir vegna þessa. Áður fyrirhuguð tengibraut liggur í minna en 35 m fjarlægð frá ánni, nýr Álafossvegur átti að liggja í 14,5 m fjarlægð þegar hin upphaflega tillaga leit dagsins ljós. Reist eru einbýlishúsi í nokkurra metra fjarlægð frá bökkum Skammadalslækjar sem njóta á sömu hverfisverndar og Varmáin. Byrjað var á framkvæmdum við skolplagnir steinsnar frá bökkum Varmár í síðustu viku en vegna kvartana voru þær framkvæmdir stöðvaðar og menn lýstu sig reiðubúna til að endurskoða legu þeirra. Einnig er áætlað að hafa 1500 fermetra settjörn við Álanes til hreinsunar ofanvatns og aðra við íþróttasvæði barnanna okkar á Varmárbökkum. Þessar tjarnir eru fullar af menguðu vatni, aðeins 1,5 m á dýpt en allt að 2 m í vatnavöxtum. Svona mætti lengi telja.
Ég spyr; hvaða tilgangi þjónar að slá ryki í augu almennings með því að halla réttu máli? Ég er viss um að endalok þessa máls munu færa okkur heim sanninn um það að sannleikurinn hefði verið og er alltaf sagna bestur.

Verndarsvæði Úlfarsár í Reykjavík er í reynd 100-150 m
Verndarsvæði við Varmá í Mosfellsbæ er í reynd 10-50 m

Sigrún P (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband