Til hvers að eyða fé og fyrirhöfn bæjarbúa í umhverfismat?

Grafið fyrir skólpi við VarmáMikil umhverfisspjöll hafa undanfarnar vikur verið framin á bökkum Varmár í Mosfellsbæ.  Í síðustu viku var auglýst til kynningar ný umhverfisskýrsla sem unnin var af ráðgjafarfyrirtæki á vegum bæjaryfirvalda og var íbúum gefinn kostur á að gera athugasemdir við matið til 12. júlí.  Í ljósi þess að slíkar athugasemdir er eini möguleiki almennings til að hafa áhrif á gerð skipulagsáætlana eru framkvæmdirnar sem nú standa yfir í meira lagi ámælisverðar. Því hvaða tilgangi þjóna athugasemdir almennings að loknum framkvæmdum? Svarið er einfalt: Alls engum!  

Í ofanálag er verið að framkvæma inn á hverfisverndarsvæði við Varmá sem er á náttúruminjaskrá og eru framkvæmdirnar unnar án deiliskipulags og framkvæmdaleyfis. Aðfarirnar eru slíkar að svo virðist sem enginn skilningur á mikilvægi umhverfisverndar í okkar fallega bæjarfélagi sé fyrir hendi.

Skurður grafinn að ánni neðan VesturlandvegarSvo mikið er víst að athugasemdir almennings hafa engin áhrif á áætlanagerð að loknum framkvæmdum. Þær standa nú yfir og því ljóst að aðkoma íbúa mun engu máli skipta.  Spurningin er því þessi: Til hvers að eyða dýrmætu fé skattborgaranna í einskisvert umhverfismat?  Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ skulda íbúum skýringu. Eða búum við kannski bara í VILLTA VESTRINU?

 SP


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband