Umhverfisspjöll unnin við Álafoss

Umhverfisspjöll v ÁlafossSú hugsun verður sífellt áleitnari að bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í Mosfellsbæ sé ekkert heilagt í umhverfismálum. Í gærmorgun vöknuðu íbúar við Álafoss upp við hávaða frá stórvirkum vinnuvélum. Eyddu verktakar Helgafellsbygginga síðan deginum í að grafa djúpan skurð í jarðveginn við fossinn Álafoss í Varmá. Til hliðar við fossinn stendur hóll sem nefnist Álfhóll sem minnir einna helst á leifar kulnaðrar eldstöðvar, eins og fleiri hólar svipaðrar gerðar á þessum slóðum, svo sem Sauðhóll og Krosshóll. Vinnuvélar Helgafellsbygginga eru nú að kvarna upp úr suðurhlíð hólsins fyrir ofan fossinn en þar fyrir neðan má enn sjá leifar eftir stífluna sem Sigurjón Pétursson, athafnamaður á Álafossi, reisti til að gera starfsfólki gömlu ullarverksmiðjunnar kleift að læra og stunda sund í áður ylvolgu vatni Varmár.

Skv. aðalskipulagið Mosfellsbæjar nýtur svæðið hverfisverndar og eru uppi áform um að friða fossinn. Tilgangurinn með framkvæmdunum er væntanlega göngustígagerð en fregnir herma að leggja eigi þriggja m breiðan, malbikaðan göngustíg meðfram bökkum Varmár sem er þvert á þá stefnu sem sett er fram í aðalskipulagi þar sem kveðið er á um malarstíga á hverfisverndarsvæðum.

Virðist sem núverandi bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ ætli seint að lærast virðing fyrir náttúru og sögulegum minjum sveitarfélagsins en þær hafa mikla sérstöðu í sögu lands og þjóðar. Allt útlit er fyrir að sjálfstæðismönnum með dyggum stuðningi þess flokks sem kennir sig við náttúruvernd, Vinstri grænna, takist að eyðileggja merkustu náttúru- og söguminjar sveitarfélagsins áður en nokkuð verður að gert.

Umhverfisspjöll v ÁlafossÍslensk þjóðarsál hefur lengi sótt sér næringu í náttúru og sögu þessa ægifagra lands. Það virðist þeim sem hér stjórna vera víðs fjarri.

sp

 

 

 

Myndirnar voru teknar í gær 12. janúar 2008

Umhverfisspjöll v Álafoss

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband