Tiltekt verður fram haldið

Ruslagildra í VarmáNokkrir félagar í Varmársamtökunum tóku til hendinni við Varmá um helgina. Byrjuðum við tiltektina fyrir neðan Vesturlandsveg á þeim stað sem stokkurinn var lagður í gegnum Varmá í fyrrasumar en þar hefur verið mynduð stífla til að hylja stokkinn þar sem mikið safnast fyrir af rusli. Fikruðum við okkur upp eftir ánni og í áttina að Skammadalsgljúfri. Ýmislegt forvitnilegt kom upp úr ánni. Addi í Álafossbúðinni sýndi okkur m.a. gamlar ryðgaðar rúningsklippur sem hann hafði fundið. Eins eitthvað sem líktist helst loki af gömlum kolaofni.

Þeim til hugarhægðar sem ekki mættu í tiltektina er enn mikið magn af rusli í Varmá og hliðarlækjum hennar og urðum við sammála um að kalla saman félaga úr samtökunum fljótlega aftur til halda verkinu áfram.
Berglind syngur undir VesturlandsvegiOkkur til ósegjanlegrar ánægju söng Berglind fráfarandi formaður sinni undurfögru röddu undir brúnni á Vesturlandsvegi. Skemmtilegur endurómur var í göngunum sem átti vel við sönginn.  Var þetta árangursríkur dagur í góðra vina hópi sem endaði með heljar grillveislu hjá þeim sæmdarhjónum Sigrúnu og Ævari.

sp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband