MúsMos - tónleikar í Álafosskvos

MUSMOS A32Mikið stendur til í Álafosskvos. Níu hljómsveitir skipaðar ungum tónlistarmönnum halda tónleika í Álafosskvos nk. laugardag 14. júní kl. 16-20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af svokölluðum fánadegi 12. júní sem var nokkurs konar þjóðhátíðardagur Álfyssinga í tíð gömlu ullarverksmiðjunnar. Íbúar í Álafosskvos, smíðaverkstæðið Ásgarður og félagar í Varmársamtökunum standa að hátíðinni. Mosfellsbær veitti tónleikahöldurum styrk til að standa straum af kostnaði við smíði tónleikasviðs og hljóðkerfi. Öll vinna við undirbúning tónleikanna er unnin af sjálfboðaliðum.
Sé tekið mið af aðsókn fyrri ára að menningarviðburðum í Álafosskvos má búast við miklum mannfjölda í Kvosinni á laugardag. Hljómsveitirnar sem spila eru:

  • The Nellies
  • Sleeps Like an Angry Bear
  • Hreindís Ylva
  • Abominor
  • SHOGUN
  • Unchastity
  • Gummzter ásamt Hauki 270
  • Blæti
  • Bob Gillan og Ztrandverðirnir

Veitingasala á vegum Varmársamtakanna og Aftureldingar. Aðgangur ókeypis!

Allir velkomnir!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband