Úrskurðarnefnd knýr Mosfellsbæ svara vegna kæru

Grafið fyrir skólpi við VarmáMosfellsbær viðurkennir í bréfi til Varmársamtakanna að hafa gefið leyfi fyrir framkvæmdum á hverfisverndarsvæði við bakka Varmár og Skammadalslækjar án samráðs við fagnefnd sveitarfélagsins í umhverfismálum.
Ennfremur er ljóst að Mosfellsbær leitaði ekki eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna stórfelldra jarðvegsskipta á bökkum árinnar í tengslum við undirbúning á malbikuðum göngu- og hjólreiðastígum.

Forsaga þessa máls er sú að í september 2007 ákváðu Varmársamtökin að grafast fyrir um aðgerðaleysi umhverfisnefndar í tengslum við framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum við Varmá. Skv. stjórnsýslureglum sveitarfélagsins getur bæjarstjórn ekki aflétt hverfisvernd*nema að undangenginni umfjöllun í umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Í fundargerðum var enga slíka umfjöllun að finna í tengslum við breytingar á aðalskipulagi 2006. Samtökin sendu því nefndunum fyrirspurn sem Mosfellsbær neitaði að svara í byrjun árs 2008 sem leiddi til þess að við kærðum Mosfellsbæ fyrir brot á upplýsingaskyldu til úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Í bréfi til forsætisráðuneytisins dags. 2. febrúar 2009 byrjar Mosfellsbær "á því að afsaka þá töf sem orðið hefur á því að svara erindi nefndarinnar." Mosfellsbær heldur síðan áfram og segist með bréfinu vera að gera "tilraun til þess að leiðbeina samtökunum að þeim efnisatriðum er eftir standa" af upphaflegum kæruliðum.

Það er skemmst frá því að segja að hin svokallaða "tilraun til að leiðbeina samtökunum" einkennist af kjánalegum útúrsnúninum og tilraunum til að hagræða sannleikanum.

Dæmi:
1. Varmársamtökin óskuðu eftir gögnum sem staðfestu að hverfisvernd hefði verið aflétt - eins og lög segja til um. Í svari segir að slíkar breytingar hafi ekki verið gerðar og þær aldrei staðið til. Í næstu setningu segir síðan þvert á fyrri staðhæfingu að hverfisverndarmörkum hafi verið breytt í október 2006, í tengslum við breytingar á aðalskipulagi. Hvernig má þetta vera?

2. Varmársamtökin báðu um skipulagsgögn vegna malbikunar göngustíga innan hverfisverndarmarka við Varmá. Í svari Mosfellsbæjar segir: " Ekki er berum orðum tekið fram að þeir skuli vera malbikaðir, en í greinargerð segir ...: "Aðalstígar eru 3 m breiðir og henta einnig sem hjólreiðastígar." Þetta orðalag hlýtur að skiljast þannig að um malbikaða stíga sé að ræða ... ."
Er það?

3. Varmársamtökin óskuðu eftir að fá að sjá lögbundna umsögn Umhverfisstofnunar um lagningu malbikaðra göngustíga á hverfisverndarsvæði við bakka Varmár. Mosfellsbær bendir á umsögn UST við deiliskipulag 3. áf. Helgafellshverfis sem svar við fyrirspurninni. Umsögnin fylgir með bréfinu en þar er hvergi minnst á malbikaða göngustíga. Stofnunin sér þó ástæðu til að benda á ákvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar þar sem segir: "Mannvirkjagerð er takmörkuð innan svæðisins en gert er ráð fyrir að um það liggi göngu og reiðstígar. Stígar skulu fyrst og fremst vera malarstígar sem vandlega er komið fyrir í landinu." Sem sagt áhersla lögð á malarstíga og engin umsögn um þær miklu jarðvegsframkvæmdir sem fylgja því að gera undirlag fyrir malbikaða stíga.

Það sorglegasta við þetta allt saman er þó að í millitíðinni er búið að valda óafturkræfum umhverfisspöllum á bökkum Varmár.

*Varmá er á náttúruminjaskrá og njóta bakkar hennar 50 m hverfisverndar. Innan hverfisverndarmarka má skv. aðalskipulagi ekki reisa mannvirki önnur en malarstíga. Bæjarstjórn getur aflétt hverfisvernd að undangenginni umfjöllun í umhverfisnefnd, skipulags- og byggingarnefnd.

*Skáletraður texti er úr bréfum Mosfellsbæjar og umsögn UST.

SP


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband