Varmársamtökin funda um sjálfbćrt samfélag

Álafosskvos hestur

Sjálfbćrt samfélag er yfirskrift umrćđufundar sem Varmársamtökin standa fyrir 17. nóvember kl. 20.15 í listasal Mosfellsbćjar í Kjarna.Stefán Gíslason verkefnisstjóri Stađardagskrár hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er frummćlandi á fundinum, auk Tómasar G. Gíslason umhverfisstjóra í Mosfellsbć og Sigrúnar Guđmundsdóttur, líffrćđings hjá Umhverfisstofnun.

Hugtökin Stađardagskrá og sjálfbćr ţróun vilja gjarnan ţvćlast fyrir fólki í umrćđunni um umhverfismál. Ađ baki ţeim er ţó innihald sem skiptir verulegu máli fyrir samfélagiđ og ţví nauđsynlegt ađ gera ţví viđhlítandi skil.

Á fundinum mun Stefán segja frá Stađardagskrárverkefninu og hlutverki ţess í mótun samfélagsins en Stađardagskrá er ađgerđaáćtlun sem er liđur í sáttmála Sameinuđu ţjóđanna um sjálfbćra ţróun.

Íslendingar eru ađilar ađ sáttmálanum og hefur fjöldi sveitarfélaga á Íslandi undirgengist ađ vinna eftir ađgerđaáćtlun sáttmálans. Mosfellsbćr er eitt ţessara sveitarfélaga og mun Tómas gera grein fyrir stöđu verkefnisins í Mosfellsbć.

Ađ lokum mun Sigrún fjalla um nokkrar leiđir sem íbúar hafa til ađ taka ţátt í ţessu samfélagsbćtandi verkefni en virk ţátttaka íbúa er einmitt lykilatriđi í Stađardagskránni.

Fundarstjóri er Katrín Theódórsdóttir.

Fyrir fundinn halda Varmársamtökin ađalfund á sama stađ og hefst hann kl. 19.30.

Allir velkomnir!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband