Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

Kjósum viđ lýđrćđi eđa einhliđa túlkun Bjarka Bjarnasonar?

Sígrún PálsdóttirÍ Mosfellingi sem borinn verđur í hús í Mosfellsbć í dag er Bjarki Bjarnason einn til frásagnar um ađalfund Varmársamtakanna sem haldinn var fyrir stuttu. Hafđi stjórnin í tíma sent frétt um fundinn til ritstjóra en hún birtist ekki í blađinu.* Tilefni ţessara skrifa er ađ leiđrétta ţá ónákvćmi sem gćtir í málflutningi Bjarka en hún verđur ţess valdandi ađ röng mynd er dregin upp af atburđarásinni á fundinum auk ţess sem rangt er fariđ međ stađreyndir.  
  • Í texta Bjarka segir ađ stjórnin hafi setiđ "ađ stćrstum hluta óbreytt og án endurkjörs í tvö stjórnartímabil". Rétt er ađ tveir stjórnarmeđlimir af fimm hafa komiđ nýir inn síđan á stofnfundi fyrir einu og hálfu ári. Hér er látiđ í veđri vaka ađ mađkur sé í mysunni en mér er spurn: Hvađ er óeđlilegt viđ ađ ekki hafi orđiđ meiri breytingar á stjórninni á ekki lengra tímabili?
  • Í lögum samtakanna er ákveđin mótsögn sem fundurinn taldi nauđsynlegt ađ leiđrétta. Bjarki vildi horfa fram hjá ţví ákvćđi ađ hver stjórnarmađur vćri kosinn til tveggja ára og fór fram á ađ tveir stjórnarmenn vikju sćti skv. útskiptingarreglu sem stangast á viđ tveggja ára regluna. Fundurinn ákváđ hins vegar ađ halda frekar framhaldsađalfund ţar sem borin yrđi upp tillaga um leiđréttingu á lögunum. Fundurinn var vel sóttur og kaus mikill meirihluti fundarmanna ađ framhaldsađalfundur skyldi haldinn í vor. Ţađ var ţví  lýđrćđisleg ákvörđun fundargesta ađ tímasetja nćsta fund í vor eđa um ţađ leyti sem stjórnin verđur búin ađ sitja í tvö ár. Og mér er aftur spurn: Hvađ er lýđrćđislegra en ađ fara eftir niđurstöđu kosningar?
  • Í grein Bjarka segir ađ drjúgur hluti ađalfundarins hafi fariđ í "ađ rćđa túlkun á fyrrnefndri lagagrein en ţessi mál hefđu ađ sjálfsögđu ţurft ađ vera ljós fyrir fundinn". Bjarki fékk ađ eigin ósk send lög Varmársamtakanna sl. vor og átti ţví ţess kost ađ leggja til a.m.k. tveimur vikum fyrir ađalfund ađ lögunum yrđi breytt en ţađ gerđi hann ekki. Aftur gefur hann í skyn ađ mađkur sé hér í mysunni en rétt er ađ hann hefđi átt ađ hugsa út í ţetta sjálfur í stađ ţess ađ vera ákveđinn í ađ túlka bćri lögin eins og honum sjálfum hentađi best.
  • Og Bjarki heldur áfram: "Í fundarbođi hafđi veriđ auglýst eftir áhugasömu fólki í stjórn og höfđu nokkrir einstaklingar tilkynnt um frambođ sitt. Ţeir fengu ekki ađ kynna stefnumál sín á fundinum ... ţví stjórnarkjöriđ var einfaldlega blásiđ af." Hér er aftur látiđ í veđri vaka ađ stjórnin hafi gert sig seka um eitthvađ misjafnt. Rétt er ađ enginn frambjóđandi fór fram á ađ kynna stefnumál sín á fundinum enda ekki skrýtiđ ţar sem fundargestir tóku međ kosningu ţá ákvörđun ađ halda framhaldsađalfund, ţ.e. ađ kjósa ekki. Hefđi hins vegar veriđ kosiđ hefđi fólk ađ sjálfsögđu getađ haldiđ sína stefnurćđu.
  • "Lok fundarins urđu endaslepp, skođunarmenn reikninga voru ekki kjörnir og orđiđ ekki gefiđ laust undir liđnum Önnur mál." Enn og aftur leikur Bjarki ţann ljóta leik ađ gera okkur tortryggileg. Rétt er ađ ţar sem ákveđiđ var ađ halda framhaldsađalfund fór ekki fram nein kosning, önnur en ađ kjósa fólk úr hópi fundargesta til ađ endurskođa lögin. Mest allur tími fundarins fór í umrćđur sem Bjarki tók mikinn ţátt í. Skv. mínum skilningi heyrđu ţćr undir liđinn "Önnur mál".

Tillögur og sanngjörn gagnrýni sem miđar ađ ţví ađ bćta lög og starfsvenjur samtakanna vćru af hinu góđa. Málflutningur Bjarka í Mosfellingi kemur aftur á móti í veg fyrir heilbrigđa umrćđu og er síst til ţess fallinn ađ tryggja farsćlt samstarf - enda kannski aldrei stađiđ til eđa hvađ?

Sigrún Pálsdóttir
stjórnarmađur í Varmársamtökunum

* Ritstjóri Mosfellings hringdi og sagđist ekki hafa fengiđ frétt frá okkur um ađalfundinn. Engin tilkynning barst um ađ ţeir tveir póstar sem viđ sendum blađinu hefđu ekki skilađ sér sem er mjög óvenjulegt en auđvitađ getur allt gerst og efast ég ekki um ađ ţađ sé rétt ađ pósturinn hafi ekki borist. 


Ráđstefna um íbúalýđrćđi í HÍ í dag

Auglýsing íbúalýđrćđi

Áhugafólk um lýđrćđi, íbúalýđrćđi og félagsauđ ekki missa af ţessu. Gerry Stoker hefur sett fram áhugaverđar kenningar um ţátttöku í stjórnun sveitarfélaga – hvetjum alla til ađ mćta!!!!!!!!!!! 

Ráđstefnan er haldin á vegum Háskóla Íslands og stendur frá kl. 15.05-16.45 Odda, stofu 101. Bođiđ er upp á veitingar ađ lokinni dagskrá.

Bođskortiđ er einnig hér: http://www.felags.hi.is/page/stofnun_bod_afmaeli
Ţátttaka tilkynnist  á http://stjornsyslustofnun.hi.is/page/afmaelisradstefna


Viđburđaríkt starfsár ađ baki hjá Varmársamtökunum

Bryndís Schram, Áshildur og Bryndís HallaAđalfundur Varmársamtakanna var haldinn í Varmárskóla á mánudagskvöld. Í upphafi fundar flutti Berglind Björgúlfsdóttir formađur samtakanna skýrslu stjórnar. Fór hún yfir helstu ţćtti í starfinu á árinu sem hefur veriđ viđburđaríkt. Sagđi Berglind ađ eđli málsins samkvćmt hefđi ađaláherslan veriđ á ţau umferđarmannvirki sem eru í farvatninu á Varmársvćđinu. Hefđu samtökin bćđi gert athugasemdir viđ deiliskipulagstillögur og íbúar ţurft ađ senda inn kćrur vegna ámćlisverđra vinnubragđa skipulagsyfirvalda og framkvćmdaađila í Mosfellsbć.

Margt ánćgjulegt gerđist í starfi Varmársamtakanna á árinu. Tónleikar í Verinu 18. febrúar sl. standa ţó upp úr en ţar stigu á stokk hljómsveitirnar Sigur Rós, Amiina, Benni HemmHemm, Pétur Ben, Bógómil Font og Flís. Einnig komu fram ţau Árni Matthíasson, Bryndís Schram, Una Hildardóttir, Steindór í Ásgarđi, Steindór Andersen og Sigurđur dýralćknir. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ allt ţetta frábćra listafólk og skemmtikraftar, ađ ógleymdum kvikmyndargerđarmönnum sem tóku upp tónleikana og eiganda hússins sem krafđist engrar leigu, gaf sína vinnu og rann allur ágóđi af tónleikunum til Varmársamtakanna sem eru afar ţakklát ţessu heiđursfólki fyrir ómetanlegan stuđning.

Önnur skemmtileg uppákoma var undirbúin međ litlum fyrirvara í Álafosskvos 1. júlí en ţar flutti Bryndís Schram ćvintýri Hans C. Andersen: Nýju fötin keisarans međ leikrćnum tilburđum viđ undirleik Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara og Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara en ţćr fluttu einnig nokkur lög fyrir gesti. Trúbadorarnir Elín Ey og Mirra slógu botninn í dagskrána međ afar hugljúfum tónum. Hildur Margrétardóttir myndlistarmađur flutti erindi dagsins en ţađ fjallađi um vandamálin sem uppi eru í samskiptum bćjaryfirvalda viđ íbúa.

Berglind sagđi einnig frá útimarkađi í Álafosskvos sem Sigríđur Ţóra Árdal og Guđrún Ólafsdóttir skipulögđu í tengslum viđ hátíđina Í túninu heima. Mikill fjöldi ungra sjálfbođaliđa lagđi hönd á plóginn á markađsdaginn og var margt um manninn í Kvosinni.

Á árinu stóđu Varmársamtökin ennfremur fyrir ýmiskonar frćđsludagskrá fyrir íbúa um umhverfis- og skipulagsmál og fyrsta tölublađ ÍBÚANS, fréttarits samtakanna um íbúalýđrćđi, náttúru og sögu, leit dagsins ljós.

Gert hafđi veriđ ráđ fyrir breytingum á stjórn samtakanna á ađalfundinum en vegna óvissu um túlkun 4. gr. laganna var ákveđiđ ađ halda framhaldsađalfund međ vorinu. Skipađi fundurinn sérstaka laganefnd úr röđum félagsmanna sem ćtlađ er ađ gera tillögur ađ endurbótum fyrir fundinn í vor.

Viđbót:

Sú mótsögn er í 4. gr. laganna ađ stjórnarmenn eru annars vegar kosnir til tveggja ára í senn og hins vegar er útskiptingarregla sem segir ađ tveir stjórnarmenn skuli kosnir á oddatölu og ţrír á sléttri tölu.. Varmársamtökin voru stofnuđ í maí 2006 og hefur ţví enginn stjórnarmađur setiđ í stjórn í tvö ár.

Ţessi ákvćđi ásamt öđrum ţarf ţví ađ skođa og leggja til lagabreytingar fyrir framhaldsađalfund.


Bréf frá Andalúsíu - um umhverfismál

Bryndís SchramÖll austurströnd Spánar,  allt frá Benidorm,  (Litlu Manhattan, eins og ţađ heitir hér) –  og alla leiđ  til Marbella á Costa del Sol, (eitt versta dćmiđ um byggingamistök)-   er  eitt allsherjar umhverfisslys -   eđa  eins og Spánverjar sjálfir lýsa ţví núorđiđ: Umhverfisglćpur.

Ađalumrćđuefniđ á Spáni um ţessar mundir er einmitt, hvernig eigi ađ bćta fyrir ţau slys í umhverfinu, sem ţegar hafa orđiđ. Hvernig eigi ađ bjarga strandlengjunni frá norđri til suđurs og fara ađ ţeim lögum, sem sett voru áriđ 1988 um náttúruvernd og ađgengi almennings. Ţessi lög virđast hafa gleymst í byggingarćđi undanfarinna ára.  
Fjárfestar og byggingaverktakar hafa  vađiđ yfir landiđ međ gröfur, kranabíla og jarđýtur, byggt og byggt í ţeirri von ađ grćđa meira og meira  á sólţyrstum túrhestum.  Ţeir hafa ekki kunnađ sér hóf og eru búnir ađ byggja langt umfram eftirspurn. Enginn sér fyrir endann á ţeim ósköpum enn.    

Framkvćmd ţessara laga virđist hafa veriđ ađ mestu leyti í höndum sveitarfélaga og hérađsstjórna. Sveitarfélögin  -  hér sem annars stađar (og ţetta ţekkjum viđ heima á Íslandi) - liggja undir stöđugum ţrýstingi og ásćlni fjárfesta og verktaka um ađ gefa ţeim lausan tauminn til  framkvćmda. Skammtímagróđi - einn og sér – hefur ráđiđ för.   Afleiđingarnar blasa nú viđ í ţví,  sem fariđ er ađ kalla eyđileggingu, spillingu , glćpastarfsemi.  Spánverjar ţekkja varla landiđ sitt lengur.

Í El Pais og öđrum alvörufjölmiđlum má lesa dag eftir dag myndskreyttar greinar eftir stjórnmálamenn, skipulagsarkitekta, umhverfissérfrćđinga og ađra, sem láta sig ţessi mál varđa.  Ţeir eru allir á einu máli um, ađ ađgerđa sé ţörf, og ţađ strax.   Almenningur unir ţví ekki lengur ađ vera sviptur ađgengi ađ strönd og hafi, eins og lög kveđa á um, ađ ţeir eigi. Og inn í alla ţessa umrćđu spinnst svo óttinn viđ hćkkun sjávar á nćstu áratugum vegna ofhitunar jarđar. Ţađ er ekki lengur spurning um hvort ţađ verđur, heldur hvenćr, segja ţeir. Og ţá eru margar byggingar í hćttu. 
  
Nú eru jafnađarmenn  aftur viđ völd  hér á Spáni og vilja halda áfram ţađan, sem frá var horfiđ. Ţeir leggja áherslu á ađ  framfylgja lögunum frá 1988. Hreinsa upp strendurnar,  leyfa náttúrunni ađ njóta sín, tryggja ađgengi almennings og byggja hús, sem kallast á viđ stórbrotna náttúruna, en trađka ekki á henni, eins og nú er.  –

Draumurinn um hina eilífu sćlu sólarstranda hefur breyst í martröđ. - Hótel,  lúxusvillur, verslanir og veitingastađir trođa sér  fram á ystu brún og hamla frjálsu ađgengi hins almenna borgara. Sportbátaeigendur eru búnir ađ leggja undir sig heilu strandlengjurnar og  fćla frá fiskimennina, sem einu sinni  lögđu ţarna upp međ afla sinn.  Ţađ er rćtt um ţađ núna í fullri alvöru ađ setja sprengjur undir allt heila klabbiđ. Byrjum upp á nýtt, segja ţeir.

Ţetta verđur auđvitađ heitt mál í komandi kosningum í Mars 2008. Og ţá er bara ađ sjá, hvort kjósendur veita ţessum róttćkum ađgerđum jafnađarmanna brautargengi  - eđa leyfa íhaldinu ađ halda áfram ađ valta yfir landiđ.
Bryndís

 

 


Íbúinn - rit um íbúalýđrćđi og umhverfismál

ÍBÚINN 1. tbl.ÍBÚINN, rit Varmársamtakanna um íbúalýđrćđi, náttúruvernd, skipulag og sögu hefur nú litiđ dagsins ljós og verđur boriđ í hús í Mosfellsbć um helgina.

Í blađinu er fjallađ um sögu Álafoss, hitaveituna, nýtt miđbćjarskipulag í Reykjavík o.fl., o.fl.

Ţeir sem vilja fá blađiđ sent geta snúiđ sér til: varmarsamtokin@gmail.com og gefiđ upp nafn og heimilisfang. Hćgt er ađ skođa ÍBÚANN međ ţví ađ smella á skrána fyrir neđan.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ađalfundur Varmársamtakanna í Varmárskóla 19. nóvember

Ađalfundur Varmársamtakanna verđur haldinn í Varmárskóla í Mosfellsbć 19. nóvember kl. 20.15. Fundarefni er venjuleg ađalfundarstörf.

Varmársamtökin voru stofnuđ á fjölmennum fundi í Ţrúđvangi í Álafosskvos 8. maí 2006. Samtökin hafa ađ markmiđi ađ efla íbúalýđrćđi og stuđla ađ samvinnu íbúa um framtíđarmótun Varmársvćđisins. Áherslur samtakanna eru í takt viđ ţá umhverfisverndarstefnu sem segir frá í ađalskipulagi Mosfellsbćjar 2002-2024:

“Leggja skal áherslu á varđveislu óspilltrar náttúru, friđlýsingu athyglisverđra svćđa og tengsl byggđar viđ náttúrulegt umhverfi. Bćrinn verđi útivistarbćr ţar sem íbúar eru í snertingu viđ náttúruna á auđveldan og fjölbreyttan hátt ... .”

Markmiđ Varmársamtakanna:

  • standa vörđ um Varmársvćđiđ frá upptökum til ósa
  • efla íbúalýđrćđi og stuđla ađ auknum áhrifum íbúa  í  skipulags- og umhverfismálum
  • stuđla ađ uppbyggingu útivistar- og íţróttasvćđa viđ Varmá í sátt viđ náttúrulegt umhverfi
  • lífga upp á bćjarlífiđ í Mosó međ útimörkuđum, skemmtunum og menningarviđburđum.

Í stjórn Varmársamtakanna blása ferskir vindar og leitum viđ ţví ađ fersku fólki í stjórn sem vinna vill af alúđ og áhuga ađ málefnum samtakanna. Tilkynna verđur frambođ a.m.k. sólarhring fyrir ađalfund.

Allir velkomnir!
Stjórnin

Netfang: varmarsamtokin@gmail.com


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband