Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Útimarkaður Varmársamtakanna blásinn af

Útimarkaður10

Nú líður að bæjarhátíð í Mosfellsbæ 28.-29. ágúst. Varmársamtökin hugðust halda uppteknum hætti og standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos en af óviðráðanlegum ástæðum hefur stjórn samtakanna hætt við að taka þátt í hátíðinni.

Búast má við fjölda gesta í Kvosina og ljóst að áhugasamt markaðsfólk mun mæta með sinn varning. Við hvetjum alla áhugasama til að láta ekki deigan síga og setja upp sölutjöld á eigin vegum í Álafosskvos í tengslum við bæjarhátíðina.

Álafosskvos er einstaklega vel til þess fallin að hýsa útimarkaði og enginn staður betur til þess fallinn í Mosfellsbæ. Gangi ykkur vel!

 Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband