Tillögur VS að legu Helgafellsbrautar

Tillaga 1, VarmárdalurTillaga að Helgafellsbraut 1: tengibraut í útjaðri byggðar
a. Helgafellsbraut sameinast að hluta til tengibraut sem áætluð er á skipulagi að Þingvallaafleggjara undir hlíðum Helgafells. Leiðin liggur um hringtorg niður að Vesturlandsvegi í útjaðri núverandi byggðar.
b. Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir þverun Varmár við Álanes ofan Álafosskvosar fyrir neðan Helgafellshverfi og er sú tenging sett inn á myndina lesendum til glöggvunar.
c. Gert er ráð fyrir aðkomu að Álafosskvos um ofangreinda tengibraut og niður Brekkuland. Einnig um veginn austan megin Kvosarinnar sem liggur meðfram iðnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir lítilli brú  á Vesturlandsvegi og rofnar því bein tenging Álafosskvosar við þjóðveginn. Stórt útivistarsvæði myndast við Varmá beggja vegna Vesturlandsvegar sem gerir umferð fótgangandi vegfarenda, barna á hjólum og hestamanna afar þægilega. Svæðið myndar eina heild og dregur úr áhrifum þess að þjóðvegurinn hlutar bæjarfélagið í tvennt.

Þessi hugmynd hefur eins og allar tillögur Varmársamtakanna þann jákvæða kost að hafa ekki áhrif á miðbæjarskipulag í Mosfellsbæ.

Helgafellsbraut, tillaga 2Tillaga að Helgafellsbraut 2: tengibraut í útjaðri byggðar
Þessi tillaga er svipuð þeirri fyrri að öðru leyti en því að hringtorg verður áfram við Vesturlandsveg til að þjóna umferð til og frá Álafosskvos og Landahverfi. Brekkuland verður lokað umferð úr Helgafellshverfi eins og áætlun er uppi um nú.
Vegagerðin áætlar að eyða öllum hringtorgum á þjóðvegi 1 innan nokkurra ára og gera veginn að fjögurra akreina braut. Byggja á brú í 6 m hæð yfir Varmá á Vesturlandsvegi við Brúarland. Mögulega væri hægt að gera aukaakrein inn í Álafoss ef brúin yrði lægri.

Stokkur undir ´ Tillaga að Helgafellsbraut 3: tengibraut um stokk undir Ásland
Helgafellsbraut verði sett í stokk undir Ásland og til að minnka umfang mannvirkisins yrði stokkurinn aðeins látinn anna umferð í og úr austurátt, þ.e. til og frá Reykjavík. Öll umferð í vesturátt færi um fyrirhugaða Þingvallabraut ofan Helgafellsbyggðar. Stokkurinn færi undir Vesturlandsveg og yrði 180 m langur. Þessi hugmynd hefur eins og allar tillögur Varmársamtakanna þann stóra kost að hafa ekki áhrif á miðbæjarskipulag í Mosfellsbæ.

Helgafellshverfi AugaðTillaga Mosfellsbæjar: tengibraut um Álafosskvos
Verði tengibrautin lögð um Álafosskvos verður annað hvort að byggja fyrirferðarmikil mislæg gatnamót á Vesturlandsvegi við Brúarland eða beina umferð úr Helgafellslandi inn í miðbæinn að hringtorgi við Kjarna og meðfram aðal íþrótta- og skólasvæði Mosfellsbæjar. Rífa verður Brúarland að sögn Vegagerðarinnar. Áætlað er að reisa brú í 6 m hæð yfir Varmá og lokast við það tengingin inn í Álafosskvos. Græn tenging milli útivistarsvæða austan og vestan þjóðvegar rofnar með öllu.

Eins og sjá má á þessari úttekt er úr vöndu að ráða í tengslum við fyrirkomulag umferðar úr Helgafellslandi. Það er skoðun Varmársamtakanna að færa sérfræðinga þurfi til að ráða úr þessum vanda. Skoðið þessa kosti vandlega og segið ykkar skoðun. Betri úrlausnir vel þegnar.

Framtíðarsýn í vegamálum:
Varmársamtökin hafa gagnrýnt bæjaryfirvöld fyrir að taka ekki mið af framtíðarsýn í samgöngumálum við hönnun tengibrautar um Álafosskvos.
Þegar litið er á framtíðarspár Vegagerðarinnar um umferðarþunga á Vesturlandsvegi kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Til dæmis að gróflega áætlað munu allt að 50 þús bílar fara um Mosfellsbæ á sólarhring þegar Álanes (18-20 þús íbúar) og Leirvogstunguland verða fullbyggð.
Gangi þetta eftir mun þróunin eflaust verða sú að Vesturlandsvegur fer í stokk um Mosfellsbæ. Umferð innanbæjar þarf því ekki lengur að fara um þjóðveginn og bærinn getur þróast með eðlilegum hætti. Fari Vesturlandsvegur í stokk hefur það gríðarleg áhrif á umferðarmannvirki í bænum. Ættu ekki skipulagsáætlanir að taka mið af því að þetta sé framtíðin? Þarf ekki einfaldlega að ganga út frá þessu í upphafi til að ekki þurfi að leggja út í óheyrilegan kostnað við leiðréttingar á vegakerfinu innan 20 ára?

Viðauki:
Sundabraut mun draga úr umferð í gegnum Mosfellsbæ en þó ekki eins mikið og margur ímyndar sér því öll umferð úr Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarfellslandi, frá Suðurlandi o.s.frv. mun áfram fara í gegnum Mosfellsbæ.

Tvær efstu myndirnar vann Sigurður Valur Sigurðsson, myndskreytir.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband