Ég á ammæli - ég ræð! - segir forsetinn

“Lýðræði bæjarbúa felst fyrst og fremst í því að kjósa bæjarfulltrúa til að taka [...] ákvarðanir”, - segir á Moggabloggi forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær. Tilgangur skrifanna er sem endranær að gera lítið úr áhuga félaga í Varmársamtökunum á umhverfismálum en þeir fjölmenntu á opinn fund um miðbæjarskipulag í vikunni.

Það er ljóst að Varmársamtökin vilja hafa áhrif á mótun samfélagsins og sætta sig ekki við að teknar séu ákvarðanir sem snerta hagsmuni íbúa án þess að þeim sé gefið færi á að tjá sig um þau mál sem eru í farvatninu hverju sinni. Umræddur fulltrúi VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur aldrei treyst sér í málefnalega umræðu um umhverfismál við íbúa heldur kosið að tíunda frekar þau völd sem hann telur sig hafa í krafti síns embættis. Málflutningur forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar minnir reyndar einna helst á rifrildi í barnaafmæli þar sem afmælisbarnið telur sig vera réttborið til að ráðsgast með aðra veislugesti og níðast á þeim í krafti þeirra forréttinda að eiga afmæli. Ég á ammæli - ég ræð! – er sú pólitík sem forsetinn vill berjast fyrir.

Ljóst er að valdboð eru hvorki til þess fallin að skapa gott samfélag, né stuðla að bættum samskiptum bæjaryfirvalda við íbúa. Einhliða flokks- og fulltrúaræði er líka í mótsögn við það sem félagar Karls Tómassonar í VG á landsvísu boða. Nú síðast með því að fá ríkisstjórnina til að samþykkja fullgildingu Árósasamningsins en hann gengur einmitt út á að tryggja almenningi virka þátttöku í ákvörðunum stjórnvalda í umhverfismálum.

Sigrún P


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fundurinn um miðbæjarskipulagið var upplýsandi að mörgu leiti, sérstaklega það hversu auðsjánleg andúð forystumanna VG og sjalfstæðismanna er gegn meðlimum Varmársamtakanna.  Ef þú ert meðlimur í Varmársamtökunum ert þú "ekki þjóðin" eða "æskilegur" íbúi að þeirra mati, það er ef marka má bloggfærslu forseta bæjarstjórnar, en hann segir meðal annars:

"Miðað við þá kynningu alla og auglýsingarherferð fyrir fundinn má segja að aðsókn hafi verið með minna móti. "

"Athygli vekur þó, að nú orðið er ekki haldinn sá fundur um skipulagsmál í Mosfellsbæ öðruvísi en fáeinar manneskjur sem tilheyra Varmársamtökunum, nánast yfirtaki hann með látlausri gagnrýni á allflestar framkvæmdir sem bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar standa að."

"Ég er farinn að óttast að bæjarbúar hafi ekki orðið áhuga á að koma á auglýsta fundi vegna yfirgangs og sjálfumgleði þessa fólks."

Ég er ekki að skilja hvaða hvatir liggja að baki slíkum skrifum og á meðan kvartað er yfir dræmri mætingu er einnig kvartað yfir mætingu "óæskilegra" íbúa. 

Reyndar eru þessir eineltistilburðir forystumanns VG í Mosó gegn Varmársamtökunum orðnir hlægilegir, hann toppar varla héðan af IP tölumálið þegar skæðadrífa svívirðinga streymdi fram í bloggheimum gegn Varmársamtökunum undir ýmsum nöfnum og allar IP tölurnar voru síðan raktar beint í tölvu forseta bæjarstjórnar.  Maður hefur vitað um minna tilefni til að segja af sér.

En hvað með það,  ég bar fram eina spurningu á fundinum varðandi mögulega árekstra í rekstri menningarhúss og kirkju.  Ég bar fram dæmi og spurði hvort að kirkjan myndi t.d setja sig upp á móti því að búddistar eða Vantrú fengju afnot af menningarhúsi ?  Séra Ragnheiður sóknarprestur svaraði þeirri fyrirspurn og sagði það klárt mál að kirkjan segði NEI við slíku.


Ragnheiði fannst þetta góð spurning og svo sannarlega eitt af þeim atriðum sem hafa skal í huga þegar hugmyndir eru uppi að tengja saman kirkju og menningarhús.  Það er einnig spurningin hvort að eðlilegt sé að koma kirkjunni í þá aðstöðu að þurfa yfirleitt að vera að taka slíkar ákvarðanir um hvað er "æskileg" menning og hvað ekki.  Kirkja er hús friðar,  kirkjan er allra, ekki aðeins fyrir "æskilega" íbúa, kirkjan er trúarstofnun og hluti okkar menningar en ekki menningin í öllum sínum fjölbreytileika.

Þessi eina fyrirspurn mín á fundinum er gagnrýnd á bloggi forseta
bæjarstjórnar þannig að:

 " Óli í Hvarfi hafi eins og venjulega verið með haglabyssuna á lofti og
skotið sjálfan sig stanslaust í fótinn."
 

Svo mörg og málefnaleg voru þau orð kæru sveitungar, bara munið að í Mosfellsbæ er aðeins "rétt" skoðun ásættanleg og íbúar eiga ekki að skipta sér af skipulags og stjórnsýslumálum, við eigum aðeins að merkja X við flokkinn á kjördegi og raða okkur síðan í bitlingaröð hinna rétttrúuðu og bíða ölmusunnar.







 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:25

2 identicon

Hér er tengill á umrætt blogg hjá forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ:

http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/802468/#comments

Það vekur athygli að sum kommentin frá vinum forsetans líkjast málflutningi hægri kristinna öfgamanna í BNA, en þar ritar maður að nafni Þórir Kristinsson af mikilli innlifiun t.d.:

"Ég sjálfur komst t.d. alls ekki að með mína fyrirspurn varðandi
Kirkjubygginguna sem varðaði fyrirkomulag um safnaðarheimili af því að Ólafur í Hvarfi var m.a svo umhugað um hvort búddistar eða eitthvað álíka mættu vanhelga heilaga kirkju Guðs. Svona sorp er auðvitað ekki heilvita fólki bjóðandi."

Þessi eina fyrirspurn mín á skipulagsfundinum var fræðilegs eðlis og lögð fram sem dæmi hvort að t.d. félag búddista eða félag Vantrúaðra gætu fengið aðgang að fyrirhuguðu Menningarhúsi en ekki Kirkju, spurningin er hvort að Kirkjan gerði fyrirvara við notkun Menningarhúss ef byggingarnar lægju saman.

Og síðan ritar hann:

"Sperrileggurinn Gunnlaugur B. var að venju eins og sperrtur hani uppfullur af grobbi og sjálfumgleði með ámóta þvælu-fyrirspurn."

Hér er vart málefnagagnrýni á ferðinni, aðeins andúð Þóris á manni sem hann þekkir ekki neitt !


Og síðan:

"Vinnubrögð Samfylkingarinnar í þessu máli er auðvitað forkastanlegt og raunar eitt regin-hneyksli að þau skuli velja opinn borgarafund til að drulla yfir pólítíska andstæðinga."

Bíðum við, burt séð frá ósmekklegu orðalagi þá hvar kemur samfylking inn í málin ??... Varmársamtökin eru íbúasamtök, ekki pólitískur flokkur.

Og að lokum segir Þórir:

"NIÐUR MEÐ VARMÁRSAMTÖKIN."

Ég vona að málflutningur Þóris sé ekki dæmi um það sem koma skal í
íbúalýðræðisumbótum Vinstri Grænna. 

.



 



 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband