Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjölmenni á borgarafundi í Álafosskvos

Húsfyllir var á opnum borgarafundi Varmársamtakanna í Álafosskvos í dag. Á annað hundrað manns mættu á fundinn. Á fundinum héldu Jón Baldvin Hannibalsson og Sigrún Pálsdóttir erindi um þær tillögur sem samtökin hafa komið á framfæri við bæjarstjórn...

Umhverfisspjöll í Mosfellsbæ

Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um fyrirhugaða lagningu tengibrautar frá Vesturlandsvegi um Álafossveg að nýju íbúðarhverfi í Helgafellslandi í Mosfellsbæ. Miklar deilur hafa verið um þann hluta vegarins sem liggja á um Álafosskvos....

Borgarafundur um Helgafellsbraut

Varmársamtökin boða til almenns borgarafundar um Helgafellsbraut í Þrúðvangi í Álafosskvos, laugardaginn 10. febrúar kl. tvö. Fundurinn er öllum opinn. Sigrún Pálsdóttir verður með framsöguerindi um deiliskipulag tengibrautar um Álafosskvos og Jón...

Jarðýtur gegn lýðræði

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram Höfundar svara að bragði grein Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem birtist í Mbl. í gær. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem situr sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar í skjóli Vinstri grænna, er...

Hert öryggisgæsla í safnaðarheimili

Sú var tíðin að regla var í sveitum að hafa kirkjur opnar. Þannig var það réttur hvers og eins að leita skjóls í húsi "Hans" ef sorg bar að garði eða ef fólki lá mikið á hjarta og vildi leita æðri styrks og krafts. Klukkan fimm í dag var boðað til fundar...

Umhverfisstofnun stendur við alvarlegar viðvaranir sínar

Í dag áttu Varmársamtökin áhugaverðan fund með forstjóra og sérfræðingum Umhverfisstofnunar þar sem fram kom að stofnunin stendur við þær alvarlegu athugasemdir sem hún í tvígang gerði við deiliskipulag tengibrautar um Álafosskvos en umsagnirnar voru...

Kynningarfundur um mannvirki sem framkvæmdir eru núþegar hafnar við

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa boðað til kynningarfundar um hönnun tengibrautar sem íbúar stöðvuðu framkvæmdir við fyrir viku. Halda á fundinn í dag kl. 17 í safnaðarheimili Lágafellssóknar. Ekki er um almennan kynningarfund að ræða því aðeins hafa...

Hvern vernda lögin?

Vegna yfirlýsinga bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um að framkvæmdir í Álafosskvos standist lög. Varmársamtökin furða sig á að framkvæmdir við Álafosskvos geti allar talist löglegar.  Varmáin er moldarbrún á litinn enda er  mikið rask vegna framkvæmda í...

Á flæmingi undan lögunum

Haft var eftir bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Ragnheiði Ríkharðsdóttur í fréttum í kvöld að lögmaður bæjarins hefði komist að þeirri niðurstöðu að þar sem umhverfisráðherra hafi úrskurðað að lagning tengibrautar um Álafosskvos "bryti ekki í bága við...

Um hroka og heigulshátt

Það mun vera leitun á byggðu bóli á Íslandi, þar sem mannanna verk eru jafnólundarlega upp á kant við sköpunarverk náttúrunnar og í Mosfellsbæ. Það þarf ekki að príla hátt í hlíðar Helgafells til að skynja búsæld Reykja- og Mosfellsdals. Þar hefur verið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband