Útimarkaður Varmársamtakanna blásinn af

Útimarkaður10

Nú líður að bæjarhátíð í Mosfellsbæ 28.-29. ágúst. Varmársamtökin hugðust halda uppteknum hætti og standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos en af óviðráðanlegum ástæðum hefur stjórn samtakanna hætt við að taka þátt í hátíðinni.

Búast má við fjölda gesta í Kvosina og ljóst að áhugasamt markaðsfólk mun mæta með sinn varning. Við hvetjum alla áhugasama til að láta ekki deigan síga og setja upp sölutjöld á eigin vegum í Álafosskvos í tengslum við bæjarhátíðina.

Álafosskvos er einstaklega vel til þess fallin að hýsa útimarkaði og enginn staður betur til þess fallinn í Mosfellsbæ. Gangi ykkur vel!

 



« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég ætlaði  að njóta góðs af þessu  góða framtaki síðast þegar þetta var haldið, en viti menn kl tvö þegar að ég kom með alla krakkana, var ekkert til og allt tómt!!! á það að vera þannig? þarf maður að mæta kl átta eða níu um morgunin?

Guðmundur Júlíusson, 7.8.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband