7.2.2007 | 22:49
Tengibraut og almenn tengsl í Mosó
Í útvarpsfréttum RÚV kl. 18.00 í gær sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ um stöðvun framkvæmda við tengibraut í Álafosskvos: Bærinn vill vinna málið í sátt við íbúa". Í Blaðinu í morgun spilar hún svo út næsta spili og þá kemur í ljós að Varmársamtökin teljast ekki til þeirra íbúa sem hún vill vinna í sátt við. Þar að auki notar Ragnheiður persónulegan harm, fjölskyldu hér í bænum sem málinu er algjörlega óviðkomandi, til að kasta rýrð á samtökin á svo ónærgætinn hátt að undirritaðri er um og ó.
Ég hef búið í Mosfellsbæ í meira en áratug, tók þátt í að stofna hér Heklurnar-kvennakór, er félagi í hestamannafélaginu Herði, á dætur sem stunda hér skóla, leikskóla, tónlist og íþróttir. Eiginmaður minn rekur hér fyrirtæki og hér á ég marga góða vini og kunningja. Það kom því flatt upp á mig sá dómur bæjarstjórans að við í Varmársamtökunum, sem ég tók þátt í að stofna, værum ekki í tengslum við bæinn og bæjarbúa". Nú þætti mér gaman að vita hver hin réttu tengsl við bæinn og bæjarbúa skyldu vera og óska eftir svari við því. Jafnframt bendi ég á þann möguleika að tengsl bæjarstjórans við bæjarbúa séu ekki eins og þau eiga að vera. Mér datt í hug að bæjarstjórinn sé að vísa til þess að í Varmársamtökunum er fólk sem er nýflutt í bæinn og þá er spurning af hverju er verið að leggja svo mikla áherslu á að byggja ný hverfi hér í Mosfellsbæ? Munu þau ekki bara fyllast af fólki sem ekki er í neinum tengslum við bæinn eða bæjarbúa? Það er náttúrulega hægt að vona að þetta sé ungt fólk sem er á kafi í því að byggja, eigi lítil börn og þurfi að vinna það mikið að það hafi ekki tíma til að standa í því að taka þátt í lýðræðislegum samtökum og hafa áhrif á umhverfi sitt.
Hannes Sigurgeirsson hjá Helgafellsbyggingum sagði líka í kvöldfréttum sjónvarps á RÚV að tengibrautin væri nauðsynleg forsenda hinnar nýju byggðar í Helgafellshverfi að hún væri byggð á áralöngum rannsóknum sérfræðinga og stofnana. Varmársamtökin hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld að fá að skoða þau gögn sem hljóta að hafa hrannast upp við þessar rannsóknir en fá þau svör ein að svona verði þetta að vera.
Kristín Pálsdóttir íbúi í Mosfellsbæ og meðlimur í Varmársamtökunum
Grein af gamla blogginu, umræður má sjá hér: http://blog.central.is/varmarsamtokin?page=comments&id=2665860#co
Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifaði
Ummæli mín í Blaðinu gær tengdust tímasetningu mótamæla Varmársamtakann og notkun íslenska fánans annars vegar og sorgaratburði í Mosfellsbæ hins vegar. Notkun íslenska fánans er bundin og venja er að flagga í hálfa stöng við sorgaratburði og þennan sama dag var lítil stúlka borin til grafar og móðir hennar er starfsmaður Mosfellsbæjar. Annað var ekki átt við og ummælin beindust ekki að einum eða neinum persónulega.
Sjálf hef ég búið hér síðan í júní 1976 og starfað í Mosfellsbænum sem kennari og skólastjóri í yfir tuttugu ár og síðan sem bæjarstjóri í rúm fjögur ár og tel mig bæði þekkja vel til í Mosfellsbæ og vera í ágætum tengslum við bæjarbúa og það sem er að gerast í Mosfellsbæ.
Virðingarfyllst
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2007 kl. 09:16 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.