9.2.2007 | 02:10
Hert öryggisgæsla í safnaðarheimili
Sú var tíðin að regla var í sveitum að hafa kirkjur opnar. Þannig var það réttur hvers og eins að leita skjóls í húsi "Hans" ef sorg bar að garði eða ef fólki lá mikið á hjarta og vildi leita æðri styrks og krafts. Klukkan fimm í dag var boðað til fundar í safnaðarheimilinu út af máli sem hefur vakið upp umræður og tilfinningar meðal Mosfellinga og reyndar meðal fólks víða um land.
Í sjónvarpsfréttum sem settu Álafosskvosina í brennidepil þjóðmálanna kom fram að vinnuvélar hafi verið fjarlægðar vegna þess að ekki hafi verið búið að gefa út framkvæmdaleyfi á tilteknum stað í skógarlundi við gömlu ullarverksmiðjuna að Álafossi. Jafnframt kemur fram í viðtali við bæjarstjóra að ætlunin sé að funda með Varmársamtökunum og íbúum um málið. Endanlega hönnun brautar o.fl.
Einungis sumir íbúar Álafosskvosar fengu bréf um kynningarfundinn. Hinsvegar var ekkert fundarboð sent á Varmársamtökin eða aðila í stjórnkerfi Mosfellsbæjar sem málið varðar. Upphaf fundarins og undirbúningur verður það sem er fréttnæmt en ekki inntak hans. Í "kirkjudyrunum" stóðu byggingafulltrúi og bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Þau voru þar með krossinn í baksýn að velja út þá sem væru velkomnir á fundinn og hverjir væru það ekki. Fréttamanni sjónvarps var vísað á braut með kuldalegum hætti og þeim sem gátu gert nægjanlega góða grein fyrir sér hleypt inn.
Ef bæjarstjórn hefur góðan málstað að verja, afhverju var þá ekki boðað til opins og almenns fundar með bæjarbúum. Efnt til skynsamlegrar umræðu um það hvernig hægt er að sameina uppbyggingu bæjarins og verndun söguminja og útivistarmöguleika. Inntak fundarins var frekar þurrt og langdregið. Kynning landslagsarkitekts og verkfræðings á hljóðmengun og legu fyrirhugaðrar tengibrautar um Álafosskvos. Fréttamennirnir geta því verið þakklátir fyrir hlut byggingafulltrúans og bæjarstjórans að ná að búa til spennufrétt úr engu.
Nú ef fundur á vegum bæjarfélagsins í safnaðarheimili undir kirkjulegum táknum fær ekki að opna á farveg umræðunnar hjá almenningi í bænum, þá verða aðrir að búa til annað tækifæri til þess, á öðrum stað. Varmársamtökin hafa boðað til almenns borgarafundar um málið í Þrúðvangi, Álafosskvos á laugardaginn klukkan tvö. Fundurinn er öllum opinn.
Gunnlaugur B. Ólafsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.