9.2.2007 | 16:21
Jarðýtur gegn lýðræði
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram
Höfundar svara að bragði grein Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem birtist í Mbl. í gær.
Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem situr sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar í skjóli Vinstri grænna, er margt til lista lagt. Þeir sem fylgjast með fréttum, sáu hana í gærkvöldi í beinni útsendingu í gervi útkastara fyrir framan safnaðarheimili Lágafellskirkju. Á þessum fundi ætlaði bæjarstjórinn að reyna að koma vitinu fyrir íbúa Álafosskvosar, sem að undanförnu hafa margir hverjir orðið að leita áfallahjálpar vegna meinbægni bæjarstjórans. En bæjarstjórinn taldi ráðlegra að vinsa sauðina frá höfrunum, verðuga frá óverðugum, og brá sér þess vegna í gervi útkastarans til að stugga burt grunsamlegum persónum og fréttasnápum.
Í Morgunblaðinu í dag (8.feb.) bregður bæjarstjórinn sér í gervi lýðræðispostulans, þar sem einum er kennt en öðrum bent. Þar boðar hún lýðræðisleg vinnubrögð, virðingu fyrir skoðunum annarra og umhyggju fyrir umhverfinu. Bara að bæjarstjórinnn gæti nú tollað í þessu vingjarnlega gervi út sólarhringinn. Það væru þá mikil og góð umskipti miðað við reynslu meðlima Varmársamtakanna hingað til af viðskiptum við bæjarstjórann.
Á undanförnum misserum hafa Varmársamtökin, sem kunnugt er, freistað þess að bjarga Álafosskvosinni, starfseminni þar og umhverfi Varmár, frá stöðugri ágengni bæjarstjórnarmeirihlutans. Að fenginni biturri reynslu af samskiptum við bæjarstjórnarmeirihlutann almennt, og bæjarstjórann sérstaklega, hafa samtökin tekið saman eftirfarandi spurningalista. Svörin leiða í ljós fremur óaðlaðandi mynd af ólýðræðislegum vinnubrögðum og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra. Spurningarnar varða kjarna málsins og eru eftirfarandi:
1. Hefur verið haft samráð á öllum skipulagsstigum ferlisins?
2. Er kynning á framkvæmdum í samræmi við lagaskyldu?
3. Hafa bæjaryfirvöld tekið tillit til breytingatillagna Varmársamtakanna?
4. Hefur verið haft tilskilið samráð við Umhverfisstofnun?
5. Hefur yfirlýst stefna Mosfellsbæjar um aðgengi að náttúru- og útivistarsvæðum verið virt?
6. Hefur tilskilin hverfisvernd samkvæmt aðalskipulagi verið virt?
7. Er þess gætt, að hávaðamengun fari ekki yfir leyfileg mörk?
8. Voru kannaðir aðrir kostir á legu tengibrautar en um Álafosskvos?
9. Var tekið tillit til sérstæðrar atvinnustarfsemi í Álafosskvos við gerð skipulagsins?
10. Hafa áætlanir um umferðartengingar við Vesturlandsveg verið kynntar íbúum?
11. Var orðið við tillögum Varmársamtakanna um rannsókn á áhrifum framkvæmdanna á velferð íbúa og umhverfi?
12. Taka skipulagstillögur um Helgafellsland mið af nálægð byggðarinnar við náttúruna?
13. Hefur tengibraut um Álafoss verið í aðalskipulagi Mosfellsbæjar í aldarfjórðung?
14. Er ástand Varmár í takt við sett markmið í aðalskipulagi?
15. Er þess gætt, að lífríki og vatnabúskapur Varmár spillist ekki við framkvæmdirnar?
Stutta svarið við öllum þessum spurningum er því miður einfalt. Svarið er nei. Lengri svör verða látin bíða um sinn. Þau svör lýsa því miður í löngu máli tómlæti, tillitsleysi, vanrækslu á sjálfsögðum skyldum sveitarstjórnarmanna í meirihluta Mosfellsbæjar og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra. Bæjarstjóra Mosfellsbæjar er vissulega margt til lista lagt, en af einhverjum ástæðum virðist henni láta betur að siga stórvirkum vinnuvélum á friðsama mótmælendur, en að hlusta af virðingu á rökstudd sjónarmið annarra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.