Borgarafundur um Helgafellsbraut

Varmársamtökin boða til almenns borgarafundar um Helgafellsbraut í Þrúðvangi í Álafosskvos, laugardaginn 10. febrúar kl. tvö. Fundurinn er öllum opinn.
Sigrún Pálsdóttir verður með framsöguerindi um deiliskipulag tengibrautar um Álafosskvos og Jón Baldvin Hannibalsson, áður ráðherra ræðir leikreglur lýðræðisins.
Öllum boðið að taka þátt í umræðum.  Hvetjum alla sem láta sig málið varða til að mæta.

Allir velkomnir!!!

Varmársamtökin
- í tengslum við bæinn og bæjarbúa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega góður fundur hjá Varmársamtökunum, þar sem fólki var leyft að tjá sig um málið og koma með ábendingar.

Það var miður að fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn létu ekki sjá sig, en skv. yfirlýsingu frá þeim, voru þeir uppteknir á fundi á sama tíma.

Það er ekki réttara en svo að Haraldur Sverrisson sást við fundarstað í upphafi fundar að ferja fólk á fundinn. 

Baldur Ingi (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband