10.2.2007 | 19:52
Fjölmenni á borgarafundi í Álafosskvos
Húsfyllir var á opnum borgarafundi Varmársamtakanna í Álafosskvos í dag. Á annað hundrað manns mættu á fundinn.
Á fundinum héldu Jón Baldvin Hannibalsson og Sigrún Pálsdóttir erindi um þær tillögur sem samtökin hafa komið á framfæri við bæjarstjórn Mosfellsbæjar í tengslum við skipulagsmál á Varmársvæðinu undanfarin misseri. Ennfremur var fjallað um mikilvægi þess að íbúar komi að ákvarðanatöku í skipulagsmálum á vegum sveitarfélagsins.
Fram kom hörð gagnrýni á aðgerðarleysi Vinstri grænna í umhverfismálum í bænum og var skorað á Ögmund Jónasson að láta yfirstjórn flokksins fara ofaní saumana á þessu máli.
Enginn fulltrúi Sjálfstæðisflokkins og Vinstri grænna í bæjarstjórn mætti á fundinn. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fylktu hins vegar liði og tók Ögmundur sæti í pallborði fyrir hönd hins týnda fulltrúa.
Fjörugar umræður sköpuðust á fundinum og var eftirfarandi ályktun samþykkt með háværu lófataki í lok fundarins:
Opinn borgarafundur Varmársamtakanna, haldinn í Þrúðvangi 10. febrúar 2007, skorar á meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að stöðva þegar í stað allar framkvæmdir innan hverfisverndaðra svæða meðfram Varmá uns fram hefur farið mat á umhverfisáhrifum allra fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu í heild sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Ögmundur mun ekkert gera frekar en Kolbrún Halldórsdóttir sem einnig skoðaði málið í sumar þegar að öllum þingmönnum VG var sent gögn um málið. Hvað þýðir þögn þeirra annað en að þeim er alveg sama.
jóhannes B Eðvarðsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.