Fjölmenni á borgarafundi í Álafosskvos

Húsfyllir var á opnum borgarafundi Varmársamtakanna í Álafosskvos í dag. Á annað hundrað manns mættu á fundinn.

Á fundinum héldu Jón Baldvin Hannibalsson og Sigrún Pálsdóttir erindi um þær tillögur sem samtökin hafa komið á framfæri við bæjarstjórn Mosfellsbæjar í tengslum við skipulagsmál á Varmársvæðinu undanfarin misseri. Ennfremur var fjallað um mikilvægi þess að íbúar komi að ákvarðanatöku í skipulagsmálum á vegum sveitarfélagsins.

Fram kom hörð gagnrýni á aðgerðarleysi Vinstri grænna í umhverfismálum í bænum og var skorað á Ögmund Jónasson að láta yfirstjórn flokksins fara ofaní saumana á þessu máli.

Enginn fulltrúi Sjálfstæðisflokkins og Vinstri grænna í bæjarstjórn mætti á fundinn. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fylktu hins vegar liði og tók Ögmundur sæti í pallborði fyrir hönd hins týnda fulltrúa.

Fjörugar umræður sköpuðust á fundinum og var eftirfarandi ályktun samþykkt með háværu lófataki í lok fundarins:

Opinn borgarafundur Varmársamtakanna, haldinn í Þrúðvangi 10. febrúar 2007, skorar á meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að stöðva þegar í stað allar framkvæmdir innan hverfisverndaðra svæða meðfram Varmá uns fram hefur farið mat á umhverfisáhrifum allra fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu í heild sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur mun ekkert gera frekar en Kolbrún Halldórsdóttir sem einnig skoðaði málið í sumar þegar að öllum þingmönnum VG var sent gögn um málið. Hvað þýðir þögn þeirra  annað en að þeim er alveg sama.

jóhannes B Eðvarðsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband