13.2.2007 | 13:05
Varmársamtökin - international
Arna Mathiesen, sendi okkur bréfaskipti sín um arkitektúr í Mosfellsbæ. Hún veitti okkur góðfúslegt leyfi til að birta það á blogginu okkar.
Æi stelpur eigum við ekki að ganga í Varmársamtökin??
Mér finnst svo ótrúlegt að það eigi nú að fara að eyðileggja æskuslóðir vorar (nú enduruppgötvaðar af hinum ýmsu listamönnum sem vilja gefa eitthvað jákvætt til staðarins) með einhverjum órtúlega hallærislegum og gamaldags hraðbrautum
Það eru til aðrar lausnir! Eða hvað segið þið sem eigið við allt þetta mislægi að búa?
Kv. Arna Arna Mathiesen M.Arch. F.A.Í
April Arkitekter ASSandakerveien 35
0477 Oslo
Halló allar,
Skoðið tillögurnar og metið því þetta er ekki hraðbraut heldur gata eins t.d. Þverholtið, Bogatangi, Skeiðholt.Það er kynningarfundur n.k. þriðjudag í Listasalnum og efni verður sett á heimasíðu: mos.is
Bestu kveðjur til ykkar allra
RR [Ragnheiður Ríkharðs]
Sælar,
Síðan hvenær urðu rokrassgötin Þverholt og Skeiðholt fyrirmynd í nútíma borgarskipulagi? (Þekki ekki Bogatanga, enda varla látið sjá mig í Mosó í 20 ár, eða var hann bara svona lítið eftirminnilegur?)
Ekki að það sem ekki er eftirminnilegt sé endilega saklaust.Og ekki að ég sé á móti því að nota eldri fyrirmyndir, Álafosskvosin er til dæmis gott dæmi um gamla byggð með mikinn þéttleika,og opinber rými sem virka. Var þetta ekki hjarta sveitarinnar hérna áður fyrr, það var nú mikið líf í tuskunum þarna áður fyrr, sagði Ingunn á Álafossi mér hérna um árið. Og hafa menn ekki verið með uppákomur og markaði þarna nýlega? Eru einhverjir aðrir slíkir staðir í Mosó?... Með karakter og skjól? Kannski bílastæðið fyrir framan ráðhúsið?
Kannski það væri heldur ráð að reyna að læra eitthvað af skipulaginu þarna og endurskapa annarsstaðar, ef til vill væri hægt að stækka Álafosssvæðið í sama dúr, heldur en að drita niður svona dreifbýlisborg sem krefst tengibrauta sem leggja undir sig æ meira flæmi með og gera það að fólk hittist ekki nema í súpermarkaðinum þegar það hefur þurft að setjast uppí bíl og keyra langar leiðir.Ég er bara sannfærð um að Mosó skítur sig í fótinn með þessari þróun.Það er mikilvægt að sjá og velta fyrir sér því sem maður hefur og hlúa að því sem einhvers virði er áður en maður rífur það niður og býr til eitthvað endalaust Guðsvolað úthverfi............
Ég hef engra prívat hagsmuna að gæta með að segja þetta.Tala bara útfrá gömlum taugum til gamalla staða í Mosó sem hafa (höfðu) presens og mínu fagi þar sem við erum að reyna að búa til staði þar sem fólk hittist og vill vera, meir en gjarna með háu nýtingarhlutfalli.Óska ykkur annars alls hins besta með það erfiða verkefni að búa til góðan bæ, þar sem er einhvers virði að búa.
Kv. Arna
Ég meinti auðvitað skýtur sig í fótinn en ekki skítur...,
(jæja, skítur reyndar gjörsamlega á sig líka % - )
Bestu kveðjur Arna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Já það ræður ótrúleg skammsýni ríkjum hér í Mosfellsbæ hvað varðar skipulagsmálin - ég vona að ráðamenn fari að snúa við blaðinu og nýti þá atorku og þekkingu sem finna má hjá fjölmörgum íbúum hér í bænum um hvernig viðhalda megi góðu menningar- og bæjarlífi. Það er erfitt að búa hérna um þessar mundir - það eru nokkur hverfi í uppbyggingu (það er alveg nóg að vera með eitt svæði í uppbyggingu í einu) vörubílar út um allt og ónæði að sjálfsögðu - vonandi getum við bráðum farið að tala saman og finna út hvernig Mosó verður skemmtilegur bær en ekki bara enn einn leiðinda- svefnbærinn
Sigrún (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.