13.2.2007 | 13:08
Varðandi grein Haraldar Sverrissonar
"Haraldur Sverrisson, formaður skipulags og bygginganefndar bæjarins, segir byggðina í Álafosskvos vera mun meiri en gert sé ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Gert sé ráð fyrir íbúum í fjórum til sex húsum, en raunin sé þrjátíu. Haraldur segir kvosina vera fallegan stað og þar hafi ýmsir sest að sem hafi sýnt staðnum áhuga og haft góð áhrif á hann. Tilbúið sé skipulag sem gerir ráð fyrir meiri byggð en í núverandi skipulagi."
Mosfellsbær fer ekki eftir eigin deiliskipulagi. Umdeild tengibraut gengur gegn gildandi deiliskipulagi því sem Haraldur Sverrisson vísar til. Það er fullkomlega órökrétt af formanni skipulagsnefndar Mosfellbæjar að vísa til deiliskipulagsins þegar hann reynir að koma höggi á íbúa í Álafosskvosinni, en þegja um skipulagið þegar rætt er um tengibrautina. Tengibrautin hefur með ólögmætum hætti verið færð inn á deiliskipulag Álafosskvosarinnar. Ein af frumforsendum fyrir færslu mannvirkisins inn á deiliskipulagið er einmitt breyting á deiliskipulaginu. Mosfellsbær segir í einu orðinu að búið sé að breyta deiliskipulaginu til að hliðra til fyrir veginum, en í hinu orðinu að gamla deiliskipulagið sé enn í fullu gildi.
Höfuðskylda kjörinna fulltrúa í opinberri stjórnsýslu er leiðbeiningarskyldan. Það er brot á stjórnsýslulögum þegar kjörnir fulltrúar reyna með einbeittum hætti að rugla fólk í rýminu til að fela vondan málstað sinn. Ef Haraldur Sverrisson vill heldur vísa til þess deiliskipulags Álafosskvosarinnar sem takmarkar íbúðasamþykktir, þá er tengibrautin klárlega ólögmæt framkvæmd. Með klámhöggi sínu á íbúa Álafosskvosarinnar hefur hann í raun lýst því yfir að framkvæmdin sé ólögmæt.
Arnþór Jónsson,
fyrrverandi íbúi í Álafosskvos
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.