16.2.2007 | 13:13
"Tæknileg mistök" í Mosfellsbæ!
Ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við þessa frétt sem birtist á mbl.is með yfirlýsingu bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ.
Í fyrsta lagi er fyrirsögnin: "Kröfu vísað frá um stöðvun framkvæmda við tengiveg í Mosfellsbæ" vægast sagt villandi því að úrskurðarnefndin stöðvaði framkvæmdir að því marki sem hennar vald nær til, eins og segir í úrskurði nefndarinnar: ... enda brestur nefndina vald til þess að kveða á um stöðvun framkvæmda vegna meðferðar máls fyrir dómi.
Bæjaryfirvöld þreytast heldur ekki á því að útmála hvað þau hafa kynnt framkvæmdina vel. Það er líka rétt að þau hafa kynnt hönnun brautarinnar ágætlega en þau hafa ekki kynnt umhverfisáhrif hennar, né hvernig hún á að tengjast hringtorginu á Vesturlandsvegi með tilheyrandi svifryksmengun í kvosinni við hliðina á íþrótta- og skólasvæði bæjarins.
Þau hafa heldur ekki kynnt aðra möguleika á lagningu vegarins heldur látið eins og hér sé aðeins um eina leið að ræða. Það virðist reyndar ríkjandi hugsunarháttur hjá blessuðum yfirvöldunum um flest.
Þá er bæjaryfirvöldun mjög umhugað um að láta eins og Varmársamtökin séu þrýstihópur íbúa Álafosskvosarinnar eins og kemur vel fram í fréttinni. Þetta er rangt, meirihluti félaganna býr annarsstaðar.
Bæjaryfirvöld vilja gefa mótmælendum svigrúm til þess að koma á framfæri sínum skoðunum. Varmársamtökin eru samtök íbúa en ekki mótmælenda.
Að lokum klikkja bæjaryfirvöld út með því að láta eins og málið snúist um tæknileg mistök af þeirra hálfu þegar hið rétta er að ástæðan er einfaldlega sú að þau hafa ekki sinnt rannsóknum varðandi umhverfisáhrif framkvæmdanna eða eins og segir í úrskurðinum: Auk þess sem nú var rakið telur úrskurðarnefndin að álitamál sé hvort ekki hefði þurft í hinum kærðu ákvörðunum að gera grein fyrir þeim ráðstöfunum sem um er rætt í málsgögnum að grípa eigi til vegna hugsanlegrar mengunar ofanvatns og til verndunar vistkerfis Varmár.
Kristín I. Pálsdóttir félagi í Varmársamtökunum og íbúi við Varmá (en ekki í Álafosskvos.)
Framkvæmdir stöðvaðar við Helgafellsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.