Hjartað slitið úr Mos - um tónleika Varmársamtakanna

Mælum eindregið með bloggi Árna Matthíassonar, tónlistargagnrýnanda um styrktartónleika Varmársamtakanna í BaseCamp verinu 18. febrúar á : www.arnim.blog.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt að eftirfarandi athugasemdir komi fram um skrif Árna Matt:
 
- Að apa upp einhverjar tölur af heimasíðum stjórnmálaflokka lýsir því best hvað þú veist mikið um þetta málið. Það er smá munur á 12.000 íbúum og 1.200.
- Veistu eitthvað um hvað málið snýst?
- Þetta skítkast í garða einstakra aðila í forsvari bæjarins eru þér til
skammar.
- Að segja það að Karl Tómasson sé einn helsti fjandi menningarlífsins í Kvosinni er á svo lágu plani að það nær ekki nokkurri átt. Maðurinn hefur verið einna lengst í Kvosinni og lagt sitt að mörkum í uppbyggingunni þar. Rak þar og gerði upp kaffhús/bar og hefur tekið sitt eigið hús rækilega í gegn. Það ættu
aðrir íbúar að taka það sér til fyrirmyndar.
- Kvosin hefur verið að niðurrifum kominn í lengri tíma og áin ein sú
skítugasta.
- Fólkið ætti frekar að huga að uppbyggingu og rækta eiginn garð.
- Ertu með hugmyndir um aðra lausn á tengingu inn í hverfið? Það þýðir ekki alltaf að hugsa alltaf bara um sjálfan sig og vilja ekki fá umferð fyrir utan húsið sitt.
- Kannski spurning um að hljóðeinangra stúdíóðið... eins og flest stúdíó.
- Að lokum... að nýta sér þroskahefta einstaklinga og láta þá lesa eitthvað af blaði fyrir málstaðinn er ömulegt
- Annars góðir tónleikar

Halldór (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:25

2 identicon

Tölur um íbúafjölda í Helgafellslandi eru eitthvað á reiki og kannski ekki skrýtið að fólk ruglist á ÍBÚAfjölda og ÍBÚÐAfjölda. Í greinargerð með aðalskipulagi Mosfellsbæjar 1992-2012 segir á bls. 11 að áætlaður þéttleiki byggðar í Helgafellslandi sé 10 íbúðir á hektara, þ.e. 200 íbúðir.

Þegar safngatan um Álafosskvos var sett á aðalskipulag 1983 var íbúafjöldi áætlaður 200 manns. Í dag er gert ráð fyrir um 1200 ÍBÚÐA byggð á þessu svæði sem þýðir að gera má ráð fyrir um 4000 ÍBÚA byggð í Helgafellslandi. Það er 20 faldur fjöldi þeirra íbúa sem áætlaður var í upphafi 1983 og rúmlega helmingur allra íbúa í Mosfellsbæ í dag.

Það væri því ráð að Halldór kynnti sér málin áður en hann hefur næsta skítkast.

Sigrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband