Stuðningsmenn international

Fréttir af baráttu Varmársamtakanna eru farnar að berast út fyrir landsteinana eins og þetta fallega bréf frá Morin Glimmer ber með sér. Hún er fædd í einu stríðshrjáðasta ríki veraldar, Ísrael - samt lætur hún sig málefni íslenskra náttúruunnenda í Mosfellsbæ varða.

Hello everyone at the Álafoss organisation,
I have received your email from lovely Lukka. As I cannot take part in your protest in Iceland, I would like to send you this letter I wrote to Lukka after I heard about the horrible plans to build a road which will go through Álafoss, in the hope it will bring you some moral support:

"I realise my voice is probablly a lost whisper in the roaring storm that is taking place in Iceland right now, but I have to shout out my protest and disbelief.

As I was born in Israel, I come from a country that claims to have been built with a vision of hope, peace and bravery. For all I know that may just be a myth, for everyone knows this land where I live is gushing with death and corruption and it seems that everyone has gone numb by the blasting of all the bombs.

I am not a political person. I don´t understand such things. I don´t understand why the influential people of your country seem to do everything in their power to destroy, ruin and kill what is probablly the purest place on this dying planet.

Iceland, which is the most beautiful and peaceful country I have ever visited, and personally I take refuge and comfort in the existence of such a place amongst all the decay and wars around us, is an inspiration to the rest of the world. With the highly preserved and admirable heritage, pristine cleanliness and undoubtful embrace of tolarence, and of course rich in culture and natural beauty which words can hardly describe.
How can all of this, which should be the proud and joy and the spark in the smile of every Icelander, be so cruely, unjustly and impossibly cut down and ran over?

This is breaking my heart more than even I myself seem to grasp.
If I had the financial ability take the first flight to Iceland tomorrow morning I would do so. I would do everything in my power and more to prevent this disaster from happening. And at the risk of sounding like a hippie - I would tie myself to the trees if needs be. I can't stop thinking of those trees. And the mill. And the unimaginable peace that lies in that magical corner of world.
How can all of this be denied? And for what?

I am truly gutted and I support your protest wholeheartedly. I am sorry I cannot take part and action in person.
I send everyone in Álafoss all of my love and support."
 
Good luck!
Bless,
Morín

Bakvið skýjaból vaknar sól úr dvala
Svalar sér við kalda dropa regnsins
leikur sér við heita loga eldsins
Býr til regnboga

morin_glimmer@yahoo.co.uk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dear Morin (and readers), we both know each other very well and we know our opinions on this matter. I totally respect your - and of you people who read this blog-  opinion and I want to point out that I am enivronmentalist; nonetheless I believe that Icelanders (and not least, Studningsmenn International) are dealing with too many contadictions; and common sense and credibility implies that only when Icelanders will resolve their contradictions they will be able to cope with problems without any hypocrisy.

1-First of all, the mighty "them" who make the decisions in Iceland: how come that the actual center-right government, obviously responsible for all these anti-environmental policies (dams, roads, energy centrals, etc.) continues to hold its power, without any serious rivals (the last exit polls for this springs' elections show the Independent Party receives most of the support (around 40-45%)? Obviously, most of the Icelanders who claim to be pro-environmentalists (the majority seems to be against these projects)believe there are more important issues in their daily life (call it materialism) which only the actual government is able to resolve.

2-The people in Mosfellsbaer (and Reykjavìk), that today gather around to protest against the new road, like most Icelanders drive around...with brand new luxury SUV's (I recall seeing some left-wing politicians driving such as well). Not only is that the ultimate anti-environmental status, but that people usually swear about the narrow Icelandic roads. I'd like to know their opinion as drivers about this matter.

3-I am very sad to get once again the confirmation that people feel like raising their voice only when their own flowers are in danger: where were all you people when many other (and probably much worse) environment crimes were commited? Who shouted against  the bridges across the western Fjords (they are definitely the most depressing sight i've ever experienced), the new wide road across Hellisheidi's lava fields,the in-progress road across Lyngdalsheidi? Were there no shouts and protests maybe because there was no big band behind them (and no business)?

I would like to know your position regarding these 3 matters; and I repeat, not because I am against your cause, but because I believe your voice could be more reliable and therefore stronger if you deal with your contraddictions. Being radical implies first of all radicalism towards ourselves.

Raffaele Sigurdur Manna

PS: I guess we have definitely bigger problems than trees in Iceland today...

Raffaele SIgurdur Manna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:09

2 identicon

Ég get eiginlega ekki orða bundist lengur. Hvernig dettur fólki í huga að segja að Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar, sé mesti fjandmaður menningar í Kvosinni? Þetta lýsir þröngsýni og grunnhyggni og kemur úr furðulegustu áttum. Það er ömurlegt til þess að vita að halda eigi Karl einan ábyrgan fyrir þessu máli. Þetta er farið að virka eins og Karl sé einráður í bænum og sé búinn að vera það undanfarin 20+ ár. Fólk ætti að skammast sín fyrir hvernig það talar um hann og hendir málefnalegri umræðu um þetta mál fyrir róða, þessi málflutningur er orðinn of líkur málflutningi Varmársamtakanna og stjórnarandstöðunnar hér í bæ, um að gera að skella allri skuldinni á einn mann.

Ég hef nú ekki mikið álit á því sem Varmársamtökin hafa fram að færa í umræðunni, þó ég sé sammála þeim í baráttunni. Mér finnst umræða þeirra einkennast af hræsni og allt of mikilli óviðráðanlegri tilfinningasemi með gráti og gnístran tanna. Það getur verið að Karl hafi ekki haldið rétt á spöðunum í þessu máli en á bak við hann er heil bæjarstjórn sem enginn nefnir á nafn, sem í raun var búin að samþykkja brautina áður en VG komust til valda.

Það kemur hvergi fram að brautin sem nú hefur verið samþykkt er allt önnur en sú sem upphaflega var farið af stað með. Þessi hatursáróður í garð Karls er runninn undan rifjum Framsóknar og Samfylkingar í Mos sem geta ekki horfst í augu við það að þeir klúðruðu stjórnarmynduninni í fyrra og sitja því ekki í stjórn, og því standa öll spjót á Karli. Þetta gleypir illa upplýst og grunnhyggið fólk eins og það er matreitt og áttar sig ekki á neinu. Ég hefði viljað sjá hvernig Framsókn og Samfylking hefðu brugðist við í þessu máli, þegar á hólminn væri komið, hefðu þeir í alvöru komið í veg fyrir brautina? Hvað voru þeir þá að gera öll átta árin sem þeir sátu í stjórn og vissu af brautinni? Það eru um 12 ár síðan Kvosin tók að byggjast upp, þannig að það hefur verið vitað jafnlengi að þessi hús yrðu ekki rifin, og hvað gerði þáverandi stjórn með tengibrautina í huga? Ekkert og traðkar svo í dag á manni sem er í raun staddur á milli steins og sleggju. Hús hans á nánast eftir að standa eins og strætóskýli við umræddan veg, og þessvegna lýsti  hann sig vanhæfan þegar málið var tekið fyrir á fundum bæjarstjórnar og annar sat í hans stað. Samt er ráðist svona ómaklega á hann.

Ég held að t.d. orð manns eins og Árna Matthíassonar um að Karl sé orðinn mesta fjandmenni Kvosarinnar séu afar vanhugsuð, hann hefur alltaf unnað Kvosinni, hefur gert þar upp þrjú hús, búið þar og rekið veitingahús, og síðast þegar ég vissi var hann ekki á leiðinni í burtu, þannig að það er ekki hægt að segja að hann sé fjandsamlegur gegn Kvosinni. Hann ásamt konu sinni og bróður opnuðu skemmtistaðinn Álafoss föt bezt á þeim tíma sem ekki var mikið varið í Kvosina. Hann átti sem sé mikinn þátt í því að gera Kvosina að þesim aðlaðandi og yndislega stað sem hún er í dag og er svo eftirsótt út af. Á Fötunum eða Lopanum eins og hann var oft kallaður fór fram mörg skemmtunin og þá einkanlega böll þar sem hljómsveitin Gildrumezz lék fyrir dansi og furðulegt nokk - hver var trommuleikari og aðalspútnikið í þeirri hljómsveit að öðrum ólöstuðum nema títtnefndur fjandmaður Kvosarinnar?

Annað er að það er alltaf verið að hampa Sigurrós og segja að hún megi ekki fara úr Kvosinni. Með fullri virðingu fyrir Sigurrós þá sé ég bara ekki að það komi málinu við hvort hún sé í Kvosinni eða ekki, deilan snýst ekki um veru hennar, heldur um hvort lífvænlegt verður í Kvosinni í framtíðinni. Persónulega er mér alveg sama hvort Sigurrós er í Kvosinni eða ekki en mér er ekki sama hvort það er gott fyrir alla að búa í Kvosinni eða ekki. En þetta er týpískt fyrir hálfklikkaðan málflutning Varmársamtakana, að setja það á oddinn að Sigurrós megi ekki fara. Varmársamtök! Hvort eruð þið snobbhyski sem vill ekki missa Sigurrós eða umhverfissinnar sem viljið vernda Varmá? Þið verðið að fara að ákveða ykkur!

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert persónulega á móti Sigurrós, hvorki hvað varðar tónlistina né meðlimi hennar, góð tónlist og yndælir strákar. 

Með von um málefnalegri umræðu í framtíðinni og að þeir sem almennt tjá sig um þetta mál fari að kippa hausnum upp úr sandinum og horfa á hlutina í réttu ljósi.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir
blog.central.is/kolan

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband