3.4.2007 | 12:53
Þingað um manneskjulegra bæjarumhverfi
Það mun innan tíðar heyra sögunni til að almenningur á Íslandi fái ekki að hafa áhrif á mótun nærumhverfis síns, - sagði norski arkitektinn Audun Engh á fundi með Varmársamtökunum í Álafosskvos í gær. Í Evrópu og sér í lagi Skandínavíu þykir orðið sjálfsagður hlutur að fólk komi að skipulagsvinnu strax á byrjunarstigi. Enda gefur auga leið að mikilvæga hlekki vantar í það skipulag sem eingöngu er hannað út frá sjónarmiði byggingarverktakans sem oftast á mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar fjárhagslegur ávinnur fárra fær að ráða úrslitum um hönnun á nánasta umhverfi fólks. Útkoman verður án efa lélegt skipulag. Það er eðlilegt að fólk fái að hafa áhrif á í hvernig umhverfi það býr. Þann rétt má ekki taka af fólki. Það segir sig líka sjálft að það er ánægjulegra að búa í bæjarfélagi þar sem þú færð að taka þátt heldur en þar sem þínum hugmyndum er ýtt til hliðar sem óþægilegri afskiptasemi.
Já, af hverju ættum við að leggja örlög okkar í hendur fólks sem sýnir ekki minnsta áhuga á velferð okkar og skoðunum?
Audun Engh sem situr í stjórn samtakanna "The Council for European Urbanism" (www.ceunet.org) kom til Íslands í síðustu viku til að taka þátt í borgaraþingi á vegum íbúasamtaka á höfuðborgarsvæðinu sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt meginviðfangsefni samtakanna er að stuðla að manneskjulegri þéttbýlismyndun á Vesturlöndum og til þess að svo megi verða hafa samtökin einbeitt sér að því að ýta undir aðkomu almennings að skipulagsvinnunni, þ.e. að skapa tengsl milli fagaðila og íbúa sem vilja taka þátt í að móta umhverfi sitt.
Á þinginu flutti Bryndís Schram afar fróðlegt erindi um þá þætti sem gera bæjarumhverfi manneskjulegt. Í erindinu sem bar yfirskriftina "Manneskjan og maskínan" kom Bryndís ennfremur inn á þau vandamál sem nú eru uppi í skipulagsmálum í Mosfellsbæ þar sem bæjaryfirvöld í slagtogi við verktakafyrirtæki hafa í skjóli vafasamrar túlkunar á lögum haldið íbúum frá hvers konar áhrifum á þá miklu uppbyggingu sem nú á sér stað í bæjarfélaginu.
Fleiri athyglisverð erindi voru flutt á þinginu, - og verða þeim vonandi gerð betri skil hér á blogginu síðar. Bæjarfulltrúar, þingmenn og ráðherrar sátu í pallborði og er ljóst að samtalið sem hófst með þessu þingi milli stjórnmálamanna og íbúasamtaka á eftir að leiða okkur inn í bjartari framtíð í skipulagsmálum.
KALL TÍMANS: Íbúalýðræði - þátttökustjórnun - Ásta Þorleifsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Útvarpsþáttur Jóhanns Haukssonar, Morgunhaninn á Útvarpi Sögu.
sp
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Þetta var flott erindi hjá Bryndísi, flutt af fagmennsku og hlutleysi. Það hefði vissulega mátt verða aðeins öflugri umræða í lokin og var vilji fyrir því í salnum en léleg fundarstjórn kom í veg fyrir það því miður. Umræðurnar fengu nákvæmlega 18 mínutúr eftir að þeir sem sátu í pallborði höfðu haldið sína inngangstölu. Fólki var sagt að halda áfram umræðunni eftir ár...! Ha? Ég vona að fólk láti alls ekki bjóða sér það!
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:52
Mér er kunnugt um þessi Evrópsku samtök og hef heyrt að hugmyndafræðin hjá þeim þyki nokkuð afturhaldssöm. Karl Bretaprins er víst á mála hjá þeim. Í Bretlandi er verið að byggja heilt þorp eftir hans hugmyndum, og minnir mig að nafnið á því sé Pounderbury. Mér þykir hugmyndafræðin mjög áhugaverð, en eftir mínum skilningi snýst hún meðal annars um það að ekki séu teknar afdrifaríkar ákvarðanir um nánasta umhverfi fólks í einhvurjum bakherbergjum og án þess að íbúar eigi möguleika á því að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Vissulega þurfa íbúar að vera með í skipulagsferlinu, það er jú þeirra líf sem verið að taka ákvarðanir um. Mér sýnist að Varmársamtökin séu berjast fyrir svipuðu uppleggi hjá ukkur í Mosó. Kannski að Kalli Prins fáist til þess að gerast verndari samtakanna.
Kveðja, Valdi Breiðfjörð
Valdi Breiðfjörð (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:17
Það getur stundum verið ansi erfitt að mynda sér skoðun á því hvort sé betra að ástunda afturhaldssami eða nútímalega hugsun í arkitektúr. Ég bjó í 6 ár í Brussel sem er að hluta til einhver fallegasta borg í Evrópu. Miðbærinn sem er á köflum í miðaldastíl. Í kringum hann og víðar í borginni eru síðan byggingar í Jugendstil frá því um og eftir aldamótin 1900 sem eiga sér fáa líka í Evrópu. Þegar hins vegar er farið inn í hverfið þar sem byggingar Evrópusambandsins er að finna fær maður á tilfinninguna að maður sé staddur í hryllingsóperu. Þar er nútímaarkitektúr í algleymingi. Húsin sem þar voru fyrir frá gamalli tíð voru öll rifin til að skapa pláss fyrir burókrata Evrópusambandsins og í stað þess gamla reistar byggingar sem eru úr öllu samhengi við þá byggingarlist sem þarna er fyrir. Það sem helst einkennir þetta nýja hverfi er óheyrileg mengun og umferðarhávaði. Þarna vill auk þess enginn vera ótilneyddur. Brusselbúar hafa fórnað gömlu borginni sinni til að skapa burókrötunum pláss. Því miður ekki til heilla fyrir mannlífið.
Sigrúnp (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.