Bloggað um íbúalýðræði

Gröfur við ÁlafosskvosBloggið er skemmtilegt fyrirbæri og frábært tæki til að auka skoðanaskipti milli íbúa og stjórnmálamanna. Það gefur íbúum tækifæri til að koma skoðunum sínum beint til valdhafa og valdhöfum tækifæri til að vera með fingur á púlsi umræðunnar. Nú hefur Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar tekið þetta skemmtilega samskiptaform í þjónustu sína á slóðinni http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/172032/#comments . Hann splæsti grein á okkur í Varmársamtökunum, Gunnlaug B. Ólafsson aðallega. Spunnist hafa fjörlegar umræður um tengibrautina, íbúalýðræði og fleira í kjölfarið. Gunnlaugur og Kristín I. Pálsdóttir  hafa blandað sér í umræðuna og varið sjónarmið Varmársamtakanna. Hér er t.d. svar Kristínar við fyrirspurn á bloggi Karls um það hvort það sé krafa Varmársamtakanna   “vera með í þeim ákvörðunum sem teknar eru hér í bæ til jafns við kosna fulltrúa":

"Mig langar aðeins að svara Erni varðandi ákvarðanatöku í sveitarfélögum. Þannig er að á Ríóráðstefnunni um umhverfismál, sem haldin var 1992, var samþykkt svokölluð Agenda 21 eða nokkurskonar stefnuskrá 21. aldarinnar í umhverfismálum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þar er lögð rík áhersla á aðkomu borgaranna í ákvarðanatöku í málefnum eins og umhverfis- og skipulagsmálum og hér á landi er unnið að því að samtvinningu Agenda 21 í störf sveitarfélaga í gegnum svokallaða Staðardagskrá 21. Sveitarstjórnar- og skipulagslög hafa breyst mjög með tilkomu Staðardagskrár. Vinstri flokkarnir hafa reyndar lagt meiri áherslu á þessa vinnu og fyrrverandi bæjarstjórn Mosfellsbæjar var með starfsmann til að fylgja henni eftir. Íbúalýðræði er lykilatriði í Staðardagskrá. VG voru að gefa út sína Grænu framtíð sem er þeirra stefnuskrá og þar er lögð rík áhersla á samstarf sveitarfélaga og almennings, ekki síst við samtök eins og Varmársamtökin. Það að íbúar komi að lýðræðinu með kosningum á fjögurra ára fresti er úrelt, þó að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eigi greinilega eftir að sætta sig við þá staðreynd. Kjörnir fulltrúar hafa að sjálfsögðu úrslitavald og Varmársamtökin hafa ekki reynt að sölsa neitt vald til sín en samtökin hafa með sínum afskiptum orðið til þess t.d. að farið er að lögum um umhverfismat áætlana varðandi tengibraut."

 

Kristín I. Pálsdóttir

VIÐBÆTUR:

Samfylkingin hefur ennfremur markað sér stefnu í umhverfis- og skipulagsmálum undir yfirskriftinni Fagra Ísland. Þennan kafla um íbúalýðræði er að finna á vef Samfylkingarinnar: www.xs.is/Forsida/Stefnan/FagraIsland/

4. Auka áhrif almennings og réttarstöðu í umfjöllun um umhverfismál

Árósasamningurinn frá 1998 um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum hefur ekki verið staðfestur af Íslands hálfu, þótt hlutar hans séu komnir í íslensk lög vegna EES-aðildarinnar.

Með Árósasamningnum tengist umhverfisréttur mannréttindum og lýðræðissjónarmiðum. Viðurkennt er að fullnægjandi umhverfisvernd er undirstaða þess að menn geti notið grundvallarmannréttinda, að allir eigi rétt á heilbrigðu umhverfi og öllum sé skylt að vernda umhverfið. Samningurinn mundi m.a. tryggja aðild almennings/umhverfissamtaka að öllum málum sem varða umhverfisvernd (þannig að hagsmunir almennings verði jafngildir og lögvarðir hagsmunir nú), auka möguleika til gjafsóknar á þessu sviði og styrkja stöðu umhverfissamtaka, bæði að lögum og almennum áhrifum. Slík samtök hefðu meiri möguleika á fjárstuðningi þar sem viðurkennt væri að þau eru nauðsynlegur þátttakandi í ákvörðunarferli og eftirliti fyrir hönd almennings.

Samfylkingin telur ástæðu til að styrkja þátttöku almennings og félagasamtaka í umhverfismálum og stjórnvaldsákvörðunum um þau. Meginatriði er að gera félagsamtökum kleift að taka þátt í ýmiss konar sérfræðistarfi sem krefst tíma og fjár langt umfram það sem hægt er að ætlast til af almannasamtökum.

Samfylkingin telur að umhverfismál séu málaflokkur þar sem aðferðir beins lýðræðis henta ákaflega vel í ýmiss konar samspili við fulltrúalýðræðið. Því er sjálfsagt að kanna rækilega kosti atkvæðagreiðslna og skoðanakannana í þeim efnum.

Minnum einnig á greinargerð með aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 þar sem enginn vafi leikur á því veigamikla hlutverki sem íbúum er ætlað að gegna í tengslum við uppbyggingu í bæjarfélaginu:

Í Mosfellsbæ er sjálfbær þróun og hugmyndafræði Staðardagskrár 21 höfð að leiðarljósi í rekstri, þróun og uppbyggingu bæjarfélagsins og sterk umhverfisvitund mun móta stjórnsýslu bæjarins. Stuðlað verður að þátttöku bæjarbúa með fræðslu, hvatningu og ráðgjöf. Markmiðið er að lífsgæði aukist með bættu umhverfi og að bæjarbúar taki virkan þátt í þróun bæjarins og verndun umhverfis innan hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Samfylkingin kemur að Varmársamtökunum hvermig?

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Varmársamtökin

Umhverfisstefna stjórnmálaflokkanna er áhugaverð fyrir umhverfisáhugafólk en Græn Framtíð VG er bara á .pdf formi þannig að ekki var hægt að afrita þesxta úr því skjali en krækja sett í staðinn.

Varmársamtökin, 16.4.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Varmársamtökin

Umhverfisstefna stjórnmálaflokkanna er áhugaverð fyrir umhverfisáhugafólk en Græn Framtíð VG er bara á .pdf formi því er ekki var hægt að afrita texta úr því skjali en krækja sett í staðinn.

Varmársamtökin, 16.4.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband