Hið bláa, hið græna og hið bláa

Félag íslenskra landslagsarkitekta býður til fyrirlestrar nk. þriðjudagkvöld þann 17. apríl. Fyrirlesarinn kemur frá Noregi og heitir Rainer Stange, landslagsarkitekt og prófessor við Arkitektaháskólann í Osló.
Erindi hans ber titilinn: "Hið bláa, hið græna og hið bláa", hann mun fjalla um eigin verk og annarra norskra samtíðarlandslagsarkitekta.
Fyrirlesturinn verður í húsi Verkfræðinga að Engjateigi 9 og hefst kl 20.00, á eftir verður umræða og boðið upp á veitingar. Fyrirlesturinn er öllum opinn og fluttur á ensku.

Sjá verk Rainers: www.snohetta.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband