6.10.2007 | 22:37
Ef hjartað bilar er voðinn vís
Torfusamtökin stóðu í dag fyrir afar uppfræðandi fundi í Iðnó um borgarskipulag undir yfirskriftinni 101 TÆKIFÆRI.
Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður, reið á vaðið og talaði fyrir hönd íbúa. Sagði hún m.a. nauðsynlegt að endurskoða húsafriðunarlög til að tryggja að hverfin í miðbænum fengju að halda ásýnd sinni. Niðurrifið í miðbænum minnti á þá tíma þegar fólk í sveitum kom í bæinn til að láta rífa úr sér allar tennurnar og fá sér falskar til að spara sér bæjarferðir vegna tannviðgerða í framtíðinni. Sagði Eva frá grein sem hún las eftir ítalskan blaðamann sem kom til Íslands. Í greininni lýsir hann því hvernig hann upplifir Reykjavík. Gisti hann á hóteli í Borgartúni sem sagt var í bæklingi að væri í miðbænum. Lýsir hann vonbrigðum sínum við komuna og hvernig hann síðan uppgötvar á óvæntan hátt hjarta borgarinnar í miðbænum. Skilaboð ítalska rithöfundarins Nicola Lecca til Íslendinga voru þessi: "Þið takið sálina úr þessum bæ ef þið rífið gömlu húsin".
Meðal ræðumanna var einnig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hélt erindi um efnahagsleg áhrif fegurðar.
Upphaflegt markmið Sigmundar hafði verið að kanna út frá hagfræðilegu sjónarmiði hvað gerði það að verkum að sumum borgum vegnar efnahagslega betur en öðrum. Niðurstaðan var einföld en skýr; það sem öðru fremur laðar að fólk og fjárfesta er fallegt umhverfi. Á fyrirlestrinum sýndi Sigmundur á afar áhrifaríkan hátt fram á að eftir því sem meiri áhersla er lögð á að varðveita hina menningarsögulegu miðju, þeim mun betur vegnar borgunum.
Máli sínu til stuðnings sýndi hann myndir af miðborgum í Mið- og Austur-Evrópu sem orðið höfðu misjafnlega illa úti í heimsstyrjöldum 20. aldar. Á tímum kommúnismans var t.d. meira lagt upp úr nýtingarhlutfalli en fagurfræði bygginga og hafði það sem eftir stóð af gömlum, sögulegum miðbæjum oft og tíðum verið jafnað við jörðu og í staðinn reistir steinkumbaldar sem ekki tónuðu á nokkurn hátt við fagurfræðina sem áður réði ríkjum, né nánasta umhverfi. Sem dæmi um illa varðveittar miðborgir þar sem íbúum fækkar þrátt fyrir að atvinnuveitendur hækki launin til að halda fólkinu nefndi Sigmundur m.a. heimabæ heimspekingsins Immanuels Kants, Königsberg, (Kalingrad) í Póllandi og Chemnitz (Karl-Marx Stadt) í fyrrum Austur-Þýskalandi. Sem dæmi um vel varðveittar borgir í efnahagslegri uppsveiflu nefndi hann Prag í Tékklandi og Krakau í Póllandi. Sýndi Sigmundur okkur kort af Prag sem bútað var niður í hverfi eftir fasteignaverði. Í ljós kom að fasteignaverð í grennd við menningarsögulega miðju og áhugaverða staði var a.m.k. tvöfalt hærra en annars staðar í borginni.
Eftir fall Berlínarmúrsins hefur átt sér stað gríðarleg endurskoðun og uppbygging í Mið-Evrópu. Í þeim tilgangi að stemma stigu við fólksflótta og laða að fjármagn hafa skipulagsyfirvöld víða gripið til þess ráðs að rífa þá miðbæjarkjarna sem byggðir voru á tímum Kalda stríðsins og endurreisa þá gömlu.
Sagði Sigmundur að sterk, menningarsöguleg miðja hefði ekki einungis þýðingu fyrir íbúa og atvinnustarfsemi í miðbæjum heldur einnig í úthverfum. Það skiptir því höfuðmáli að borgaryfirvöld hlúi að miðjunni.
- Sem sagt: ef hjartað bilar er voðinn vís.
Kynning Margrétar Harðardóttir, arkitekts Studio Granda, á nýju miðbæjarskipulagi við Lækjartorg var mjög skemmtileg. Skipulagið gerir ráð fyrir að hönnun taki mið af því sem fyrir er. Ljóst er að arkitektarnir hafa hugsað skipulagið út frá heildarmyndinni, þ.e. þeirri atvinnustarfsemi sem almennt þrífst í miðborgum nútímans og því iðandi mannlífi sem skemmtilegar miðborgir hafa upp á að bjóða. Sagði Margrét fólk koma í miðbæinn til að sýna sig og sjá aðra. Ennfremur að deiliskipulag væri ekki gott verkfæri til að skapa gott skipulag þar sem erfitt væri að verja andrúmsloft, tilfinningar, sögu og menningu á grundvelli þess.
Nýtt skipulag miðbæjarins leggur sérstaka áherslu á að vekja miðbæinn til lífs að nýju og er virkilegt tilhlökkunarefni að sjá þessa tillögu verða að veruleika.
Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt og forstöðumaður byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur, benti á nauðsyn þess að spor sögunnar fengju að sjást í bæjarmyndinni og kallaði hún eftir hugmyndafræði sem nýst gæti við borgarskipulagsgerð.
Snorri Freyr Sigurðsson, leikmyndahönnuður og formaður Torfusamtakanna, setti fundinn og gerði að umræðuefni þann vanda sem borgarstjórn stendur frammi fyrir vegna fyrri skuldbindinga við lóðaeigendur. Sagði hann að leysa þyrfti hendur borgarstjórnar með því að skapa henni betri verkfæri til að hafa áhrif á þróun miðbæjarins. Fólk úr öllum flokkum hefði áhuga á þróun skipulagsmála en rödd íbúa væru í lagalegu tilliti allt of veik á Íslandi.
Torfusamtökin eiga sérstakan heiður skilinn fyrir að standa að þessum fundi. Hann var í senn skemmtilegur og framúrskarandi uppfræðandi.
SP
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.11.2007 kl. 19:53 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt að hafa virka stefnu í verndun götumyndar sem gætir þess að vellíðan og frumkvæði séu frumupplifun þess um götuna gengur má ekki gleyma hverfunum - þar sem flestir búa. Fólk verður að hafa vakandi auga fyrir því að að meðan það einbeitir sér að verndun húsa í miðbænum er verið þétta alla opna bletti með blokkum eða vegum í úthverfum og koma þannig í veg fyrir að þar skapist nærandi umhverfi fyrir íbúanna. Dæmi um slíkt eru víða hvort sem er við Varmá eða Grafarvogi. Látum það ekki henda að allri athyglinni sé beint að miðborginni meðan nærumhverfi flestra er lagt á altari bíla og blokka (í merkingunni flestar íbúðir á fermetra til að skila mestum gróða)
Ásta (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.