10.10.2007 | 22:50
Hvaðan kemur auður Orkuveitunnar?
Nú þegar deilur standa sem hæst um Orkuveitu Reykjavíkur og aðgang að auðlindum Íslands hvarflar hugurinn óhjákvæmilega til Mosfellsbæjar en þar hvílir í iðrum jarðar eitt stærsta lághitasvæði landsins. Uppspretta 60% af heitu vatni sem Reykvíkingar nota er í Mosfellsbæ. Hitaveita Reykjavíkur keypti verðmætustu vatnsréttindi landeigenda um 1935 á verði sem borgarstjórn Reykjavíkur óx á sínum tíma í augum, þ.e. 150 þúsund kr. Fáir áttuðu sig þá á því verðmæti sem fólst í jarðhitanum. Í dag rennur auðlindin án viðkomu í bæjarsjóði Mosfellsbæjar um hitaveitulagnir Reykjavíkur. Hitaveitan á sennilega stærstan þátt í velmegun höfuðborgarbúa og því sanngirnismál að leiðrétta hlut Mosfellsbæjar. Þetta óafturkræfa afsal á endurnýjanlegum auðlindum og sú staða sem Mosfellsbær er í núna, þ.e. að vera ekki einu sinni meðeigandi í Orkuveitu Reykjavíkur, ætti að vera þörf áminning þeim sem gæta eiga auðlindarinnar í umboði almennings. Það er kaldhæðnislegt að það sveitarfélag sem drýgstan skerf leggur til hitaveitu á Reykjavíkursvæðinu njóti þess í engu umfram önnur sveitarfélög. Þvert á móti situr það uppi með ókostina sem eru hitaveitaskúrar Orkuveitunnar með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa, náttúrugersemar s.s. gróðursæll heitur jarðvegur og hverir eru horfnir af yfirborði jarðar, Varmáin sem hægt var að baða sig í er orðin jafn köld og rigningin og til að kóróna kaldhæðnina er skipulagsmálum stjórnað af bæjaryfirvöldum sem gleymt hafa jarðsögunni, atvinnusögunni og menningarsögunni sem öll á sér þó uppsprettu í heita vatninu.
Dómur sögunnar virðist blasa við. Í sumar sóttu Varmársamtökin um styrk til Orkuveitu Reykjavíkur til að hefja jarðhitasögu sveitarfélagsins til vegs og virðingar með sýnilegum hætti á yfirborði jarðar. Umsókninni var hafnað. En burtséð frá því.
Sala á heitavatnsréttindum í Mosfellsbæ ætti að geta orðið öðrum sveitarfélögum á suðvesturhorninu sem víti til varnaðar í þeirri stefnumörkun sem nú á sér stað.
Viðbót:
Íslenskir vatnavistfræðingar kvarta stundum yfir því að alltof litlu fé sé eytt í rannsóknir á lífríki hverasvæða á Íslandi. Uppúr 1930 rannsakaði þýskur vatnalíffræðingur, G.H. Schwabe, nokkur hverasvæði, m.a. í Mosfellsbæ. Kannaði hann lífríkið, mældi hitastig og vatnsmagn hvera. Helgi Torfason hjá Orkustofnun tók saman rit sem nefndist: Jarðhiti á yfirborði í Reykjavík og nágrenni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og eru niðurstöður rannsókna Schwabes í Mosfellssveit og uppdrættir af hveraþyrpingum m.a. þar að finna. Sigurður Ólafsson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur gerði 1932 mælingu á heitu vatni í Mosfellssveit og vann skýrslu sem nefnist: Mæling á heitu vatni á jörðunum Reykjir og Reykjahvoll í Mosfellssveit.
Saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi var gefin út af Safni til Iðnsögu Íslands, XII. bindi. Ber hún nafnið: Auður úr iðrum jarðar og er eftir Svein Þórðarson.
G. Schwabe gerði þennan uppdrátt af hverasvæðinu upp með Varmá.
Saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi var gefin út af Safni til Iðnsögu Íslands, XII. bindi. Ber hún nafnið: Auður úr iðrum jarðar og er eftir Svein Þórðarson.
G. Schwabe gerði þennan uppdrátt af hverasvæðinu upp með Varmá.
Sigrún Pálsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2007 kl. 13:55 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Fín grein hjá þér Sigrún og fallegur dagur ... Allir í góðu flæði og mikið af kærleika, hlýju, kossum og knúsi ....
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.10.2007 kl. 13:43
Flott grein og verulega þörf áminning!
Valgerður Halldórsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.