Útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos 30. ágúst

Markadur 
NÚ er um að gera að setja sig í blússandi sölu- og markaðsstellingar fyrir ÚTIMARKAÐ VARMÁRSAMTAKANNA Í ÁLAFOSSKVOS sem haldinn verður í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA 30. ágúst nk., kl. 12-16. Á markaðnum verður hægt að koma nánast hverju sem er í verð, samhliða því að leyfa öðrum að njóta þess sem þú sjálf/ur hefur búið til og ræktað. Mörg þúsund manns hafa komið í Álafosskvos til að njóta útimarkaðsstemmningar í þau skipti sem hann hefur verið haldinn enda markmiðið að lífga upp á mannlífið í Mosfellsbæ.
Þeir sem áhuga hafa á að selja vörur, hjálpa til eða troða upp með tónlistaratriði, upplestri eða annað eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigrúnu Guðmundsdóttur í síma 586 8086/867 3443 eða senda fyrirspurnir á sigrun@ust.is
Hingað til hafa allar vörur á markaðnum selst upp. Hver lengdarmeter í sölutjöldum kostar kr. 5000 eins og í fyrra og biðjum við áhugasama að festa sér það pláss sem þeir þurfa með því að greiða leigugjald inn á bankareikning samtakanna: 549-26-410, kt. 560606-1760 fyrir mánudag 25. ágúst.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur.
Stjórn Varmársamtakanna
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama vini, vinnufélaga og vandamenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband