14.8.2008 | 00:11
Útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos 30. ágúst
NÚ er um að gera að setja sig í blússandi sölu- og markaðsstellingar fyrir ÚTIMARKAÐ VARMÁRSAMTAKANNA Í ÁLAFOSSKVOS sem haldinn verður í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA 30. ágúst nk., kl. 12-16. Á markaðnum verður hægt að koma nánast hverju sem er í verð, samhliða því að leyfa öðrum að njóta þess sem þú sjálf/ur hefur búið til og ræktað. Mörg þúsund manns hafa komið í Álafosskvos til að njóta útimarkaðsstemmningar í þau skipti sem hann hefur verið haldinn enda markmiðið að lífga upp á mannlífið í Mosfellsbæ.
Þeir sem áhuga hafa á að selja vörur, hjálpa til eða troða upp með tónlistaratriði, upplestri eða annað eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigrúnu Guðmundsdóttur í síma 586 8086/867 3443 eða senda fyrirspurnir á sigrun@ust.is
Hingað til hafa allar vörur á markaðnum selst upp. Hver lengdarmeter í sölutjöldum kostar kr. 5000 eins og í fyrra og biðjum við áhugasama að festa sér það pláss sem þeir þurfa með því að greiða leigugjald inn á bankareikning samtakanna: 549-26-410, kt. 560606-1760 fyrir mánudag 25. ágúst.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur.
Stjórn Varmársamtakanna
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama vini, vinnufélaga og vandamenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.