Meiriháttar fínerí á úimarkaði Varmársamtakanna í Álafosskvos 30. ágúst kl. 12.00

kjólar lítil

Félagar í Varmársamtökunum eru nú önnum kafnir við undirbúning á útimarkaði í Álafosskvos sem fram fer nk. laugardag kl. 12-16. Er markaðurinn haldinn í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar sem ber yfirskriftina "Í túninu heima". Allt stefnir í að meiriháttar fínerí verði til sölu á markaðnum og fjölbreytt dagskrá í boði á meðan á markaði stendur s.s. eins og prinsessukjólauppboð Elísabetar Brekkan. Jón Baldvin aðstoðar fagurkera við val á rósum og Ásgarðsmenn sýna leikritið "Ísland ögrum skorið". Ungt tónlistarfólk heldur uppi stemningunni með hugljúfri tónlist og gómsætar veitingar verða reiddar fram í Kaffi Kvos.

Dagskrá og vöruúrval á útimarkaði Varmársamtakanna í Álafosskvos:

MATARMARKAÐUR við VARMÁ

  • LÍFRÆNT RÆKTAÐAR KRYDDJURTIR FRÁ ENGI
  •  HEIMALAGAÐAR SULTUR OG SUÐRÆN KRYDDJURTAMAUK
  • VARMÁRBRAUÐ FRÁ GRÍMSBÆ
  • RÓSIR Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM FRÁ LAUGABÓLI
  • BIRKI- OG TAÐREYKUR SILUNGUR FRÁ ÚTEY
  • STEINBÍTUR FRÁ HARÐFISKVERKUN FINNBOGA Á ÍSAFIRÐI
  • LÍFRÆKT RÆKTAÐ GRÆNMETI FRÁ
  • GARÐYRKJUSTÖÐINNI AKRI
  •  GARÐYRKJUSTÖÐINNI SUNNU SÓLHEIMUM
  • GARÐYRKJUSTÖÐINNI HÆÐARGARÐI 
  • ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR
  • SÖL FRÁ HRAUNI
  • HEIMABAKAÐAR BERJABÖKUR OG KLEINUR 

NOTAÐ OG NÝTT

  • KOMPUDÓT
  • FATNAÐUR
  • PRINSESSUKJÓLAR Í MIKLU ÚRVALI

 HANDVERK

  • SÝNING Á TRÉMUNUM Í ÁSGARÐI
  •  ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR Í ÁLAFOSSBÚÐINNI
  • HANDUNNIR HNÍFAR HJÁ PALLA HNÍFASMIÐ
  • SKARTGRIPIR  

KAFFIVEITINGAR Í KAFFI KVOS
OPIÐ KL. 12.00 - 16.00

UPPBOÐ Á PRINSESSUKJÓLUM KL. 13.15

"ÍSLAND ÖGRUM SKORIÐ"

leiksýning Ásgarðsmanna kl. 14.00 á sviði Álafossleikhússins

LIFANDI TÓNLIST – UNGIR TÓNLISTARMENN

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Guðmundsdóttir í síma 867 3443

varmarsamtokin@gmail.com ∙ www.varmarsamtokin.blog.is

NÆG BÍLASTÆÐI MEÐFRAM HELGAFELLSVEGI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband