Andi Reykjavíkur - Hjörleifur Stefánsson talar um byggingarlist

austur1Vetrarstarf Varmársamtakanna er nú komið á fullt skrið og verður annar fundur vetrarins haldinn í Listasal Mosfellsbæjar nk. miðvikudag 5. nóvember kl. 20.30. Að þessu sinni stígur Hjörleifur Stefánsson arkitekt og rithöfundur í pontu og segir frá nýútgefinni bók sinni, Andi Reykjavíkur.

Hjörleifur starfar sem arkitekt og er þekktur fyrir rannsóknir sínar á íslenskri byggingarlistasögu og viðleitni til að varðveita þau menningarsögulegu verðmæti sem leynast í gömlu húsunum í miðbæ Reykjavíkur. Í bók sinni varpar höfundurinn fram ýmsum spurningum svo sem:
"Hvað segja húsin í bænum um fólkið sem í honum býr? Hvernig getum við lært að meta og varðveita það sem merkilegast er í gömlu hverfunum og móta þau áfram þannig að gildi þeirra verði sem mest?"
 
Fyrirlesturinn verður almenns eðlis og til þess fallinn að skapa umræður um mikilvæga þætti byggingarlistar og áhrif hennar á mannlífið. Samantekt á bókarkápu gefur góða innsýn í hvernig Hjörleifur nálgast viðfangsefni sitt:
"Þegar byggja á upp til framtíðar er mikilvægt að horfa um öxl og beita jafnframt siðfræðilegri nálgun við mat á borgarumhverfinu og einstökum húsum. Leggja verður áherslu á fagurfræði og umhverfissjónarmið því að einungis þannig er hægt að tryggja menningarsögulegt samhengi byggðar í miðbænum og fallega heildarmynd, með virðingu fyrir anda Reykjavíkur að leiðarljósi."
 
Hér í Mosfellsbæ stendur til að endurskoða skipulag miðbæjarins og byggja þar m.a. menningarhús og kirkju. Við hvetjum því íbúa til að nota tækifærið og viða að sér þekkingu sem nýst gæti í umræðunni um skipulagsmál í okkar bæ.
 
Tökum þátt í að móta samfélagið!
 
Allir velkomnir!
 
Nánari upplýsingar veitir Sigrún í síma 866 9376 eða Kolfinna í síma 698 1231.

P.s. Myndin sýnir verðlaunatillögu Studíos Granda, Gullinsniðs og Argos af miðbæjarskipulagi í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband