26.11.2008 | 11:55
Nú er lag að hætta við vegagerð í Álafosskvos
Aðalfundur Varmársamtakanna var haldinn í gærkvöld. Þar var m.a. kosið í stjórn félagsins, rætt um fjáröflunarleiðir og vegagerð við Álafosskvos. Nýja stjórn Varmársamtakanna skipa Freyja Lárusdóttir, Kolfinna Baldvinsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Páll Kristjánsson og Sigrún Pálsdóttir. Gunnlaugur B. Ólafsson og Kristín Pálsdóttir sitja í varastjórn.
Ályktun aðalfundar Varmársamtakanna um vegagerð við Álafosskvos
Aðalfundur Varmársamtakanna haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2008 skorar á bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að varðveita sögulega arfleið Mosfellsbæjar, sem felst í atvinnusögu og einstakri náttúrufegurð við Álafoss, með því að hætta alfarið við lagningu Helgafellsvegar um Álafosskvos.
Í ljósi breyttra aðstæðna í íslensku samfélagi gefst nú ráðrúm fyrir bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ til að endurskoða skipulagið frá grunni. Algjört hrun blasir við í byggingariðnaði á Íslandi og ljóst að offramboð á íbúðarhúsnæði er með þeim hætti að engin þörf er fyrir nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Frekari uppbygging í Helgafellshverfi er í ljósi aðstæðna afar ólíkleg og engin þörf fyrir Helgafellsveg um Álafosskvos á næstu árum.
Varmársamtökin hafa frá upphafi bent á afar neikvæð umhverfisáhrif Helgafellsvegar, s.s. (1) að ekki er nægilegt landrými fyrir 10 000 bíla tengibraut um Álafosskvos; (2) að vegtenging við Álafosskvos er vegna staðhátta verkfræðilega óframkvæmanleg; (3) að vegurinn er slysagildra og (4) ávísun á skipulagsslys að vinna ekki tillögur að deiliskipulagi Álafosskvosar og deiliskipulagi Helgafellsvegar samhliða.
Varmársamtökin lýsa sig hér með reiðubúin til að koma að endurskoðun á skipulaginu með bæjaryfirvöldum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.