Bútasaumur í Álafosskvos leiðir til mistaka

Bútasaumur í skipulagsmálum kann ekki góðri lukku að stýra - eins og dæmin sanna í Álafosskvos. Mistök voru gerð við lagningu Helgafellsvegar og því ekki hægt að tengja veginn við vegakerfi Kvosarinnar. Að mati íbúa á svæðinu má rekja mistökin til þess að skipulagið var unnið í bútum, þ.e. að Helgafellsvegur var lagður án tillits til þeirra breytinga sem gera þarf á deiliskipulagi Álafosskvosar. Helgafellsvegur hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á skipulagi Kvosarinnar og hefðu því verið farsælli vinnubrögð að vinna skipulagstillögurnar samhliða.

Í frétt á mbl.is er sagt frá þessu: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/22/ibuar_i_alafosskvos_kaera_mosfellsbae/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband