Útimarkaður í Álafosskvos 29. ágúst

Líf og fjör á útimarkaði stefnir hraðbyr í fjórða útimarkað Varmársamtakanna í Álafosskvos. Að venju verður hann haldinn í lok ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA, þ.e. 29. ágúst nk. og hefst sala kl. 11 og stendur til kl.16. 
 
Þeir sem áhuga hafa á að selja vörur, hjálpa til eða troða upp með skemmtiatriði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigrúnu Pálsdóttur í síma 866 9376/552 5626 eða senda fyrirspurnir til varmarsamtokin@gmail.com
Við biðjum þá sem luma á uppástungu um góðan söluvarning fyrir samtökin endilega að hafa samband.  Aðsókn hefur alltaf verið með miklum ágætum og sala góð.  Hver lengdarmeter í sölutjaldi kostar kr. 5000, einn og hálfur kostar 7500 o.s.frv. Til að staðfesta þátttöku þurfa söluaðilar að greiða leigugjald inn á bankareikning samtakanna: 549-26-410, kt. 560606-1760 fyrir 20. ágúst nk. 
Öll aðstoð við sölu og undirbúning er vel þegin. Höfum gaman og gleðjum gesti hátíðarinnar!
VINSAMLEGAST ÁFRAMSENDIÐ Á VINI, VANDAMENN OG SAMSTARFSFÓLK!
 
--
Varmársamtökin
íbúa- og umhverfissamtök í Mosfellsbæ
varmarsamtokin@gmail.com
http://varmarsamtokin.blog.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband