8.9.2009 | 18:30
Um bleyður í bloggheimum
Að gefnu tilefni höfum við ákveðið að birta aftur færslu frá því 11. maí 2007 hér á bloggi Varmársamtakanna. Tilefnið er sú umræða sem nú á sér stað um nafnlaus blogg og bloggníðinga á bloggi þeirra félaga Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Karls Tómassonar. Upphaf umræðunnar má rekja til færslu á bloggi Karls sem virðist einungis vera til þess ætluð að ófrægja samtökin og stofna til leiðinda. Í færslunni hannar Karl atburðarás um sjálfan sig sem fórnarlamb eineltis á blogginu sem hann lætur í veðri vaka að sé runnið undan rifjum Varmársamtakanna. Ragnheiður grípur þráðinn þar sem ósómanum sleppir hjá Karli en hann er sem kunnugt er forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og hún fyrrverandi bæjarstjóri. Það sem er svo átakanlegt við þessa umræðu er að atburðarásin sem Karl hannar á sér enga stoð í raunveruleikanum.
Vígaferli Karls og félaga hans á Mosfellingi gegn samtökunum eiga sér langa forsögu og birtum við því aftur gamalt blogg og part úr bloggi frá 1. maí sama ár. Einnig afrit af óhróðri sömu aðila um samtökin sem birtist undir nafnleynd. Þessi gögn hafa verið hér á blogginu síðan í maí 2007.
Á flótta undan málefnalegri umræðu
Eitt helsta hugðarefni forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Karls Tómassonar, virðist vera að koma höggi á fjölmennustu umhverfisverndar-samtök bæjarins og þó víðar væri leitað, Varmársamtökin. Og af hverju skyldi það vera? Er hann ekki vinstri grænn? Ætti hann ekki einmitt að leggja umhverfisverndarsamtökunum lið? Nei, í stað þess að styðja þann málstað sem hann þó sjálfur boðaði fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar gerir hann allt sem í hans valdi stendur til að ófrægja samtökin.
Fyrir stuttu náði krossferð forsetans og vina hans slíkum hæðum á blog.is að ritstjórnin ákvað að nú væri nóg komið og birti IP tölur bloggara. Í ljós kom við birtinguna að óhróðurinn sem komið hafði að því er virtist frá fjölda fólks átti upptök sín í 3-4 tölvum sem allar tengdust forsetanum og vinahópi hans. Úr tölvu Karls var t.d. skrifað undir a.m.k. 10 nöfnum. Eftir birtinguna var hljóðlátt um stund og kviknaði jafnvel von um að þessi lýðræðislega kjörni bæjarfulltrúi vaknaði til vitundar um stöðu sína og ábyrgð en því er öðru nær. Maðurinn tók sér frí og kom síðan tvíefldur til baka og hélt áfram fyrri iðju, nú undir réttu nafni.
Þegar Karl Tómasson var inntur eftir því hverju þessi framkoma sætti svaraði forsetinn því til að hann og fjölskylda hans hefðu orðið fyrir persónulegum árásum. Óharðnaður unglingur á heimilinu hefði fengið nóg og því ráðist með óhróðri á Varmársamtökin. Viðtal var tekið við Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra þar sem hún lýsti yfir samúð sinni með Karli og fjölskyldu. Sá hængur var hins vegar á málflutningi þeirra beggja að hvergi kom fram hverjir það voru sem ofsóttu forsetann. Bæði Ragnheiði og Karli láðist að geta þess að Varmársamtökin komu þar hvergi nærri. Þar sem hefndaraðgerðirnar beindust gegn samtökunum lá beinast við að þeir sem ekki vissu hið rétta í málinu ályktuðu að þau hefðu staðið fyrir ósómanum.
Í þeim tilgangi að fá sannleikann fram í dagsljósið sendi stjórn Varmársamtakanna Karli Tómassyni og félögum áskorun um að axla ábyrgð á nafnlausum aðdróttunum í garð samtakanna. Einnig var þess óskað að þeir bæðust afsökunar á aðförinni. Ekki var orðið við þessari áskorun og ákvað stjórnin að birta afrit af bloggfærslum þeirra félaga á bloggi samtakanna, dags 1. maí. Ragnheiði bæjarstjóra hafði áður verið send samantektin til að upplýsa hana um hverjir væru hinir raunverulegu gerendur í málinu. Hefur hún enn sem komið er engin viðbrögð sýnt þó vonandi standi það til bóta.
Vel má vera að Karl Tómasson hafi verið ofsóttur af einhverjum og er það miður. Ljóst er að þær árásir voru ekki í nafni samtakanna. Enginn úr okkar stjórn hefur veist persónulega að Karli né lagt stund á nafnlausar bloggfærslur.
Varmársamtökin eru íbúa- og umhverfisverndarsamtök. Vinstri græn skilgreina sig sem umhverfisverndarflokk með áherslu á íbúalýðræði. Umhverfisverndarsamtök hljóta að gagnrýna umhverfisverndarflokk sem svíkur umhverfisstefnuna að loknum kosningum. Karl Tómasson varð forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í kjölfar sinna kosningaloforða. Honum ber skv. stefnu Vinstri grænna að vernda náttúruperlur bæjarins; skv. sömu stefnu og sveitarstjórnarlögum að gæta hagsmuna fólksins sem hér býr.
Varmársamtökin skora á Karl Tómasson að sýna embætti sínu og bæjarbúum þá virðingu að biðja samtökin afsökunar á ómaklegri aðför hans og félaga hans að starfi samtakanna. Markmið Varmársamtakanna er að standa vörð um þau einstöku lífsgæði sem nálægðin við náttúru og sögulegar rætur Mosfellsbæjar veitir bæjarbúum. Æskilegt væri að sameinast um það göfuga verkefni í málefnalegri umræðu.
Greinin birtist í Mosfellingi 11. maí 2007
Gildi opinnar umræðu - síðasta málsgrein úr bloggi 1. maí 2007
...
Varmársamtökunum barst nýlega samantekt þess efnis að vinahópur hefði stundað þá iðju að skálda upp nöfn á fjórða tug karaktera, sem með skipulögðum hætti setti inn róg og dylgjur um Varmársamtökin. Þessi vitneskja gjörbreytti grunneðli umræðunnar. Þeir einstaklingar sem höfðu sýnt samtökunum óvild í skrifum sínum voru ekki um fjörutíu, heldur einungis um fimm manns. Því hefur verið haldið fram að Morgunblaðið hafi ákveðið að svipta hulunni af netdólgunum, eftir að þeir gerðu sér grein fyrir hversu "Mosfellsbæjarmálið" væri umfangsmikið. Við höfum óskað eftir að umræddir leynigestir eignist ábyrgðaraðila, samtökin verði beðin afsökunar og tilteknir tölvueigendur útskýri hvað þeim gekk til með slíkum skrifum. Varmársamtökin eru sannfærð um að þau verðskulda ekki slík vinnubrögð. Það gæti hjálpað umræðunni að ná þvi stigi sem henni var ætlað í upphafi og gæti orðið Mosfellsbæ til sóma.
P.s. Í viðhengi er afrit af færslum úr tölvu sem Karl Tómasson segir að hafi komið úr tölvu á hans heimili. Þar sem þetta er allt undir sömu IP tölu hljóta allar færslurnar að koma þaðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.9.2009 kl. 13:38 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Mér finnst óvarlegt af ykkur að gefa til kynna að Karl sé að einhverju leyti tengdur þessum skrifum og er nokkuð víst að hann er það ekki. Umkvartnir hans hafa einvörðungu verið þær að óvandaðir einstaklingar úr ykkar röðum hafa gerst sekir um óvild og róg í hans garð, svo sektin liggur ekki síður hjá ykkur.
Varmársamtökin eru vafalaust samtök með góð formál og hugsjónir, en það er misjafn sauður í mörgu fé. Fyrir það hafa samtökin fengið að líða. Þ.e. framgang einstaklinga innan þeirra í óþökk við fjöldann.
Karl hefur gagnrýnt ykkur undir nafni, en þessi grein er ekki undirrituð af neinum. Sanngjarnt væri að þið sem þettað ritið kvittið undir álitið.
Ég hef fylgst með þessum fáránlegu erjum úr fjarlægð og þær hafa engum verið til sóma. Ég legg ví til að þið boðið til sáttafundar með Karli og að þið hjálpist að við að finna út hverjir þessir flugumenn eru.
Það er ekkert gefið að þótt einhverjir skrifi níð um samtökin séu ekki úr þeirra eigin röðum. Mér finnst raunar ekkert síðri líkur á því í ljósi undangenginna erja.
Ég vil því spyrja ykkur: Er þetta enn ein viðleitnin til að leggja hann í einelti og gera hann að blóraböggli fyrir allt það mótlæti, sem þið kunnið að hafa orði fyrir.
Allavega finnst mér að þegar þið nefnið nafn hans eins í þessu sambandi, þá sýnið þið þann lámarks málefnavilja að gera það undir nafni.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2009 kl. 02:01
Mér sýnist að þið ættuð að krefjast afsökunarbeiðni frá ykkar eigin félagsmönnum, fremur en nokkrum öðrum. Allavega er ljóst að það þarf að taka til innan ykkar raða. Má vera að samtökin, sem slík standi ekki fyrir árásum á einstaklinga úti í bæ, en sýnt er að einstaklingar innan samtakanna eru að gera það og það oft í nafni samtakanna eða málefna þess. Það er augljóst að það getur ekki gengið. Slíkt fólk er að spilla fyrir þeim.
Er meinið ekki hjá ykkur? Eruð þið ekki að leita langt yfir skammt með þessum skrifum?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2009 kl. 02:30
Þið eruð fullorðnar manneskjur. Sýnið þroska.
Ég skipti mér ekki af þessu meir, enda hef ég bara gefið álit mitt sem leikmaður. Þetta minnir einna helst á erjur í ónefndum söfnuði fyrir margt mögum árum.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2009 kl. 02:34
Sæll Jón
Tilgangurinn með bloggi samtakanna var að koma af stað málefnalegri umræðu um skipulagsmál. Það reyndist ekki mögulegt. Eins og þú sérð á yfirliti yfir bloggfærslur Karls og félaga er þar einungis ómálefnalegur óhróður. Karl viðurkenndi fyrir löngu að þetta kæmi úr sinni tölvu. Úr minni tölvu var skrifað undir nafni og það um málefni. Það er erfitt að leggja mat á texta sem slitnir eru úr samhengi en ég get fullvissað þig um að Varmársamtökin hafa aldrei staðið að óhróðri um fólk.
Hjördís Kvaran hefur fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til að skrifa athugasemdir á blogg samtakanna. Ef fólk vill lesa færsluna sem við fjarlægðum er þeim bent á blogg Karls Tómassonar.
Sigrún P (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:46
Birtu hér á þessari síðu, Sigrún Pálsdóttir, þann óhróður sem kom úr minni tölvu eins og þú heldur fram hér að ofan.
Hvað kom úr tölvum annara og var gagnrýni á samtökin, kemur mér ekki við. Nú síðast í gær, hafa tveir menn sem þið ásökuðuð fyrir bloggdólgshátt og að skrifa undir leyninöfnum komið fram undir fullu nafni og staðfest rangfærslur ykkar.
Var bloggdólgurinn Valdi Sturlaugz, síðu sem var seinna lokað vegna persónuníðs, linkur á síðu Varmársamtakanna? Svar óskast.
Skrifaði engin stjórnarmaður samtakanna inn á þá síðu bæði undir fullu nafni og dulnefni? Svar óskast.
Opnaði Moggabloggið fyrir ip tölur allra landsmanna vegna skrifa sem áttu sér stað um Varmársamtökin eins og haldið er fram hér að ofan? Svar óskast.
Virðingarfyllst.
Karl Tómasson.
Karl Tómasson, 9.9.2009 kl. 10:28
Er það möguleiki að einmitt þeir sem eru að bölsótast yfir nafnleysi... séu sjálfir að skjóta undir nafnleysi... inn á milli þess að þeir skrifi undir nafni :)
DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:29
Sæll Karl
Varmársamtökin bera ábyrgð á því sem birst hefur á þeirra síðu og hafa aldrei haldið úti öðrum bloggsíðum.
Þegar þú varst eigandi Mosfellings voru tölvur fyrirtækisins notaðar til að ófrægja samtökin í skjóli nafnleyndar. Í ljós kom að skrifað hafði verið undir 30 - 40 nöfnum þannig að skilja mátti að mikill fjöldi fólks væri andsnúinn samtökunum.
Varmársamtökin brugðust við með því að hafa samband við þig, ritstjóra Mosfellings og forseta bæjarstjórnar og Ragnheiði Ríkharðsdóttur alþingismann og þáverandi bæjarstjóra en ekki var brugðist við því á neinn hátt. Stjórn samtakanna hefur alltaf verið tilbúin að funda um þetta mál en aldrei fengið neinar undirtektir. Síðast í vor var haft samband við núverandi bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Harald Sverrisson, sem ekki sá tilefni til að stöðva þann svæsna óhróður sem forseti bæjarstjórnar og félagar hans á blogginu héldu úti gegn samtökunum.
Varmársamtökin eru og hafa alltaf verið tilbúin til að funda með þér og bæjarstjórn Mosfellsbæjar um þessi mál en þú hefur kosið að halda úti leðjuslag í bloggheimum.
Ég tek að lokum undir þá áskorun Gunnlaugs Ólafssonar að þú sýnir fram á með óstílfærðum dæmum að stjórn Varmársamtakanna hafi staðið í persónulegum árásum gegn þér og fjölskyldu þinni.
Sigrún P (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:05
Sæl aftur Sigrún Pálsdóttir.
Ég var að skora á þig að birta þann óhróður og persónuníð sem þið teljið hafa komið úr minni tölvu. Ætlar þú ekki að gera það?. Ef ekki, þá er ekki hægt að taka mark á því sem þið haldið hér fram.
Ég ber ekki ábyrgð á því sem kemur úr tölvum annarra, ekki frekar en þú telur Varmársamtökin ekki bera neina ábyrgð á skrifum bloggdólgsins Valda Sturlaugz, síðu sem var lokað vegna persónuníðs.
Þú svarar heldur ekki þessum spurningum sem skipta öllu máli.
Því varpa ég þeim hér aftur fram.
Var bloggdólgurinn Valdi Sturlaugz, síðu sem var seinna lokað vegna persónuníðs, linkur á síðu Varmársamtakanna? Svar óskast.
Skrifaði engin stjórnarmaður samtakanna inn á þá síðu bæði undir fullu nafni og dulnefni? Svar óskast.
Opnaði Moggabloggið fyrir ip tölur allra landsmanna vegna skrifa sem áttu sér stað um Varmársamtökin eins og haldið er fram hér að ofan? Svar óskast.
Virðingarfyllst.
Karl Tómasson.
Ég fæ ekki svör við spurningum mínum
Karl Tómasson, 9.9.2009 kl. 13:25
Sæll Karl
Varmársamtökin hafa margoft svarað spurningum þínum varðandi Valda Sturlaugs. Svarið er að samtökin bera enga ábyrgð á hans skrifum. Vandamálið er að þú virðist sjá þér hag í því að halda hinu gagnstæða fram og spyrða samtökin við nafn hans. Dæmi sú nafngift þín að kalla hann Varmársamtaka-Valda
Setti afrit af færslum úr tölvu sem þú viðurkenndir á sínum tíma að væri á þínu heimili í viðhengi.
Læt hér staðar numið og legg til að haldinn verði fundur um málið með bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Sigrún P (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:54
Aldeilis málefnalegar umræður hér á ferð. Mér sýnist að öllum færslum sem komið hafa eftir kl 1400 hafi verið eytt eða lokað á fólk sem hefur viljað koma inn og leggja orð í púkkið. Sorglegt til þess að vita að samtök sem þessi, sem básúna um félagalíðræði og opna umræðu, skulu fara niður á þetta plan í umræðum og ritskoðunum. Nema að þetta svokallaða félagalíðræði eigi eingöngu við þá sem eru félagar í samtökunum. Þá skýrir það ýmislegtEins og ég sagði á öðrum síðum þá er meining einhverja síðuhöfunda hérna að ætluð skrif sem komu frá tölvu staðsettri á mínu heimili hafi verið frá fólki sem ekki er til, Þar með talið ég sjálfur. Það tilkynnist því hér með að ég er til, bara sprella-live, ég hef verið kallaður ýmislegt í gegnum tíðina en þó oftast Gummi af flestum, þó er ég ekki viss um að ég finnist undir því nafni í þjóðskrá, eins og réttilega var bent á annarstaðar á annarri síðu. Samtök sem ætla sér að vera tekin trúanleg þurfa að halda úti opinni umræðu þar sem allir geta tekið þátt hver svo sem það er. Því þykir mér þetta undarleg athugasemd sem birtist hér að ofan sem einhverskonar svar við ég veit ekki hverjuHjördís Kvaran hefur fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til að skrifa athugasemdir á blogg samtakanna. Ef fólk vill lesa færsluna sem við fjarlægðum er þeim bent á blogg Karls Tómassonar.Síðan til þess að bíta skömmina úr hattinum er fólki bara vísað á aðrar síður, undarleg umræða.
Ég verð svo að taka undir orð Jón Steinars Ragnarssonar um að full þörf sé að taka svolítið til hjá ykkur.
Svo nenni ég ekki að taka frekari þátt í þessari umræðu sem fer orðið fram á mörgum síðum hingað og þangað, best væri að hafa þetta á einum stað.
Guðmundur St. Valdimarsson, 9.9.2009 kl. 20:11
Jú eitt að lokum!
Það er furðulegt til þess að vita að færslu Hjördísar, sem fjallaði um framkomu þekkst liðsmanns Varmársamtakanna og núverandi stjórnarkonu samtakanna, sem bloggdólgs og skrifaði eitt og annað undir leyninöfnum og veittist þar t.d. persónulega að Hjördísi skuli hafa verið hent út.
Þar einfaldlega benti Hjördís á sömu framkomu í sinn garð, raunar skuggalega hatursfulla og rætna, af hálfu þessarar konu sem hélt frammi þessum bloggdólgsskrifum undir leyninöfnum á sama tíma og hún tók virkan þátt í umræðunni undir raunverulegu nafni. Hún semsé viðhafði sömu framkomu og þið ásakið Hjördísi fyrir að hafa haft í frammi gegn samtökunum. Hjördís og vinir hennar eru hér til umfjöllunar og sæta ásökunum um ósvífna framkomu en þegar hún reynir að benda á að mesti sóðaskapurinn er heima hjá samtökunum sjálfum er henni hent út með einhverri yfirlætislegri athugasemd um fyrirgerðan rétt.
Það vill þannig til að í lýðræðissamfélagi hafa allir rétt til þess að tjá sig, sérstaklega undir nafni. Eru þessi samtök ekki talsmenn lýðræðis og málefnalegrar umræðu? Þó athugasemdir Hjördísar komi illa við samtökin og að því er virðist persónulega við þig, Sigrún, í þessu dæmi þar sem hún var að tala um systur þína, þá hefur þú engan rétt til þess að kippa henni út úr umræðunni eins og gerst hefur verið. Þið verðið einfaldlega að þola gagnrýnina, á sama hátt og þetta fólk þarf að þola gagnrýni ykkar. Það er meira hvað henni Hjördísi hefur tekist að koma við kaunin á ykkur og espa ykkur upp.
Þetta er orðið bráðfyndið rugl og þið eruð í raun búin að fyrirgera rétti ykkar til þess að vera tekin marktæk.
Vil minna ykkur á að ég er raunverulega til og á lífi ;o)
Guðmundur St. Valdimarsson, 9.9.2009 kl. 21:11
Jón Steinar virðist taka þroska, sem er vel. Hann virðist vera farin að sjá í gegnum endalausa þráhyggju forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, sem að með reglulegu milli bili dúkkar upp með þá söguskýringu að hann hafi orðið fyrir persónulegum ofsóknum af Varmársamtökunum.
Það er rétt hjá honum að svo virðist vera að Karl sækist eftir því að vera í þjáningunni sem píslarvottur frekar en að vera leiðandi aðili í bæjarmálaumræðu. Biðjast afsökunar á að hafa verið það hjól sem að vantaði til að tryggja áframhald á vagni græðgivæðingar og verktakalýðræðis í Mosfellsbæ.
Þegar að hann væri búin að biðjast forláts, krossa sig og signa, þá er vert að horfa til framtíðar. Hefja hreinsunar- og uppbyggingarstarfið. Þar færi best á því að vinna undir gildum Varmársamtakanna í anda umhverfisverndar og heilbrigðs lýðræðis.
Það skiptir ekki máli þó að það sannist lífsmark með Guðmundi og Högna Snæ. Á meðan enginn gengst við öllum þeim tugum óþekktu persóna sem sendu athugasemdir úr tölvu Karls og fyrirtækis hans, þá er ekki hægt að túlka það öðru vísi en aðför hans að opnum félagasamtökum í bæjarfélagi þar sem hann er forseti bæjarstjórnar.
Bæjarstjórnin á Álftanesi er sprungin útaf hliðstæðu máli.
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.9.2009 kl. 13:00
Gunnlaugur?1?
Skiptir það ekki máli að það sannist að við Högni séum til? Hvurslag tegund af steik ert þú eiginlega maður? Þú sem hefur manna mest gengist upp í því að básuna það út um allar koppagrundir að við séum ekki til!
En ertu viss um að þú viljir halda því fram jafn blákalt að það skipti ekki máli þó lífsmark sjásit með mönnum eins og Birgir Haraldssyni söngvara, og Ólafi Gunnarssyni formanni VG í Mosó? Ég vil minna þig á að þeir eru báðir á bloggdólgalistanum ykkar.
Önnur nöfn eru þarna mér að góðu kunn, en ekki eins kunn hér í bæjarfélaginu og nöfn Högna, Birgis og Ólafs. Bara þarna eru komin fjögur nöfn sem almennt eru þekkt í bæjarfélaginu í langan tíma.
Athyglisvert að þessir félagar mínir á þessum lista sem ætlað er að stundi bloggdólgshátt og eiga ekki að vera til samkvæmt bókum Varmársamtakanna eru allir menn sem skipðuðu sæti á lista VG í síðustu kosningum. Þetta eru hreinar og klárar ofsóknir!
Það hefur sannast að þeta fræga stóra ip-tölu mál þitt er uppspuni frá rótum og þú og þitt lið í Varmársamtökunum skuluð ekki voga ykkur að bendla mig og heiðvirt fólk við hann né bloggdólgshátt oftar í framtíðinni!
Þetta er hætt að vera fyndið - nú skalt þú og þitt fólk fara að athuga ykkar gang, þetta er ekki eðlilegt hvernig þið hagið ykkur!
Guðmundur St. Valdimarsson, 10.9.2009 kl. 16:06
Hjartans þökk fyrir hirtinguna, Guðmundur. Hún er hressileg, ljúf og uppbyggjandi að vanda. Það er verið að leita að ábyrgðarmönnum fyrir um 30 manns sem senda athugasemdir úr tölvu Karls, fyrirtækis hans og helsta verndara með það markmið að spilla lýðræðislegri umræðu um bæjarmálefni í Mosfellsbæ.
Þetta kallast aðför að opnum félagsskap í bæjarfélaginu þangað til við fáum lista yfir heimilisföng og kennitölur þessa fólks. Þessi aðför telst skipulögð af forseta bæjarstjórnar þangað til aðrir viðurkenna að hafa notað hans tækjakost í þessum vafasama tilgangi.
Njóttu dagsins, mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.9.2009 kl. 16:23
Ótrúlegt eftir allan þennan tíma að Karl T sé enn ekki búinn að uppgötva þá ábyrgð sem hann hefur og þýðingu þess að hann sinnir opinberum störfum - hreint ótrúlegt hvað siðblindan og þekkingarleysið getur grasserað endalaust
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:33
Gunnlaugur. Þetta kallast ekki nokkur skapaður hlutur nem bull og rugl.
Þú ert ekki í nokkrum rétti að krefjast eins eða neins í þessu máli. Þú ert ekkert nema einstaklingur úti í bæ, hefur ekki lengur skyldum að gegna í stjórn Varmársamtakanna. Samtökin hafa ekki einu sinni rétt á því að krefjast eins eða neins þar sem ekki kemur neitt fram í þessum skrifum öllum sem ekki flokksat undir eðlileg skoðanaskipti. Og síðast þegar ég vissi var enn leyfilegt að hafa skoðanir í þessu landi, bæði undir nafni og nafnlaust.
Það hvað fram fer á heimilum fólks er verndað af lögum um friðhelgi heimilisins. Hvorki þú né aðrir hafið rétt á að krefjast þess að vita hvað þar fer fram. Ykkur kemur það einfaldlega ekki við.
Að krefjast einhvers lista um heimilisföng og kennitölur fólks sem skrifar undir fullu nafni, eða kýs að nota aðeins skírnarnafn sitt, er hlægilegt. Hvað ætlarðu að gera við þennan lista? Hringja í fólkið og rekja úr því garnirnar, hvað því gekk til með að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins? Það fólk sem það hefur kosið hefur komið fram á þann hátt í umræðunni að ekkert mál er fyrir þig og aðra að rekja það ef þú bara reynir, hinn hlutinn kærir sig líklega vara ekki um hugsanlegt símtal frá þér og þínum!
Það að um einhverja aðför sé að ræða af hálfu forseta bæjarstjórnar eru stór og ábyrgðarlaus orð og þér ekki sæmandi þar sem um órökstuddar og ósannaðar getgátur þínar er að ræða og því ert þú kominn út á hættulegt svell. Hin eina sanna aðför er framkoma þín og félaga þinna í Varmársamtökunum gegn forseta bæjarstjórnar og vinum hans í þessu máli, hún er óvefengd.
Umræðan sem hér um ræðir fór að mestu fram á síðu Hjördísar. Ég man ekki betur en að Hjördís hafi sýnt þá ábyrgð að eyða út færslunum þar sem komu fram meintar meiðandi athugasemdir fyrir samtökin þín. Hún gerði það eins og skot og hún áttaði sig á því hvers eðlis var. Restin af umræðunni fór fram á síðu samtakanna þinna og að því er ég best veit stendur hún þar enn, umræðan var ekki viðkvæmari en svo fyrir samtökin.
Það að fleiri en ein færsla komi úr sömu tölvu heima hjá mér er álíka eðlilegt og að færslur systranna Kristínar og Sigrúnar Pálsdætra úr stjórn Varmáramtakanna koma úr sömu tölvu.
Ég var að skoða þennan fræga bloggdólgalista Varmársamtakanna. Á honum eru 36 nöfn. Af þessum 36 nöfnum eru 11 sem þegar hefur verið gerð grein fyrir á einn eða annan hátt - t.d. hef ég gert grein fyrir a.m.k fjórum þeirra nú þegar hér.
Af þeim 25 sem eftir eru eru 9 færslur frá 4 aðilum sem skrifa undir mismunandi útgáfu nafns síns - á einum stað með fullu nafni á öðrum með bara skírnarnafni.
af þeim 16 sem eftir standa eru 9 sem skrifa undir fullu nafni þó þú og félagar þínir þekkið þá ekki!!!
eftir standa 7 nöfn af 36. Það eru nöfn fólks sem kaus af einhverri ástæðu að skrifa aðeins undir skírnarnöfnum sínum, fyrir utan ein hjón.
Af þeim 30 aðilum (36) sem þú vilt meina að hafi herjað á samtökin þín úr minni tölvu, úr tölvu forseta bæjarstjórnar og Mosfellings og fleiri tölvum eru það aðeins sjö nöfn sem ekki eru skrifuð undir fullu nafni en þó undir skírnarnafni!!! Ég tel nokkuð ljóst að þetta fólk vill ekki láta ná í sig fyrst það hefur ekki sent þér greinagóða og nákvæma skýrslu um persónuhagi þess enn! Það er ekki þar með sagst að það sé ekki til, það er einfaldlega val þessa fólks og ekki ætla ég að ganga á eftir því með það.
Þú getur því sótt símaskrána og þjóðskrána og einfaldlega flett öllu þessu fólki upp að mestu leyti, sem þú vilt meina að ekki hafi verið gerð grein fyrir. Umræðan var ekki meiri aðför bloggdólga en svo! Sestu nú niður og gruflaðu.
Láttu svo heiðvirt fólk í friði!
Guðmundur St. Valdimarsson, 10.9.2009 kl. 22:17
Ég held ég verði ekki eldri!
Einu sinni enn er umræðan komin í gang um það hvort fólk á þessum bloggdólgslista sé til eða ekki.
Hvenær ætla þessi samtök að sjá að sér?
Ég lenti á þessum lista og virðist ekki ætla að losna þaðan. Hvað get ég sagt annað en að ég er til og á lífi síðast þegar ég vissi. Og já ég tók þátt í umræðunni á sínum tíma.
Linda Björk Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 23:47
Sæll Ólafur.
Hér er einhver misskilningur á ferð. Varmársamtökin hafa aldrei talað um þennan lista sem bloggdólgalista. Í þínu tilfelli er þetta listi yfir bloggfærslur sem komu úr tölvu sem hafði IP töluna 85.220.25.22 og var í eigu forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Undir eðlilegum kringumstæðum væri þetta ekki tiltökumál en þegar Morgunblaðið birti á sínum tíma einkennistölur á bloggfærslum kom allur þessi fjöldi nafna sem skrifaði úr einungis fjórum tölvum á óvart. Nafnalistinn sem hér um ræðir er ekki tilbúningur og ráðlegg ég þér að fá staðfestingu á því hjá Morgunblaðinu. Þú segir reyndar sjálfur að þú hafir skrifað færsluna og það er vel því þá vitum við að Karl Tómasson hefur ekki verið að nota nafn þitt án þinnar vitundar. Það að nafn þitt birtist þarna segir ekkert um innihald færslunnar. Mér segir hins vegar svo hugar að þínir nánustu samstarfsmenn hafi verið að nota nafn þitt til að gera þann óhróður sem þau birtu um Varmársamtökin á blogginu trúverðugan.
Fyrir tveimur og hálfu ári leituðum við skýringa hjá Karli og Ragnheiði Ríkharðsdóttur á öllum þessum bloggfærslum úr tölvum Karls og starfsmanna Mosfellings en fengum engin svör. Nú vitum þó nöfn þriggja aðila, þ.e. Karls, Ólafs og Högna, sem allir eiga það sameiginlegt að vera og hafa verið í stjórn VG í Mosfellsbæ. Það eru því einungis um 30 nöfn sem eftir á að skýra.
Við höfum lagt til að haldinn verður fundur með bæjarstjórn Mosfellsbæjar um þessi mál og stendur það enn til boða af okkar hálfu.
Hér er listi yfir ip tölur og hin fjölmörgu nöfn sem notuðu tölvur Karls og félaga á Mosfellingi:
Halldór (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Hilmar (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Hjördís Kvaran (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Þorsteinn Hannesson (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Ágúst (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Árni (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Haukur Ólafs (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Karl Tómasson (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Lárus (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Ólafur Gunnarsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Ósk (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Píka (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Píka 2 (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Ágústa Jónsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Anna Gísladóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Biggi Haralds.bhara (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
brjáluð hjón (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Fjóla Sig (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Friðrik Jónsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Gummi (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54
Gunnar (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Gunnar Ingi (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Halldór Guðmundsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Ingibjörg Jónsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Jón Sigurðsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Kristinn J (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Linda Björk Ólafsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Ólafur Árnason (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Sigga (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Solla Jóns (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Hafrún (Óskráður, IP-tala 85.220.27.54)
Ísleif Svanhildur Hólmgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala 85.220.27.54)
Halldór (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
IngibjörgB (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
Hilmar (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
Hilmar Gunnarsson (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
Sigrun P (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 00:35
Athugasemd mín hér að ofan er svar við færslu Ólafs Gunnarssonar, fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar og formanns VG, sem hann birti á bloggi Ragnheiðar Ríkharðsdóttur:
Ég hef lítinn þátt tekið í umræðum á blogginu en þó eru þess dæmi. Í einu af þessum skrifum mínum kom ég inn í umræðu sem átti sér stað hér á blogginu um bæjarmál í Mosfellsbæ. Þar kom ég m.a. inn á störf Varmársamtakanna. Nú tel ég mig knúin til að koma aftur inn í umræðuna hér á blogginu. Í ljós hefur komið að ég er á svokölluðum bloggdólgalista Varmársamtakanna sem nýlega var birtur eftir margítrekaða ósk þess efnis. Forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Karli Tómassyni, er hér og annarsstaðar gefið að sök að hafa átt þátt í þessum skrifum öllum í einhverju tilbúnu ip tölu máli, sem sannað hefur verið að er hugarburður Varmársamtakanna frá upphafi eins og fram hefur komið. Ég fer fram á það að verða tekinn af þessum lista samstundis.
Ólafur Gunnarsson. Formaður VG í Mosfellsbæ.
Blogg Ragnheiðar: http://ragnheidurrikhardsdottir.blog.is/blog/ragnheidurrikhardsdottir/entry/945198/#comments
Sigrún P (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 00:45
"Þetta kallast aðför að opnum félagsskap í bæjarfélaginu þangað til við fáum lista yfir heimilisföng og kennitölur þessa fólks. Þessi aðför telst skipulögð af forseta bæjarstjórnar þangað til aðrir viðurkenna að hafa notað hans tækjakost í þessum vafasama tilgangi."
Það eru flestir orðnir langþreyttir á þessu máli, en Karl hefur ávallt kosið að vekja það til lífsins undir vafasömum formerkjum. Nú þarf að fylgja þessu eftir á þann veg að það fái farveg og niðurstöðu. Þannig að samtökin og aðrir geti einbeitt sér að málefnavinnu fyrir framtíð og velferð íbúa í Mosfellsbæ.
Glæpurinn er ekki geymdur í einstaka færslum sem koma úr tölvum Karls. Glæpurinn felst í leiksýningunni sjálfri að virkja milli 30 og 40 nöfn sem ætlað er að skemma fyrir málefnalegri umræðu opinna félagasamtaka. Karl tók aldrei þátt í opnum fundum sem voru þó nokkuð margir.
Virtist alls ekki hæfur til að mæta á fjölmenna fundi til að vinna afstöðu sinni fylgi á heiðarlegan hátt. Allt bendir til að hann hafi frekar kosið að reyna að ná árangri með skemmdarstarfsemi, skotgrafahernaði og skálda upp þennan mikla fjölda nafna til að búa til sýndarveruleikann að það væri mikil andstaða við samtökin og vega að á orðstír þeirra.
Þetta mál þarf að senda inn í flokksfélög í bæjarfélaginu og leita eftir afstöðu. Þetta er prófmál á hvort heilbrigt lýðræði fær þifist í bæjarfélaginu. Hvort fólk geti myndað sjálfstæðan, opin og lýðræðislegan félagsskap án þess að fá slíkar trakteringar af valdhöfum.
Það er ánægjulegt að Ólafur Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru komin að umræðunni. Hann sem formaður VG í Mosfellsbæ og hún sem fyrrum bæjarstjóri og alþingismaður. Mun fara fyrir þeim eins og Pétri sem fylgdi ekki samvisku sinni og afneitaði frelsaranum þrisvar fyrir hanagal?
Ragnheiður hefur í tvígang komið fram, fyrst á bloggi Karls og aftur á sínu bloggi með þeim hætti að hún tekur ekki á eðli og alvarleika málsins og býr til nýjan sannleika til að vernda Karl Tómasson. Sama gerir Ólafur Gunnarsson að hann skautar fram hjá vandamálinu í tvígang og vegur að samtökunum í stað þess að bregða siðferðilegri mælistiku á gjörðir og ábyrgð Karls Tómassonar í þessu máli.
Þau hafa tækifæri til að sjá ljósið áður en haninn galar á komandi vori að frelsa okkur úr þeim fjötrum sem heilbrigð umræða og lýðræði býr við hér í Mosfellsbæ. Þau hafa tækifæri til að fordæma þann sóðaskap og valdníðslu sem var framin með umræddum skrifum úr tölvum Karls Tómassonar.
Þau komast ekki framhjá því að taka afstöðu til eðlis þess máls, en fara ekki að leiða umræðuna annað.
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.9.2009 kl. 09:10
Ég varpaði hér fram nokkrum einföldum spurningum til Sigrúnar Pálsdóttur, formanns Varmársamtakanna. Við þeim hef ég ekki enn fengið svar. Nú liggja svörin við þessum spurningum ljós, svo Sigrún getur sleppt því að svara. Hér koma þau.
1. Það er sannað að sorasíða Valda Sturlaugz, síða, sem lokað var seinna vegna óhugnarlegs persónuníðs var lengi vel linnkur hjá Varmársamtökunum. Það skal tekið fram að bloggsíðum er ekki lokað hjá Vísisblogginu eða Moggablogginu nema mikið gangi á í óhróðri.
2. Það er einnig sannað að stjórnarfólk samtakanna skrifaði þar inn, ýmist undir fullu nafni eða leyninöfnum. Sú umræða snérist að mestu um forseta bæjarstjórnar og félaga.
3. Stóra ip tölu Mosfellsbæjar málið ykkar, sem þið hafið haldið uppi áróðri með undanfarin ár, hefur verið uppljóstrað. Það var aldrei neitt til sem hét stóra ip tölumálið, Morgunblaðið hefur staðfest að hafa engan þátt átt í því. Fyrri því liggja sannanir. Málið var uppspuni frá rótum hjá ykkur.
4. Það hefur verið sannað, að á þessum fræga bloggdógslista ykkar sem átti allur að hafa komið frá mér, er fjöldi fólks sem hefur nú þegar gefið sig fram að hafa átt þau skrif og tekið þátt í umræðunni.
5. Þær alvarlegu ávirðingar sem haldið hefur verið á lofti um árabil að ég undirritaður hafi þegið mútur, nú síðast í umræðu á síðu Gunnlaugs B. Ólafssonar hafa nú verið upprættar. Í kjölfar kæru sem ég lagði fram vegna þessara ummæla, hefur mér nú borist opinber afsökunnarbeiðni sem tekin var fullgild.
Hér með lít ég svo á að málið sé upplýst og er umræðu af minni hálfu um það lokið. Upp úr stendur þó alltaf, fáránlegur málatilbúnaður og alvarlegar órökstuddar ávirðingar Varmársamtakanna sem sannanir liggja nú fyrir í.
Karl Tómasson
Karl Tómasson, 11.9.2009 kl. 13:47
Sæll Karl
Það er ekki lengur á þínu færi að segja til um það hvenær þessi sóðalega atlaga forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar gegn íbúasamtökum í bæjarfélaginu telst útkljáð. Þetta mál er fyrir löngu orðin spurning um stjórnarsýsluhætti í Mosfellsbæ og óska samtökin því eftir fundi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og það sem fyrst.
Sigrún P (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:48
Ég sagði af minni hálfu, svo það sé á hreinu Sigrún.
Ég hef nú fengið svör við öllum þeim spurningum og vafaatriðum sem lágu alltaf í loftinu, allt þar til í þessari viku.
Störf Varmársamtakann eða verkefni koma mér ekki við.
Virðingarfyllst. Karl Tómasson.
Karl Tómasson, 11.9.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.