16.10.2009 | 09:57
Mosfellsbær innleiði siðareglur
Töluverð umræða hefur verið um siðferði og níðskrif á blogginu að undanförnu. Á dögunum sendi stjórn Varmársamtakanna inn erindi til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bað hana að ávíta forseta bæjarstjórnar Karl Tómasson fyrir ósæmileg skrif á bloggi sínu. Bæjarstjórnin svaraði því til að það væri ekki á hennar valdsviði að taka á málinu enda notar Karl frítíma sinn til níðskrifanna.
Í Mosfellsbæ gilda engar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frekar en víða annarsstaðar og í sveitarstjórnarlögum er hvergi minnst á siðferðilegar skyldur kjörinna fulltrúa gagnvart íbúum nema að því leyti er varðar afgreiðslu mála í stjórnsýslunni.
Það er áhyggjuefni að ekki séu gerðar siðferðiskröfur til þeirra sem gegna trúnaðarstörfum í samfélaginu. Varmársamtökin gera því að tillögu sinni að Mosfellsbær innleiði siðareglur í sína stjórnsýslu.
Úr svari bæjarráðs til samtakanna:
Á 951. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 1. október 2009 var tekið fyrir tölvupósterindi Varmársamtakanna dags. 23.9.2009.
Eftir skoðun á erindinu er það niðurstaða bæjarráðs Mosfellsbæjar að það sé ekki innan valdamarka bæjarráðs né bæjarstjórnar að ávíta forseta bæjarstjórnar né setja hann af vegna framgöngu hans í bloggheimum eins og farið er fram á í erindinu.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði því svohljóðandi bókun á ofangreindum fundi sínum:
Þar sem það er ekki á verksviði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að fjalla um erindið er því vísað frá stjórnsýslu bæjarins.
Þessi afgreiðsla bæjarráðs tilkynnist hér með.
Virðingarfyllst
f.h. bæjarráðs Mosfellsbæjar
...
framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Í viðhengi eru þau gögn sem Varmársamtökin sendu bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.