9.11.2009 | 21:50
Aðalfundur Varmársamtakanna 17. nóvember
Nú líður að árlegum aðalfundi Varmársamtakanna en hann verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvember kl. 19.30 í listasal Mosfellsbæjar í Kjarna.Fundurinn hefst á venjulegum aðalfundarstörfum þar sem m.a. verða lagðir fram reikningar og kosið í nýja stjórn samtakanna. Í framhaldi af aðalfundi verða flutt erindi um áhugaverð málefni og verður sú dagskrá auglýst innan tíðar.
Við leitum að góðu fólki í stjórn og biðjum áhugasama um að tilkynna framboð a.m.k. sólarhring fyrir aðalfund í netfangið varmarsamtokin@gmail.com eða í síma 866 9376 (Sigrún).
Varmársamtökin voru stofnuð í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 8. maí 2006 í þeim tilgangi að stuðla að verndun útivistarsvæða og menningarsögulegrar byggðar við Varmá. Samtökin gerðu í upphafi þá umhverfisstefnu að sinni sem lýst er í aðalskipulagi Mosfellsbæjar, að leggja skuli "áherslu á varðveislu óspilltrar náttúru, friðlýsingu athyglisverðra svæða og tengsl byggðar við náttúrulegt umhverfi. Bærinn verði útivistarbær þar sem íbúar eru í snertingu við náttúruna á auðveldan og fjölbreyttan hátt ... .
Helstu markmið í lögum Varmársamtakanna eru þessi:
- standa vörð um Varmársvæðið frá upptökum til ósa
- efla íbúalýðræði og stuðla að auknum áhrifum íbúa í skipulags- og umhverfismálum
- stuðla að uppbyggingu útivistar- og íþróttasvæða við Varmá í sátt við náttúrulegt umhverfi
- lífga upp á bæjarlífið í Mosó með útimörkuðum, skemmtunum og menningarviðburðum.
Stjórnin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2009 kl. 08:14 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.