Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
25.12.2008 | 22:09
Varmársamtökin óska landsmönnum gleðilegra jóla
22.12.2008 | 15:04
Bútasaumur í Álafosskvos leiðir til mistaka
Bútasaumur í skipulagsmálum kann ekki góðri lukku að stýra - eins og dæmin sanna í Álafosskvos. Mistök voru gerð við lagningu Helgafellsvegar og því ekki hægt að tengja veginn við vegakerfi Kvosarinnar. Að mati íbúa á svæðinu má rekja mistökin til þess að skipulagið var unnið í bútum, þ.e. að Helgafellsvegur var lagður án tillits til þeirra breytinga sem gera þarf á deiliskipulagi Álafosskvosar. Helgafellsvegur hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á skipulagi Kvosarinnar og hefðu því verið farsælli vinnubrögð að vinna skipulagstillögurnar samhliða.
Í frétt á mbl.is er sagt frá þessu: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/22/ibuar_i_alafosskvos_kaera_mosfellsbae/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 09:29
Lagning Helgafellsvegar stenst ekki skipulag
Á mánudag sendu Varmársamtökin eftirfarandi erindi til bæjarráðs Mosfellsbæjar:
Varmársamtökin fara þess á leit við bæjarráð Mosfellsbæjar að ráðið beiti sér fyrir gagngerri endurskoðun á deiliskipulagi Helgafellsvegar og aðalskipulagi sama svæðis.
Skv. upplýsingum sem íbúar í Mosfellsbæ fengu nýverið á fundi með hönnuði gatnamóta í Álafosskvos stenst lagning Helgafellsvegar ekki gildandi skipulag með þeim afleiðingum að ekki er hægt að tengja Álafossveg við Helgafellsveg. Þetta þýðir að taka þarf malbik upp að nýju og leggja veginn aftur. Ljóst er að slík framkvæmd kostar mikla fjármuni sem skattgreiðendur í Mosfellsbæ þurfa á endanum að greiða sé tekið mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í byggingariðnaði í sveitarfélaginu. Þar sem uppbygging í Helgafellshverfi er ekki fyrirsjáanleg á næstu árum og engin þörf fyrir veginn fara Varmársamtökin þess á leit við bæjarráð að veginum verði lokað, malbik tekið upp, gróðurmold keyrð í sárið og trjám plantað í hlíðina.
Varmársamtökin telja að ásýnd og góður staðarandi í kvosinni við Álafoss sé afar mikils virði fyrir bæjarfélagið, bæði afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu og velferð íbúa, í nútíð og framtíð. Hér er um að tefla einhvern fallegasta, menningarsögulega byggðakjarna á höfuðborgarsvæðinu sem í ljósi þeirra þrenginga sem atvinnulíf á Íslandi stendur frammi fyrir í dag er afar mikilvægt að nýta sér og hlúa að.
Nú þegar tengibrautin hefur verið lögð er orðið ljóst hve afar neikvæð áhrif hún hefur á ásýnd, umhverfi og íbúabyggð við Álafoss. Gatnamót við Brekkuland valda íbúum áhyggjum vegna stóraukinnar slysahættu, auk þess sem sú bráðabirgðatenging sem vegfarendur um Álafosskvos hafa um langt skeið þurft að notast við hefur neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja í Kvosinni. Í ljósi þess hve lítið landrými er í og við Kvosina mun sú vegtenging sem nú er á teikniborðinu heldur ekki leysa þann vanda sem núþegar blasir við á svæðinu.
Varmársamtökin telja að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eigi þess nú kost að nýta sér, bæjarfélaginu til framdráttar, hrunið sem við blasir í byggingariðnaði. Samtökin skora því á bæjarráð Mosfellsbæjar að beita sér fyrir því að Mosfellsbær taki legu Helgafellsvegar til gagngerrar endurskoðunar, loki Helgafellsvegi og græði upp hlíðina.
Meðfylgjandi er ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Varmársamtakanna 25. nóvember sl.
Mosfellsbæ, 15. desember 2008
Nánari upplýsingar veitir Sigrún í síma 866 9376 eða varmarsamtökin@gmail.com
13.12.2008 | 13:59
Ný stjórn hjá Varmársamtökunum
Ný stjórn hefur nú skipt með sér verkum hjá Varmársamtökunum og hefur Sigrún Pálsdóttir tekið við formennskunni af Gunnlaugi B. Ólafssyni. Páll Kristjánsson var kosinn varaformaður, Kolfinna Baldvinsdóttir verður áfram ritari og Freyja Lárusdóttir tekur við sem gjaldkeri af Ólafi Ragnarssyni sem situr áfram í stjórn. Í varastjórn eru Gunnlaugur B. Ólafsson og Kristín Pálsdóttir.
Hefur stjórnin sammælst um að halda uppi öflugri umræðu um umhverfis- og skipulagsmál í Mosfellsbæ með því m.a. að standa fyrir fræðslufundum fyrir íbúa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 23:29
Jólamarkaður Ásgarðs kl. 12-17, 6. desember
Jólamarkaður verður haldinn í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 24, laugardaginn 6. desember kl. 12.00-17.00. Góðir gestir koma og spila af lífi og sál að venju. Viðskiptavinir geta gætt sér á kökum, kaffi og súkkulaði. Hófstilltir prísar og auðvitað á að selja alla þessa frábæru framleiðslu.
Látið fréttina berast!
Allir velkomnir!
Starfsmenn Ásgarðs handverkstæðis
4.12.2008 | 11:26
Stjórnun og rekstur félagasamtaka
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni