Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Útimarkaður í Álafosskvos mjög vel sóttur þrátt fyrir úrhelli

Íslendingar létu úrhellisrigningu ekki á sig fá í gær og mættu galvaskir á útimarkað Varmársamtakanna í Álafosskvos. Fjöldi gesta lýsti yfir ánægju með framtakið við starfsfólkið og er ljóst að markaður í Álafosskvos er búinn að festa sig í sessi í hugum fólks. 

Grænmetismarkaði Varmársamtakanna verður fram haldið í dag kl. 12-16 sunnudaginn 31. ágúst. Í boði verður harðfirskur að vestan, reyktur silungur frá útey, kryddjurtir og lífrænt ræktað grænmeti af Suðurlandi, ásamt grænmeti úr heimabyggð, sultur og mauk o.fl., o.fl.

Allir velkomnir!

Upplýsingar í síma 699 6684 eða 866 9376.


Meiriháttar fínerí á úimarkaði Varmársamtakanna í Álafosskvos 30. ágúst kl. 12.00

kjólar lítil

Félagar í Varmársamtökunum eru nú önnum kafnir við undirbúning á útimarkaði í Álafosskvos sem fram fer nk. laugardag kl. 12-16. Er markaðurinn haldinn í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar sem ber yfirskriftina "Í túninu heima". Allt stefnir í að meiriháttar fínerí verði til sölu á markaðnum og fjölbreytt dagskrá í boði á meðan á markaði stendur s.s. eins og prinsessukjólauppboð Elísabetar Brekkan. Jón Baldvin aðstoðar fagurkera við val á rósum og Ásgarðsmenn sýna leikritið "Ísland ögrum skorið". Ungt tónlistarfólk heldur uppi stemningunni með hugljúfri tónlist og gómsætar veitingar verða reiddar fram í Kaffi Kvos.

Dagskrá og vöruúrval á útimarkaði Varmársamtakanna í Álafosskvos:

MATARMARKAÐUR við VARMÁ

  • LÍFRÆNT RÆKTAÐAR KRYDDJURTIR FRÁ ENGI
  •  HEIMALAGAÐAR SULTUR OG SUÐRÆN KRYDDJURTAMAUK
  • VARMÁRBRAUÐ FRÁ GRÍMSBÆ
  • RÓSIR Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM FRÁ LAUGABÓLI
  • BIRKI- OG TAÐREYKUR SILUNGUR FRÁ ÚTEY
  • STEINBÍTUR FRÁ HARÐFISKVERKUN FINNBOGA Á ÍSAFIRÐI
  • LÍFRÆKT RÆKTAÐ GRÆNMETI FRÁ
  • GARÐYRKJUSTÖÐINNI AKRI
  •  GARÐYRKJUSTÖÐINNI SUNNU SÓLHEIMUM
  • GARÐYRKJUSTÖÐINNI HÆÐARGARÐI 
  • ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR
  • SÖL FRÁ HRAUNI
  • HEIMABAKAÐAR BERJABÖKUR OG KLEINUR 

NOTAÐ OG NÝTT

  • KOMPUDÓT
  • FATNAÐUR
  • PRINSESSUKJÓLAR Í MIKLU ÚRVALI

 HANDVERK

  • SÝNING Á TRÉMUNUM Í ÁSGARÐI
  •  ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR Í ÁLAFOSSBÚÐINNI
  • HANDUNNIR HNÍFAR HJÁ PALLA HNÍFASMIÐ
  • SKARTGRIPIR  

KAFFIVEITINGAR Í KAFFI KVOS
OPIÐ KL. 12.00 - 16.00

UPPBOÐ Á PRINSESSUKJÓLUM KL. 13.15

"ÍSLAND ÖGRUM SKORIÐ"

leiksýning Ásgarðsmanna kl. 14.00 á sviði Álafossleikhússins

LIFANDI TÓNLIST – UNGIR TÓNLISTARMENN

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Guðmundsdóttir í síma 867 3443

varmarsamtokin@gmail.com ∙ www.varmarsamtokin.blog.is

NÆG BÍLASTÆÐI MEÐFRAM HELGAFELLSVEGI


Lumar þú á einmana prinsessukjól?

Kjólar 1Kjólar 2Kjólar3

Árlegur útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos nálgast nú óðfluga en hann verður haldinn nk. laugardag. Á markaðnum mun Elísabet Brekkan útvarpskona hjá Rúv stýra prinsessukjólauppboði en hún er eins og alþjóð veit sérlegur sérfræðingur og ráðgjafi Íslendinga í málefnum kóngafólks um víða veröld. Ef eitthvert ykkar lumar á einmana stelpukjól sem á þá ósk heitasta að kynnast nýrri stelpu hafið endilega samband við Sigrúnu Guðmundsdóttur í síma 867 3443 eða Kristínu Pálsdóttur í síma 893 9327.

Búið er að manna flestar stöður en enn vantar fólk til að hjálpa til við sölu á gómsætu grænmeti. Sjái einhver sér fært að vera með er best að setja sig í samband við Sigrúnu Páls í síma 866 9376.

Markaðurinn hefst kl. 12 og lýkur kl. 16 og góð mæting fyrirsjáanleg ef marka má aðsókn fyrri ára. Dagskrá er afar fjölbreytt. Snilldarkokkurinn Stína Páls mun sjá um veitingasölu, Elísabet Brekkan stjórna prinsessukjólauppboði, Ásgarðsmenn flyta frumsamið leikrit og ungt tónlistarfólk spila fyrir gesti á meðan á útimarkaði stendur. Þetta og margt fleira verður á döfinni á markaðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórnin

Útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos 30. ágúst

Markadur 
NÚ er um að gera að setja sig í blússandi sölu- og markaðsstellingar fyrir ÚTIMARKAÐ VARMÁRSAMTAKANNA Í ÁLAFOSSKVOS sem haldinn verður í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA 30. ágúst nk., kl. 12-16. Á markaðnum verður hægt að koma nánast hverju sem er í verð, samhliða því að leyfa öðrum að njóta þess sem þú sjálf/ur hefur búið til og ræktað. Mörg þúsund manns hafa komið í Álafosskvos til að njóta útimarkaðsstemmningar í þau skipti sem hann hefur verið haldinn enda markmiðið að lífga upp á mannlífið í Mosfellsbæ.
Þeir sem áhuga hafa á að selja vörur, hjálpa til eða troða upp með tónlistaratriði, upplestri eða annað eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigrúnu Guðmundsdóttur í síma 586 8086/867 3443 eða senda fyrirspurnir á sigrun@ust.is
Hingað til hafa allar vörur á markaðnum selst upp. Hver lengdarmeter í sölutjöldum kostar kr. 5000 eins og í fyrra og biðjum við áhugasama að festa sér það pláss sem þeir þurfa með því að greiða leigugjald inn á bankareikning samtakanna: 549-26-410, kt. 560606-1760 fyrir mánudag 25. ágúst.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur.
Stjórn Varmársamtakanna
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama vini, vinnufélaga og vandamenn.

Heildstætt umhverfismat í stað dýrkeyptra eftiráreddinga

Álafosskvos og Helgafellsland 07Dapurlegar afleiðingar þess að ekki fór fram heildstætt mat á umhverfisáhrifum deiliskipulags Helgafellsvegar blasa nú við vegfarendum um Álafosskvos. Varmársamtökin hafa lengi barist fyrir heildstæðu umhverfismati á öllum þeim framkvæmdum sem tengibrautin við Varmá fæðir af sér. Ef bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hefðu brotið odd af oflæti sínu og hlustað á rök samtakanna hefði núverandi lega tengibrautarinnar aldrei komið til álita. Bentu samtökin m.a. á að ekki væri nægilegt landrými í Kvosinni fyrir svo umfangsmikla vegagerð. Niðurstaða okkar er sú að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dýrkeypt skipulagsmistök í Álafosskvos ef fram hefði farið heildstætt mat á umhverfisáhrifum.
 
Helgafellsvegur tengdur KvosÍ dag er búið að þröngva tengibrautinni yfir annan vegarhelming Álafossvegar þannig að aðeins er hægt að aka til og frá Kvosinni eftir einni akrein. Auk þess að skapa slysahættu er ástand vegarins með öllu óviðunandi. Nú eftirá eru arkitektar að leita leiða út úr skipulagsvandanum sem bæjaryfirvöld hefðu getað sparað sér með því að meta heildaráhrif skipulagsins fyrirfram.
Frá upphafi skipulagsferlis hafnaði Mosfellsbær óskum íbúa og Umhverfisstofnunar um að vinna deiliskipulag Álafosskvosar samhliða deiliskipulagi Helgafellsvegar. Í dag stendur íbúum til boða vegtenging inni í Kvosinni sem þó er bein afleiðing af deiliskipulagi tengibrautarinnar.
Ljóst er að ekkert pláss er fyrir gatnamót inni í Kvosinni. Samt sem áður telja framkvæmdaaðilar að engin önnur leið sé fær sem þýðir að íbúar áttu frá upphafi ekki annað val en að sætta sig við ódáminn sem nú liggur á teikniborði “fagaðila”.
 
Úrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, þess efnis að fram fari heildstætt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda í tengslum við álver á Bakka er í ljósi þessara vinnubragða mikið fagnaðarefni.  Ráðherra er að virkja ákvæði í íslenskum lögum sem fyrir löngu hefði átt að vera sjálfsagður þáttur í undirbúningi framkvæmda á Íslandi. Hefði ákvæðinu verið beitt eins og til er ætlast í evrópskri umhverfislöggjöf hefði á umliðnum árum mátt afstýra óafturkræfum  umhverfisspjöllum víða um land.
 
En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er grunnt á vilja margra þingmanna til að stuðla að raunverulegum umbótum í umhverfis- og skipulagsmálum.  Í stað þess að styðja viðleitni umhverfisráðherra til að innleiða löngu tímabær vinnubrögð við undirbúning framkvæmda bítast stjórnmálamenn um atkvæði Húsvíkinga. Er það þingmönnum sæmandi að tala til þjóðarinnar eins og að umhverfisráðherra hafi gert mistök með því að fara að lögum?
 
Ljóst er að áhrif framkvæmda í Mosfellsbæ eru af annarri stærðargráðu en á Húsavík. Engu að síður gilda sömu reglur um undirbúninginn, þ.e. að afleiðingar skipulagsáætlana liggi ljósar fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Með heildstæðu umhverfismati hefði mátt forða Mosfellsbæ frá vandræðalegum eftiráreddingum. Ég lít á úrskurð ráðherra sem viðleitni til að forðast slík mistök í framtíðinni og hvet þingmenn til að standa ekki í vegi fyrir því að sjálft ríkisvaldið framfylgi lögum á Íslandi.

sp


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband