Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
5.4.2009 | 22:39
Álafosskvos undir skipulagshnífinn
Frestur til að koma á framfæri athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Álafosskvosar rann út í síðustu viku. Núgildandi skipulag sem er frá árinu 1997 lýsir metnaði og umhyggju fyrir sögu og náttúru Álafosskvosar. Það sama verður ekki sagt um endurskoðaða greinargerð því í henni er búið að fella út kafla um skipulagsforsendur og verndun svæðisins. Í athugasemdum sem Varmársamtökin sendu Mosfellsbæ segir m.a.: "Í greinargerð með núgildandi deiliskipulagi frá 1997 er sögulegt yfirlit (1.1) þar sem sagt er frá einstöku byggingum í gamla ullarverksmiðjuhverfinu við Álafoss og tiltekið að Álafosskvos marki merkileg spor í iðnsögu Íslands og sögu Mosfellsbæjar. Legu svæðisins og náttúrufari (1.2) er einnig lýst og bent á þá einstöku möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða til útivistar og annarrar starfsemi. Í skipulagsforsendum er náttúruminja- og útivistargildi Varmár tíundað og ítrekuð sú stefna Mosfellsbæjar að fossinn Álafoss verði friðlýstur.
Ennfremur er með vísan í staðfest aðalskipulag (1.4) sagt frá því að skipulagið geri ráð fyrir smáiðnaðar- og listamiðstöð við Álafossveg til frambúðar. Í nýrri tillögu er þessari forsendu haldið inni en lýsingu á náttúrufari og umfjöllun um gamla ullarverksmiðjuhverfið að mestu sleppt. Að okkar mati hlýtur iðnsögulegt vægi gömlu ullarverksmiðjunnar þó að vera afar mikilvæg skipulagsforsenda fyrir eftirlitsstofnanir og þá sem vinna að breytingum á skipulagi Álafosskvosar í nútíð og framtíð. Varmársamtökin leggja því til að ofangreindar skipulagsforsendur skipi verðugan sess í endurskoðaðri greinargerð.
2. Í skipulagsforsendum og markmiðum deiliskipulags er fjallað sérstaklega um verndun gamla verksmiðjuþorpsins, lífríki og náttúruminjagildi Varmár, trjágróður, friðlýsingu Álafoss o.fl. Mikill missir er af kaflanum um verndun Álafosskvosar í nýrri greinargerð og einnig því markmiði að leggja nægjanlegt svæði undir almennt útivistarsvæði í kringum kvosina þannig að að henni verði ekki þrengt með framkvæmdum og yfirbragð umhverfisins haldist. Varmársamtökin telja miður að útivistargildi Álafosskvosar sé að engu haft í nýrri greinargerð en gamla verksmiðjuþorpið er órjúfanlegur hluti af vinsælu útivistarsvæði sem teygir sig frá Reykjafelli niður með árbökkunum að ósum Varmár. Varmársamtökin leggja til að þessu mikilvæga hlutverki svæðisins verði gerð viðunandi skil í endurskoðaðri greinargerð með skipulaginu. ... ."
Í viðhengi hér að neðan má sjá skjalið í heild.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2009 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni