Hvern vernda lögin?

Vegna yfirlýsinga bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um að framkvæmdir í Álafosskvos standist lög.

Varmársamtökin furða sig á að framkvæmdir við Álafosskvos geti allar
talist löglegar.  Varmáin er moldarbrún á litinn enda er  mikið rask vegna
framkvæmda í hlíðinni fyrir ofan ána.  Áin er ekki vöktuð (til að meta
lífsskilyrði í ánni)  og engar mótvægisaðgerðir eru sýnilegar á
framkvæmdasvæðinu.  Er slíkt eðlilegt og löglegt á svæði sem hallar að
Varmá sem er á náttúruminjaskrá?  Hvaða vernd gefa náttúruverndarlög og
lög um mat á umhverfisáhrifum?  Vernda þau máske rangan aðila?

Sigrún Guðmundsdóttir og Ævar Örn Jósepsson fyrir Varmársamtökin

Grein af gamla blogginu: http://blog.central.is/varmarsamtokin?page=news


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband