9.2.2007 | 16:21
Jarðýtur gegn lýðræði
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram
Höfundar svara að bragði grein Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem birtist í Mbl. í gær.
Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem situr sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar í skjóli Vinstri grænna, er margt til lista lagt. Þeir sem fylgjast með fréttum, sáu hana í gærkvöldi í beinni útsendingu í gervi útkastara fyrir framan safnaðarheimili Lágafellskirkju. Á þessum fundi ætlaði bæjarstjórinn að reyna að koma vitinu fyrir íbúa Álafosskvosar, sem að undanförnu hafa margir hverjir orðið að leita áfallahjálpar vegna meinbægni bæjarstjórans. En bæjarstjórinn taldi ráðlegra að vinsa sauðina frá höfrunum, verðuga frá óverðugum, og brá sér þess vegna í gervi útkastarans til að stugga burt grunsamlegum persónum og fréttasnápum.
Í Morgunblaðinu í dag (8.feb.) bregður bæjarstjórinn sér í gervi lýðræðispostulans, þar sem einum er kennt en öðrum bent. Þar boðar hún lýðræðisleg vinnubrögð, virðingu fyrir skoðunum annarra og umhyggju fyrir umhverfinu. Bara að bæjarstjórinnn gæti nú tollað í þessu vingjarnlega gervi út sólarhringinn. Það væru þá mikil og góð umskipti miðað við reynslu meðlima Varmársamtakanna hingað til af viðskiptum við bæjarstjórann.
Á undanförnum misserum hafa Varmársamtökin, sem kunnugt er, freistað þess að bjarga Álafosskvosinni, starfseminni þar og umhverfi Varmár, frá stöðugri ágengni bæjarstjórnarmeirihlutans. Að fenginni biturri reynslu af samskiptum við bæjarstjórnarmeirihlutann almennt, og bæjarstjórann sérstaklega, hafa samtökin tekið saman eftirfarandi spurningalista. Svörin leiða í ljós fremur óaðlaðandi mynd af ólýðræðislegum vinnubrögðum og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra. Spurningarnar varða kjarna málsins og eru eftirfarandi:
1. Hefur verið haft samráð á öllum skipulagsstigum ferlisins?
2. Er kynning á framkvæmdum í samræmi við lagaskyldu?
3. Hafa bæjaryfirvöld tekið tillit til breytingatillagna Varmársamtakanna?
4. Hefur verið haft tilskilið samráð við Umhverfisstofnun?
5. Hefur yfirlýst stefna Mosfellsbæjar um aðgengi að náttúru- og útivistarsvæðum verið virt?
6. Hefur tilskilin hverfisvernd samkvæmt aðalskipulagi verið virt?
7. Er þess gætt, að hávaðamengun fari ekki yfir leyfileg mörk?
8. Voru kannaðir aðrir kostir á legu tengibrautar en um Álafosskvos?
9. Var tekið tillit til sérstæðrar atvinnustarfsemi í Álafosskvos við gerð skipulagsins?
10. Hafa áætlanir um umferðartengingar við Vesturlandsveg verið kynntar íbúum?
11. Var orðið við tillögum Varmársamtakanna um rannsókn á áhrifum framkvæmdanna á velferð íbúa og umhverfi?
12. Taka skipulagstillögur um Helgafellsland mið af nálægð byggðarinnar við náttúruna?
13. Hefur tengibraut um Álafoss verið í aðalskipulagi Mosfellsbæjar í aldarfjórðung?
14. Er ástand Varmár í takt við sett markmið í aðalskipulagi?
15. Er þess gætt, að lífríki og vatnabúskapur Varmár spillist ekki við framkvæmdirnar?
Stutta svarið við öllum þessum spurningum er því miður einfalt. Svarið er nei. Lengri svör verða látin bíða um sinn. Þau svör lýsa því miður í löngu máli tómlæti, tillitsleysi, vanrækslu á sjálfsögðum skyldum sveitarstjórnarmanna í meirihluta Mosfellsbæjar og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra. Bæjarstjóra Mosfellsbæjar er vissulega margt til lista lagt, en af einhverjum ástæðum virðist henni láta betur að siga stórvirkum vinnuvélum á friðsama mótmælendur, en að hlusta af virðingu á rökstudd sjónarmið annarra.
9.2.2007 | 02:10
Hert öryggisgæsla í safnaðarheimili
Sú var tíðin að regla var í sveitum að hafa kirkjur opnar. Þannig var það réttur hvers og eins að leita skjóls í húsi "Hans" ef sorg bar að garði eða ef fólki lá mikið á hjarta og vildi leita æðri styrks og krafts. Klukkan fimm í dag var boðað til fundar í safnaðarheimilinu út af máli sem hefur vakið upp umræður og tilfinningar meðal Mosfellinga og reyndar meðal fólks víða um land.
Í sjónvarpsfréttum sem settu Álafosskvosina í brennidepil þjóðmálanna kom fram að vinnuvélar hafi verið fjarlægðar vegna þess að ekki hafi verið búið að gefa út framkvæmdaleyfi á tilteknum stað í skógarlundi við gömlu ullarverksmiðjuna að Álafossi. Jafnframt kemur fram í viðtali við bæjarstjóra að ætlunin sé að funda með Varmársamtökunum og íbúum um málið. Endanlega hönnun brautar o.fl.
Einungis sumir íbúar Álafosskvosar fengu bréf um kynningarfundinn. Hinsvegar var ekkert fundarboð sent á Varmársamtökin eða aðila í stjórnkerfi Mosfellsbæjar sem málið varðar. Upphaf fundarins og undirbúningur verður það sem er fréttnæmt en ekki inntak hans. Í "kirkjudyrunum" stóðu byggingafulltrúi og bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Þau voru þar með krossinn í baksýn að velja út þá sem væru velkomnir á fundinn og hverjir væru það ekki. Fréttamanni sjónvarps var vísað á braut með kuldalegum hætti og þeim sem gátu gert nægjanlega góða grein fyrir sér hleypt inn.
Ef bæjarstjórn hefur góðan málstað að verja, afhverju var þá ekki boðað til opins og almenns fundar með bæjarbúum. Efnt til skynsamlegrar umræðu um það hvernig hægt er að sameina uppbyggingu bæjarins og verndun söguminja og útivistarmöguleika. Inntak fundarins var frekar þurrt og langdregið. Kynning landslagsarkitekts og verkfræðings á hljóðmengun og legu fyrirhugaðrar tengibrautar um Álafosskvos. Fréttamennirnir geta því verið þakklátir fyrir hlut byggingafulltrúans og bæjarstjórans að ná að búa til spennufrétt úr engu.
Nú ef fundur á vegum bæjarfélagsins í safnaðarheimili undir kirkjulegum táknum fær ekki að opna á farveg umræðunnar hjá almenningi í bænum, þá verða aðrir að búa til annað tækifæri til þess, á öðrum stað. Varmársamtökin hafa boðað til almenns borgarafundar um málið í Þrúðvangi, Álafosskvos á laugardaginn klukkan tvö. Fundurinn er öllum opinn.
Gunnlaugur B. Ólafsson
7.2.2007 | 23:06
Umhverfisstofnun stendur við alvarlegar viðvaranir sínar
Í dag áttu Varmársamtökin áhugaverðan fund með forstjóra og sérfræðingum Umhverfisstofnunar þar sem fram kom að stofnunin stendur við þær alvarlegu athugasemdir sem hún í tvígang gerði við deiliskipulag tengibrautar um Álafosskvos en umsagnirnar voru unnar að beiðni Skipulagsstofnunar og síðan Umhverfisráðuneytisins. Á fundinum staðfestu fulltrúar Umhverfisstofnunar það mat Varmársamtakanna að hvorki sveitarfélög né ráðuneyti væru þess megnug að fella úr gildi lög um náttúruvernd eins og skilja má á yfirlýsingu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur bæjarstjóra í Mosfellsbæ í dag.
Umhverfisstofnun benti í umsögnum sínum um lagningu tengibrautar um Álafosskvos ítrekað á að Mosfellsbæ bæri að fara að lögum um náttúruvernd. Varmá er frá upptökum til ósa á náttúruminjaskrá og eru ósar hennar auk þess friðlýstir. Þar sem framkvæmdasvæðið liggur að ánni sem rennur eðli málsins samkvæmt í sjó við friðlýsta árósa Varmár í Leirvogi ber Mosfellsbæ að leita umsagnar Umhverfisstofnunar áður en gefið er leyfi til framkvæmda við Varmá.
Bagalegt er til þess að vita að bæjarstjóri Mosfellsbæjar skuli leggja allt kapp á að sniðganga lög um náttúruvernd en markmið þeirra er háleitt, þ.e. að koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Engin mótvægisaðgerðaáætlun var unnin af Mosfellsbæ í aðdraganda framkvæmdanna í Helgafellslandi, frekar en endranær. Af hverju var sérfræðingum ekki falið að vinna slíka áætlun? Aur og drulla rennur nú í stríðum straumum frá framkvæmdasvæði Helgafellsbygginga í Varmá. Í leysingum um síðustu helgi tók áin á sig lit jökulsár. Afleiðingar þessa aurburðar eru súrefnisskortur sem kæfir líf í ánni. Hefði ekki verið skynsamlegra að leita sér ráðgjafar til að koma í veg fyrir þessi umhverfisspjöll?
Að mati Varmársamtakanna er tími til kominn að bæjarstjóri Mosfellsbæjar láti sér segjast og fari að dæmi Garðbæinga sem leituðu sér ráðgjafar í umhverfismálum þegar byggð við Urriðavatn var skipulögð. Nágrönnum okkar er greinilega öðruvísi farið enn Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Þeir láta sér annt um náttúruna og gerðu það eina rétta við undirbúning framkvæmda, þ.e. að leita til sérfræðinga til að útiloka möguleikann á meiriháttar umhverfisslysi fyrirfram.
Náttúruspjöll eru nú það sem koma skal í Mosfellsbæ! Hvílík skammsýni!
Grein af gamla blogginu: http://blog.central.is/varmarsamtokin?page=news Eftirfarandi athugasemd er þaðan:
Jón Sævar Jónsson skrifaði
lags- og byggingarnefndar sem fram komu á borgarafundi um vestursvæðið.
7.2.2007 | 23:03
Kynningarfundur um mannvirki sem framkvæmdir eru núþegar hafnar við
7.2.2007 | 22:59
Hvern vernda lögin?
7.2.2007 | 22:58
Á flæmingi undan lögunum
7.2.2007 | 22:54
Um hroka og heigulshátt
7.2.2007 | 22:49
Tengibraut og almenn tengsl í Mosó
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2007 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 22:36
Um trúverðugleika Vinstri grænna: Er stefnan skiptimynt?
7.2.2007 | 22:07
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni