Hver þorir? - Neyðarkall á örlagastund

Lesendum til fróðleiks birtum við hér bréf sem Varmársamtökin sendu daginn sem verktakar Helgafellsbygginga ruddust á gröfum sínum inn í Álafosskvos. Þökk sé Bryndísi Schram o.fl. voru framkvæmdir stöðvaðar. Gaman væri að fá að vita hversu víða þetta dreifibréf fór.

Varmársamtökin í Mosfellsbæ senda á örlagastundu neyðarkall til formanna fagfólks og fagurkera í landslagsmótun í eftirtöldum félögum:

Arkitektafélagi Íslands,
Félagi íslenskra landslagsarkitekta og
Félagi skipulagsfræðinga á Íslandi.

Eyðilegging er hafin á einhverjum skemmtilegasta byggðarkjarna og náttúruperlu á höfuðborgarsvæðinu, Álafosskvos. Við leitum til ykkar því hér er alvörumál á ferð. Við hönnun og skipulag Álafosskvosar hafa lögmál fagurfræði algjörlega verið látin víkja fyrir skammtíma hagsmunum landeigenda; náttúruupplifun fyrir bílaumferð sem hægt hefði verið að beina annað. Er ekki tími til kominn að læra af mistökum annara þjóða? Hvar er þekkingin? Ef við værum á einhverju af hinum Norðurlöndunum hefði þessi framkvæmd aldrei verið leyfð.

 Varmársamtökin fara þess á leit við ykkur:

1) að félagsmenn ykkar taki afstöðu í málinu og láti hana í ljós á opinberum vettvangi.

2) Að þessari tilkynningu verði dreift til félaga á félagaskrá ykkar.

Gröfurnar hafa rutt sér leið að trjálundinum fyrir ofan gömlu ullarverksmiðjuna við Álafoss. Það er því ekki lengur eftir neinu að bíða. Klukkan eitt í dag verður flaggað í hálfa stöng í Álafosskvos.

Allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Líst vel á þetta. Ekki væri verra ef Varmársamtökin kæmi af stað hugarfarsbreytingu með skipulag á Íslandi, því það er á flestum stöðum fyrir neðan allar hellur. Já hvar er þekkingin.

Er sjálfur arkitekt en starfa erlendis. Skrifaði smá umþetta hér http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/124413/ 

xxx

Ólafur Þórðarson, 21.2.2007 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband