21.2.2007 | 02:17
Hver þorir? - Neyðarkall á örlagastund
Lesendum til fróðleiks birtum við hér bréf sem Varmársamtökin sendu daginn sem verktakar Helgafellsbygginga ruddust á gröfum sínum inn í Álafosskvos. Þökk sé Bryndísi Schram o.fl. voru framkvæmdir stöðvaðar. Gaman væri að fá að vita hversu víða þetta dreifibréf fór.
Varmársamtökin í Mosfellsbæ senda á örlagastundu neyðarkall til formanna fagfólks og fagurkera í landslagsmótun í eftirtöldum félögum:
Arkitektafélagi Íslands,
Félagi íslenskra landslagsarkitekta og
Félagi skipulagsfræðinga á Íslandi.
Eyðilegging er hafin á einhverjum skemmtilegasta byggðarkjarna og náttúruperlu á höfuðborgarsvæðinu, Álafosskvos. Við leitum til ykkar því hér er alvörumál á ferð. Við hönnun og skipulag Álafosskvosar hafa lögmál fagurfræði algjörlega verið látin víkja fyrir skammtíma hagsmunum landeigenda; náttúruupplifun fyrir bílaumferð sem hægt hefði verið að beina annað. Er ekki tími til kominn að læra af mistökum annara þjóða? Hvar er þekkingin? Ef við værum á einhverju af hinum Norðurlöndunum hefði þessi framkvæmd aldrei verið leyfð.
Varmársamtökin fara þess á leit við ykkur:
1) að félagsmenn ykkar taki afstöðu í málinu og láti hana í ljós á opinberum vettvangi.
2) Að þessari tilkynningu verði dreift til félaga á félagaskrá ykkar.
Gröfurnar hafa rutt sér leið að trjálundinum fyrir ofan gömlu ullarverksmiðjuna við Álafoss. Það er því ekki lengur eftir neinu að bíða. Klukkan eitt í dag verður flaggað í hálfa stöng í Álafosskvos.
Allir velkomnir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Líst vel á þetta. Ekki væri verra ef Varmársamtökin kæmi af stað hugarfarsbreytingu með skipulag á Íslandi, því það er á flestum stöðum fyrir neðan allar hellur. Já hvar er þekkingin.
Er sjálfur arkitekt en starfa erlendis. Skrifaði smá umþetta hér http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/124413/
xxx
Ólafur Þórðarson, 21.2.2007 kl. 04:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.