23.3.2007 | 09:38
Gróskumikið mannlíf og tengsl við náttúru
Sveitarfélög setja fram stefnu sína um áherslur í mikilvægum málaflokkum í svokallaðri greinargerð með aðalskipulagi. Skipulagið er endurskoðað með ákveðnu millibili og því breytt eftir þróun mála í sveitarfélaginu þegar þurfa þykir. Aðalskipulag hefur samt ígildi laga og er sveitarfélögum skylt að framfylgja þeirri stefnu sem þar er lýst við gerð skipulagsáætlana. Við rákumst á eftirfarandi lýsingu í greinargerð ákveðins bæjarfélags á Íslandi. Gaman væri að vita hvort lesendur vita hvaða skipulag hér um ræðir.
Byggðin
Markmið aðalskipulagsins er að í ?bæ fái að þróast fjölbreytt byggð í góðum tengslum við umhverfið. Með uppbyggingu þéttbýlis í ?bæ verði stefnt að því að allir íbúar njóti nálægðar við opin svæði, bæði mótuð útivistarsvæði og ósnortna náttúru. Gætt verði hagkvæmni í landnotkun og byggðin skipulögð þannig að hún stuðli að gróskumiklu mannlífi þar sem tekið er tillit til umhverfissjónarmiða, m.a. hvað snertir umferð og orkunotkun. Stefna ber að góðu búsetuumhverfi með fjölbreytilegum húsagerðum og aðlaðandi bæjarmynd. Leggja skal áherslu á að móta þéttbýlisumhverfi sem hvetur til útiveru og stuðlar að fjölbreyttu bæjarlífi. Tryggt verði að aðgengi frá byggð til fjalls og fjöru verði tryggt þannig að tengsl manns og náttúru haldist eins og nú er. Ímynd bæjarins sem útivistarbæjar verði viðhaldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Varmársvæðið árið 1999
Árið 1999 heillaðist ég hreinlega af Varmársvæðinu - hér var sveitin mín í borginni. Auðvitað vex bærinn en með ótrúlegum hraði síðasta árið og því miður er eitt og annað í skipulagi bæjarins sem hægt er að gera mun betur en deiliskipulagsáætlanir segja fyrir um. Jafnframt er víða beitt fyrirbyggjandi aðgerðum til að lágmarka skaða vegna framkvæmda - förum yfir málin og gerum hlutina eins vel og hægt er.
Sigrún Guðmundsdóttir stjórnarmeðlimur Varmársamtakanna
Sigrún G (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.