2.4.2007 | 00:12
Reykjalaug í endurnýjun lífdaga?
Varmársamtökin hafa viðrað þá hugmynd að gera þurfi hina ósýnilegu en samt svo gjöfulu auðlind sem liggur undir yfirborði jarðskorpunnar í Mosfellsbæ sýnilega í bæjarfélaginu. Í iðrum sveitarfélagsins liggur eitt stærsta hverasvæði á Íslandi. Í dag sjást um það lítil ummerki á yfirborðinu annað en fátækleg kofaskrifli Orkuveitunnar og upplýsingaspjöld sem sett voru upp á Reykjum í tilefni af 60 afmæli Reykjaveitu 2003. Gamli hitaveitustokkurinn hefur að miklu leyti orðið stórvirkum vinnuvélum að bráð og sömu sögu er að segja um fornar minjar þvottalauga í Helgafellslandi.
Hugmyndir Varmársamtakanna um að gera jarðsögu sveitarfélagsins skil með eftirminnilegum hætti eru reyndar ekki nýjar af nálinni og hafa áhugasamir einstaklingar hér í bæ m.a. lagt til að endurgera Reykjalaug sem nú liggur undir malbiki á veginum að Syðri- Reykjum.
Í tilefni að afmæli Reykjaveitu stóðu sagnfræðingarnir Magnús Guðmundsson og Bjarki Bjarnason fyrir gerð upplýsingaskilta um hitaveituna í samvinnu við Orkuveituna. Skrifaði Bjarki að þessu tilefni greinarstúf um Reykjalaug í Vinstri grænan Sveitunga sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi höfundar.
Reykjaveita 60 ára
Síðla hausts árið 1943 tók heitt vatn að streyma úr Mosfellssveit til Reykjavíkur í stórum stíl og enn er drjúgur hluti höfuðborgarinnar hitaður upp með heitu vatni úr Mosfellsbæ. Um síðustu helgi var 60 ára afmæli Reykjaveitu fagnað og þá voru afhjúpuð tvö upplýsingaskilti sem Orkuveita Reykjavíkur lét setja upp á Reykjum. Skiltin hafa að geyma ýmsar tæknilegar upplýsingar og sögulegan fróðleik um Reykjaveitu í máli og myndum.
Reykjalaug
Um síðustu helgi var 60 ára afmæli Reykjaveitu fagnað og tvö upplýsingaskilti afhjúpuð sem Orkuveita Reykjavíkur lét setja upp á Reykjum. Það var svalt í veðri þennan sunnudag og menn glöddust yfir því að geta notið ylsins í upphituðum íbúðarhúsum. En um leið rifjaði fólk upp notkun jarðhitans á fyrri tíð og bar þá svonefnda Reykjalaug á góma.
Reykjalaug var grjóthlaðin laug örskammt frá Reykjabænum og notuð til baða í aldanna rás. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 18. öld er lauginni lýst með þessum orðum: Reykjalaug heitir lítil, heit uppspretta í austanverðri Mosfellssveit. Vatnið í henni er léttara en í köldum uppsprettum. Það er tært og bragðlaust. Ekki er það heitara en svo, að hægt er að halda hendi niðri í því.
Eftir að jarðboranir hófust í Reykjahverfi á 4. áratugi síðustu aldar þornaði Reykjalaug upp, hvarf undir akveginn heim að Reykjum og féll í gleymsku og dá. Fyrir nokkrum árum var grafið fyrir jarðstreng á þessum slóðum og þá vísaði Jón M. Guðmundsson á leifar laugarinnar. Nú eru hugmyndir komnar á flot um að grafa Reykjalaug upp og endurgera, líkt og gert hefur við slíkar laugar annarsstaðar á landinu. Vonandi taka menn höndum saman og koma því máli í heila höfn svo ylvolgt hveravatnið fái að leika um Reykjalaug á ný.
Bjarki Bjarnason, sagnfræðingur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.