Umferðarþungi í og í grennd við Mosfellsbæ

Varmársamtökin fagna því framtaki Mosfellsbæjar að kynna lagningu Tunguvegar úr Leirvogstungu að Skeiðholti fyrir íbúum en það var gert á kynningarfundi í gær. Nú er bara að vona að hlustað verði á raddir íbúa sem óttast m.a. mjög um öryggi barna sinna verði af þessari framkvæmd.
Fram kom á fundinum að menn voru ekki með tölur um umferðarþunga í grennd við Mosfellsbæ á hraðbergi og er hér með bætt úr því.

Úr skýrslu um umferð á þjóðvegum árið 2005.
Tölur Vegagerðarinnar um umferðarþunga á hringveginum:

  • frá Suðurlandsvegi að Úlfarsfellsvegi 36 þús bílar/dag
  • frá Úlfarsfellsvegi að miðbæ Mos 21 þús bílar/dag
  • frá miðbæ Mos að Þingvallavegi 11 þús bílar/dag
  • frá Þingvallavegi að Brautarholtsvegi 6 þús bílar/dag

Aukningin í umferð milli áranna 2005 og 2006 var nálægt 6%. Skýrslan í heild er á heimasíðu Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is undir flokknum umferð og umferðartölur.
Þegar Álfsnes og Leirvogstunguhverfi eru fullbyggð er reiknað með allt að 50 þús bíla umferð á sólarhring frá miðbæ Mosfellsbæjar að Þingvallaafleggjara. Þessi spá Vegagerðarinnar byggir á ágiskun þar sem eftir á að koma í ljós hvernig vegagerð í tengslum við Sundabraut verður háttað.

Umferðarþungi í tengslum við Tungubraut var einnig til umræðu á fundinum. UST gerði í upphafi eftirfarandi athugasemdir við útreikninga Mosfellsbæjar:
"Umhverfisstofnun telur að umferðarforsendur sem útreikningar á hljóðstigi á Skólabraut miðast við séu of varlega áætlaðar. Í bílatalningum sem gerðar voru í apríl sl. (2006) reyndist umferð vera 2200 bílar á sólarhring á Skeiðholti og 1800 bílar á sólarhring á Skólabraut. Samkvæmt umferðarforsendum útreikninga er gert ráð fyrir 1500 bílum á sólarhring eftir að tengibrautin er komin. Vantar því upp á 300 bíla við umferðarforsendur auk þess sem líklegt er að aukning verði á umferð um Skólabraut." (UST, 21.08.06)
Í svari Mosfellsbæjar við þessari athugasemd er umferðarþunga á Skólabraut breytt í 2000 bíla á sólarhring. Umferð eykst því um 200 bíla með tilkomu Tungubrautar. Í heild áætlar Mosfellsbær að um 1500 bílar fari um Tungubraut á sólarhring. Varlega áætlað má því gera ráð fyrir að um 3500 bílar fari um Skeiðholt á sólarhring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir allir áhugamenn um umhverfismál.  Verð stundum leið og stundum reið yfir bulli á bloggi en svo er það svo ljómandi inn á milli - það er náttúrulega frábært þegar maður kemst ekki á fundi að geta fregnað eitthvað af þeim heima í stofu og þar að auki fengið alls kyns matreiddan fróðleik eins og um umferðarmál hér að ofan

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband