Fegrum okkar nánasta umhverfi

Sunnudaginn 6. maí kl. 13.00 standa Varmársamtökin fyrir vorhreingerningu. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og hreinsa bakka Varmár. Hægt er að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Álafossbúðinni á laugardeginum. Tökum til hendinni, ungir og gamlir, njótum útiveru í fallegu og friðsælu umhverfi og gerum gagn í leiðinni. Því margar hendur vinna létt verk.
Varmársamtökin fagna því hve vel tókst til laugardaginn 28. apríl þegar Mosfellsbær bætti við hreinsunarátak bæjarins sérstökum hreinsunardegi við Varmá, í samvinnu við handknattleiksdeild Aftureldingar og Skáta. Það verður verk samtakanna á sunnudaginn að fínkemba svæðið meðfram ánni. Það er ekki verra að geta gengið stoltur um sitt nánasta umhverfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband